Arftaki Kristjáns óvænt hættur Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2024 10:02 Glenn Solberg er hættur að þjálfa Svía. EPA-EFE/FABIAN BIMMER Svíar eru í leit að nýjum landsliðsþjálfara í handbolta eftir að Glenn Solberg tilkynnti óvænt að hann væri hættur, tveimur árum fyrir lok samningstíma. „Það er mjög krefjandi að vera landsliðsþjálfari,“ sagði hinn 52 ára gamli Solberg sem náði frábærum árangri sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar. Norðmaðurinn tók við af Kristjáni Andréssyni árið 2020 og undir hans stjórn vann Svíþjóð til silfurverðlauna á HM í Egyptalandi árið 2021, og svo fyrstu gullverðlaunanna í tuttugu ár á EM í Ungverjalandi ári síðar. Kórónuveirufaraldurinn setti sterkan svip á bæði mótin. Á Evrópumótinu í janúar síðastliðnum unnu Svíar svo bronsverðlaun, en þeir féllu svo úr leik í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í París í sumar, rétt eins og í Tókýó fyrir þremur árum. „Ég finn það núna að það er tími til að snúa sér að öðru. Þetta hafa verið fimm annasöm ár með sex stórmótum, marga daga í burtu í landsliðsverkefnum og þar að auki hef ég varið miklum tíma í að ferðast og hitta leikmennina hjá þeirra félagsliðum. Þetta hefur verið spennandi og ótrúlega gefandi en núna þarf ég hlé til að finna hvað ég vil gera næst,“ sagði Solberg. Sænska handknattleikssambandið þarf nú að finna nýjan landsliðsþjálfara sem fyrst en næsta stórmót er í janúar þegar HM fer fram í Danmörku, Noregi og Króatíu. Handbolti HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Sjá meira
„Það er mjög krefjandi að vera landsliðsþjálfari,“ sagði hinn 52 ára gamli Solberg sem náði frábærum árangri sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar. Norðmaðurinn tók við af Kristjáni Andréssyni árið 2020 og undir hans stjórn vann Svíþjóð til silfurverðlauna á HM í Egyptalandi árið 2021, og svo fyrstu gullverðlaunanna í tuttugu ár á EM í Ungverjalandi ári síðar. Kórónuveirufaraldurinn setti sterkan svip á bæði mótin. Á Evrópumótinu í janúar síðastliðnum unnu Svíar svo bronsverðlaun, en þeir féllu svo úr leik í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í París í sumar, rétt eins og í Tókýó fyrir þremur árum. „Ég finn það núna að það er tími til að snúa sér að öðru. Þetta hafa verið fimm annasöm ár með sex stórmótum, marga daga í burtu í landsliðsverkefnum og þar að auki hef ég varið miklum tíma í að ferðast og hitta leikmennina hjá þeirra félagsliðum. Þetta hefur verið spennandi og ótrúlega gefandi en núna þarf ég hlé til að finna hvað ég vil gera næst,“ sagði Solberg. Sænska handknattleikssambandið þarf nú að finna nýjan landsliðsþjálfara sem fyrst en næsta stórmót er í janúar þegar HM fer fram í Danmörku, Noregi og Króatíu.
Handbolti HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Sjá meira