Áhyggjuefni að innri landamærin séu ekki betur tryggð Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2024 18:11 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Hrafnkell Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir það áhyggjuefni að ekki hafi tekist að halda uppi öflugra eftirliti á innri landamærunum eftir að Ísland gekk í Schengen-samstarfið. Mikið álag sé á lögreglu vegna fjölda frávísunarmála á Keflavíkurflugvelli. Frávísunarmálin eru 622 talsins það sem af er ári en þau voru 439 í fyrra, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem birtist á vefsíðu lögreglunnar í dag. Þar er þróunin í aðgerðum lögreglu og tollgæslu í slíkum málum frá því að Ísland hóf fulla þátttöku í Schengen-landamærasamstarfinu árið 2001 sögð „einstök“. „Það er út af fyrir sig áhyggjuefni að ekki hafi tekist betur til í áranna rás að halda uppi öflugra landamæreftirliti og þá ekki síst á innri landamærum,“ segir í yfirlýsingunni. Eftirlitið á innri landamærum Schengen-svæðisins skipti íslenska þjóð gríðarlega miklu máli þar sem hrikti í stoðum landamæraeftirlits í Evrópu. Áherslan hafi verið á ytri landamæri Schengen en innri landamærunum lítill gaumur gefinn. Húsnæði lögreglustjórans á Suðurnesjum í Reykjanesbæ hefur verið ónothæft í að verða ár vegna myglu sem fannst þar.Vísir/Vilhelm Einn Íslendingur af nítján sem sitja inni Lögreglan á Suðurnesjum býr við aðstöðuleysi þar sem aðeins hefur verið hægt að nota fangaklefa lögreglustöðvarinnar í Reykjanesbæ frá því í október í fyrra en stöðin er að öðru leyti ónothæf, að sögn lögreglustjórans. Ekki stendur til að endurbótum á stöðinni ljúki fyrr en í febrúar. Fátt bendi til þess að sú áætlun standist. Fram kemur að af þeim nítján sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna aðgerða lögreglu, aðallega á Keflavíkurflugvelli, sé einn Íslendingur. Aðrir séu frá Gana, Egyptalandi, Frakklandi, Súrínam, Hollandi, Kanada, Georgíu, Marokkó, Tékklandi, Brasilíu og Kólumbíu. Flestir þeirra komi hingað frá öðru Evrópulandi. Ellefu þeirra sem sitja inni voru teknir vegna innflutnings á ólöglegum fíkniefnum. Aðrir vegna meintra brota á útlendingalögum og gruns um mansal. Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tengdar fréttir Reyndist ekki faðir stúlknanna Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa ætlað sér að hagnýta tvær stúlkur sem komu til landsins í mansali. Annar mannanna var skráður faðir stúlknanna í kerfum íslenskra stjórnvalda en rannsókn á lífsýnum leiddi í ljós að það var ekki rétt. 19. september 2024 12:52 Fangar í mygluðu húsnæði í Reykjanesbæ Lögreglustöðin á Hringbraut í Reykjanesbæ er ónothæf vegna myglu og raka. Fangagangur byggingarinnar er þó enn í notkun, en hann hefur verið einangraður frá öðrum rýmum hússins. Þar er bæði átt við um aðstöðu fanga sem og lögreglumanna á fangavakt. 9. janúar 2024 18:31 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Frávísunarmálin eru 622 talsins það sem af er ári en þau voru 439 í fyrra, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem birtist á vefsíðu lögreglunnar í dag. Þar er þróunin í aðgerðum lögreglu og tollgæslu í slíkum málum frá því að Ísland hóf fulla þátttöku í Schengen-landamærasamstarfinu árið 2001 sögð „einstök“. „Það er út af fyrir sig áhyggjuefni að ekki hafi tekist betur til í áranna rás að halda uppi öflugra landamæreftirliti og þá ekki síst á innri landamærum,“ segir í yfirlýsingunni. Eftirlitið á innri landamærum Schengen-svæðisins skipti íslenska þjóð gríðarlega miklu máli þar sem hrikti í stoðum landamæraeftirlits í Evrópu. Áherslan hafi verið á ytri landamæri Schengen en innri landamærunum lítill gaumur gefinn. Húsnæði lögreglustjórans á Suðurnesjum í Reykjanesbæ hefur verið ónothæft í að verða ár vegna myglu sem fannst þar.Vísir/Vilhelm Einn Íslendingur af nítján sem sitja inni Lögreglan á Suðurnesjum býr við aðstöðuleysi þar sem aðeins hefur verið hægt að nota fangaklefa lögreglustöðvarinnar í Reykjanesbæ frá því í október í fyrra en stöðin er að öðru leyti ónothæf, að sögn lögreglustjórans. Ekki stendur til að endurbótum á stöðinni ljúki fyrr en í febrúar. Fátt bendi til þess að sú áætlun standist. Fram kemur að af þeim nítján sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna aðgerða lögreglu, aðallega á Keflavíkurflugvelli, sé einn Íslendingur. Aðrir séu frá Gana, Egyptalandi, Frakklandi, Súrínam, Hollandi, Kanada, Georgíu, Marokkó, Tékklandi, Brasilíu og Kólumbíu. Flestir þeirra komi hingað frá öðru Evrópulandi. Ellefu þeirra sem sitja inni voru teknir vegna innflutnings á ólöglegum fíkniefnum. Aðrir vegna meintra brota á útlendingalögum og gruns um mansal.
Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tengdar fréttir Reyndist ekki faðir stúlknanna Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa ætlað sér að hagnýta tvær stúlkur sem komu til landsins í mansali. Annar mannanna var skráður faðir stúlknanna í kerfum íslenskra stjórnvalda en rannsókn á lífsýnum leiddi í ljós að það var ekki rétt. 19. september 2024 12:52 Fangar í mygluðu húsnæði í Reykjanesbæ Lögreglustöðin á Hringbraut í Reykjanesbæ er ónothæf vegna myglu og raka. Fangagangur byggingarinnar er þó enn í notkun, en hann hefur verið einangraður frá öðrum rýmum hússins. Þar er bæði átt við um aðstöðu fanga sem og lögreglumanna á fangavakt. 9. janúar 2024 18:31 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Reyndist ekki faðir stúlknanna Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa ætlað sér að hagnýta tvær stúlkur sem komu til landsins í mansali. Annar mannanna var skráður faðir stúlknanna í kerfum íslenskra stjórnvalda en rannsókn á lífsýnum leiddi í ljós að það var ekki rétt. 19. september 2024 12:52
Fangar í mygluðu húsnæði í Reykjanesbæ Lögreglustöðin á Hringbraut í Reykjanesbæ er ónothæf vegna myglu og raka. Fangagangur byggingarinnar er þó enn í notkun, en hann hefur verið einangraður frá öðrum rýmum hússins. Þar er bæði átt við um aðstöðu fanga sem og lögreglumanna á fangavakt. 9. janúar 2024 18:31