FIA tók fyrir kvörtun Red Bull og hefur kveðið upp dóm sinn Aron Guðmundsson skrifar 19. september 2024 16:01 Bíll McLaren í braut í Azerbaijan kappakstrinum um síðastliðna helgi Vísir/EPA Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur úrskurðað afturvænginn, sem bíll McLaren skartaði um síðastliðnu helgi í Azerbaijan, löglegan eftir að keppinautar breska liðsins í Formúlu 1 kröfðust þess að vængurinn yrði skoðaður nánar. McLaren hefur verið á mikilli siglingu upp á síðkastið í Formúlu 1 og leiðir sem stendur stigakeppni bílasmiða með tuttugu stigum meira en ríkjandi heimsmeistarar Red Bull Racing. Bíll McLaren var sá hraðasti í braut í Azerbaijan kappakstrinum í Baku um síðastliðna helgi þar sem að Oscar Piastri, ökuþór liðsins, stóð uppi sem sigurvegari. Liðsfélagi hans, Lando Norris, vann sig þá úr fimmtánda sæti upp í það fjórða. Oscar Piastri fór með sigur af hólmi í AzerbaijanVísir/EPA Myndbandsupptökur frá kappakstrinum varpa ljósi á það hvernig afturvængurinn á bíl McLaren sveigist upp á við á beina kafla brautarinnar sem er með þeim lengstu í mótaröðinni. Ákveðið regluverk gildir í Formúlu 1 um hina ýmsu hluta Formúlu 1 bílsins og hvernig þeir mega virka en það er síðan endur liðunum og hönnunarteymi þeirra komið að vinna innan þess regluverks og er það gert á ýmsa vegu. FIA tók kvörtun keppinauta McLaren til greina og hefur nú greint frá því að afturvængur McLaren bílsins hafist staðist alla skoðun. Enn fremur segist sambandið vera að skoða öll gögn og að mótvægisaðgerðir varðandi framtíðarútfærslu afturvængins verði íhugaðar. Talsmenn McLaren, starfsmenn liðsins sem og ökuþórar hafa haldið því fram síðan að bera fór á efasemdaröddum varðandi lögmæti afturvængsins að hann sé löglegur. Lando Norris er sá eini sem getur skákað ríkjandi heimsmeistaranum Max Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra.Vísir/EPA Eins og fyrr segir er það McLaren sem leiðir stigakeppni bílasmiða og þá hefur Lando Norris, ökuþór liðsins, nálgast ríkjandi heimsmeistarann Max Verstappen í stigakeppni ökuþóra. Bilið milli þeirra stendur nú í 59 stigum og hefur verið að dragast saman smátt og smátt eftir því sem líður á tímabilið. Næsta keppnishelgi Formúlu 1 hefst með fyrstu æfingum í Singapúr á morgun. Sjálfur kappaksturinn fer síðan fram á sunnudaginn kemur og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport rásinni. Akstursíþróttir Aserbaídsjan Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
McLaren hefur verið á mikilli siglingu upp á síðkastið í Formúlu 1 og leiðir sem stendur stigakeppni bílasmiða með tuttugu stigum meira en ríkjandi heimsmeistarar Red Bull Racing. Bíll McLaren var sá hraðasti í braut í Azerbaijan kappakstrinum í Baku um síðastliðna helgi þar sem að Oscar Piastri, ökuþór liðsins, stóð uppi sem sigurvegari. Liðsfélagi hans, Lando Norris, vann sig þá úr fimmtánda sæti upp í það fjórða. Oscar Piastri fór með sigur af hólmi í AzerbaijanVísir/EPA Myndbandsupptökur frá kappakstrinum varpa ljósi á það hvernig afturvængurinn á bíl McLaren sveigist upp á við á beina kafla brautarinnar sem er með þeim lengstu í mótaröðinni. Ákveðið regluverk gildir í Formúlu 1 um hina ýmsu hluta Formúlu 1 bílsins og hvernig þeir mega virka en það er síðan endur liðunum og hönnunarteymi þeirra komið að vinna innan þess regluverks og er það gert á ýmsa vegu. FIA tók kvörtun keppinauta McLaren til greina og hefur nú greint frá því að afturvængur McLaren bílsins hafist staðist alla skoðun. Enn fremur segist sambandið vera að skoða öll gögn og að mótvægisaðgerðir varðandi framtíðarútfærslu afturvængins verði íhugaðar. Talsmenn McLaren, starfsmenn liðsins sem og ökuþórar hafa haldið því fram síðan að bera fór á efasemdaröddum varðandi lögmæti afturvængsins að hann sé löglegur. Lando Norris er sá eini sem getur skákað ríkjandi heimsmeistaranum Max Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra.Vísir/EPA Eins og fyrr segir er það McLaren sem leiðir stigakeppni bílasmiða og þá hefur Lando Norris, ökuþór liðsins, nálgast ríkjandi heimsmeistarann Max Verstappen í stigakeppni ökuþóra. Bilið milli þeirra stendur nú í 59 stigum og hefur verið að dragast saman smátt og smátt eftir því sem líður á tímabilið. Næsta keppnishelgi Formúlu 1 hefst með fyrstu æfingum í Singapúr á morgun. Sjálfur kappaksturinn fer síðan fram á sunnudaginn kemur og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport rásinni.
Akstursíþróttir Aserbaídsjan Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira