Handbolti

Haukur magnaður í sigri á Viktor Gísla og fé­lögum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Haukur Þrastarson átti frábæran leik.
Haukur Þrastarson átti frábæran leik. Andrzej Iwanczuk/Getty Images

Dinamo Búkarest hafði getur gegn Wisla Plock í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Fór það svo að gestirnir unnu með tveggja marka mun og var það ekki síst frábærri frammistöðu Hauks Þrastarsonar að þakka.

Liðin leika í A-riðli Meistaradeildarinnar og máttu heimamenn í Wisla ekki við því að misstíga sig þar sem þeir töpuðu fyrsta leik sínum í riðlinum gegn Sporting. Á sama tíma vann Búkarest góðan sigur á lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia.

Gestirnir frá Rúmeníu byrjuðu betur og leiddu um tíma með fjórum mörkum en heimamenn minnkuðu muninn niður í eitt mark fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan þá 11-12.

Áfram voru gestirnir með yfirhöndina í síðari hálfleik og náðu fjögurra marka forystu um miðbik hálfleiksins. Munurinn var fimm mörk þegar rúmlega fjórar mínútur voru til leiksloka. Heimamenn náðu að minnka muninn niður í tvö mörk en komust ekki nær og lauk leiknum með sigri gestanna, lokatölur 26-28.

Haukur átti eins og áður sagði frábæran leik, skoraði fjögur mörk og gaf sex stoðsendingar. Viktor Gísli átti heldur rólegir dag í marki Wisla en samkvæmt tölfræði leiksins varði hann sjö skot og var með 29 prósent hlutfallsmarkvörslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×