„Þetta er bara rétt að byrja“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. september 2024 11:21 Kolbrún Benediktsdóttir sendisaksóknari Íslands hjá Eurojust segir ljóst að málinu sé hvergi nærri lokið. Vísir/Vilhelm Lögregluyfirvöld á Íslandi tóku þátt í fjölþjóðlegum aðgerðum á dögunum þar sem dulkóðaður samskiptamiðill var tekinn niður. Fulltrúi Íslands hjá Eurojust segir málið sýna mikilvægi þess að Ísland eigi fulltrúa hjá alþjóðlegum löggæslustofnunum. Níu ríki áttu aðkomu að aðgerðunum, sem ráðist var í á síðustu dögum, þar á meðal Ísland, Írland, Frakkland og Ástralía. Europol og Eurojust héldu utan um aðgerðirnar. „Þær snerust um svona ákveðið samskiptaforrit eða samskiptaplatform sem skipulögð brotastarfsemi og brotamenn eru að nota sér,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, sendisaksóknari Íslands hjá Eurojust. Flókin dulkóðun Hún segir forritið, sem heitir Ghost, ekki ósvipað öðrum sem hafa komið við sögu lögreglu eins og Enchrochat og SkyCC. „Þar sem þetta snýst um dulkóðuð samskipti sem menn geta notað sín á milli, sem eru í glæpum,“ segir Kolbrún. „Menn nota mjög flókna dulkóðun í að eiga samskipti. Meðal annars er hægt að koma því þannig fyrir að öll samskipti sem þú sendir til annars eyðast sjálfkrafa bæði í þínu tæki og móttökutækinu eftir mjög stuttan tíma. Það gerir það auðvitað mjög erfitt fyrir löggæsluyfirvöld að ná utan um þetta. Þarna hefur það tekist að löggæsluyfirvöld hafa komist á snoðir um þetta og komist inn í þessi samskipti.“ Aðgerðirnar hafi verið mjög umfangsmiklar. „Það leiddi til þess að yfir 50 manns voru handteknir, það er búið að leggja hald á mjög mikið magn af fíkniefnum, vopnum, peningum. Meðal annars var tekin niður fíkniefnaframleiðsla í Ástralíu og svo mætti lengi telja,“ segir Kolbrún. Mikilvægt að Ísland eigi fasta fulltrúa Íslensk löggæsluyfirvöld hafi komið inn í málið á seinni stigum. „Það eru meðal annars netþjónar, sem voru notaðir til að þjónusta þetta samskiptaforrit, sem voru hýstir annars vegar í Frakklandi og hins vegar á Íslandi. Þannig að það er aðkoma Íslands, þessi netþjónn sem er hýstur hér á landi,“ segir Kolbrún. „Það hefur sýnt sig í þessu máli og fleirum að það skiptir miklu máli fyrir Íslands að vera með fasta fulltrúa bæði hjá Europol, sem hefur verið um nokkurra ára skeið, og eins núna hjá Eurojust. Það sýnir bara mikilvægi þess að við séum með fulltrúa þarna fasta til að geta tekið af fullum krafti þátt í svona aðgerðum, sem í þetta sinn höfðu bein tengsl við Ísland. Þó það hafi ekki verið neinar handtökur hér á landi að þessu sinni hefur þetta þýðingu fyrir okkur öll því svona skipulögð brotastarfsemi hefur áhrif á öll ríki heimsins.“ Nokkur þúsund eru sögð hafa notað forritið og um þúsund skilaboð farið þar í gegn á hverjum degi. „Þetta virðist eitthvað minna í sniðunum en Enchrochat og SkyCC. Það virðist vera eftir að það kom upp að menn séu farnir að nota fleiri en minni úrræði,“ segir Kolbrún. Heldurðu að það komi til frekari aðgerða í tengslum við þennan miðil? „Já, ég held að það sé ekki ólíklegt. Það er bara verið að opna þetta mál og það má alveg búast við því að það verði frekari aðgerðir, handtökur og fleira sem eigi eftir að fylgja. Hvort það verið á Íslandi á eftir að koma í ljós en það er alveg ljóst að þetta er bara rétt að byrja.“ Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Níu ríki áttu aðkomu að aðgerðunum, sem ráðist var í á síðustu dögum, þar á meðal Ísland, Írland, Frakkland og Ástralía. Europol og Eurojust héldu utan um aðgerðirnar. „Þær snerust um svona ákveðið samskiptaforrit eða samskiptaplatform sem skipulögð brotastarfsemi og brotamenn eru að nota sér,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, sendisaksóknari Íslands hjá Eurojust. Flókin dulkóðun Hún segir forritið, sem heitir Ghost, ekki ósvipað öðrum sem hafa komið við sögu lögreglu eins og Enchrochat og SkyCC. „Þar sem þetta snýst um dulkóðuð samskipti sem menn geta notað sín á milli, sem eru í glæpum,“ segir Kolbrún. „Menn nota mjög flókna dulkóðun í að eiga samskipti. Meðal annars er hægt að koma því þannig fyrir að öll samskipti sem þú sendir til annars eyðast sjálfkrafa bæði í þínu tæki og móttökutækinu eftir mjög stuttan tíma. Það gerir það auðvitað mjög erfitt fyrir löggæsluyfirvöld að ná utan um þetta. Þarna hefur það tekist að löggæsluyfirvöld hafa komist á snoðir um þetta og komist inn í þessi samskipti.“ Aðgerðirnar hafi verið mjög umfangsmiklar. „Það leiddi til þess að yfir 50 manns voru handteknir, það er búið að leggja hald á mjög mikið magn af fíkniefnum, vopnum, peningum. Meðal annars var tekin niður fíkniefnaframleiðsla í Ástralíu og svo mætti lengi telja,“ segir Kolbrún. Mikilvægt að Ísland eigi fasta fulltrúa Íslensk löggæsluyfirvöld hafi komið inn í málið á seinni stigum. „Það eru meðal annars netþjónar, sem voru notaðir til að þjónusta þetta samskiptaforrit, sem voru hýstir annars vegar í Frakklandi og hins vegar á Íslandi. Þannig að það er aðkoma Íslands, þessi netþjónn sem er hýstur hér á landi,“ segir Kolbrún. „Það hefur sýnt sig í þessu máli og fleirum að það skiptir miklu máli fyrir Íslands að vera með fasta fulltrúa bæði hjá Europol, sem hefur verið um nokkurra ára skeið, og eins núna hjá Eurojust. Það sýnir bara mikilvægi þess að við séum með fulltrúa þarna fasta til að geta tekið af fullum krafti þátt í svona aðgerðum, sem í þetta sinn höfðu bein tengsl við Ísland. Þó það hafi ekki verið neinar handtökur hér á landi að þessu sinni hefur þetta þýðingu fyrir okkur öll því svona skipulögð brotastarfsemi hefur áhrif á öll ríki heimsins.“ Nokkur þúsund eru sögð hafa notað forritið og um þúsund skilaboð farið þar í gegn á hverjum degi. „Þetta virðist eitthvað minna í sniðunum en Enchrochat og SkyCC. Það virðist vera eftir að það kom upp að menn séu farnir að nota fleiri en minni úrræði,“ segir Kolbrún. Heldurðu að það komi til frekari aðgerða í tengslum við þennan miðil? „Já, ég held að það sé ekki ólíklegt. Það er bara verið að opna þetta mál og það má alveg búast við því að það verði frekari aðgerðir, handtökur og fleira sem eigi eftir að fylgja. Hvort það verið á Íslandi á eftir að koma í ljós en það er alveg ljóst að þetta er bara rétt að byrja.“
Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira