Hver er ég og hvert er ég að fara? Ellý Tómasdóttir skrifar 18. september 2024 08:31 Unglingsárin eru tímabil mikilla breytinga. Unglingar eru að móta sjálfsmyndina sína, finna út hverjir þeir eru, og ákveða hvaða leiðir þeir vilja fara í lífinu. Í þessum hraða heimi, þar sem áreiti frá samfélagsmiðlum, vinum og umhverfinu er stöðugt er nauðsynlegt að staldra við og líta inn á við. Góð sjálfsmynd er ekki eitthvað sem er sjálfgefin eða óbreytanleg, hún þróast með tímanum. Unglingar spyrja sig oft spurninga eins og „Hver er ég?“ og „Hvað vil ég gera?“. Þau eru að reyna að finna sinn stað í lífinu og oftast gera þau það í gegnum félagsleg samskipti, reynslu og áhugamál. Þetta er oft krefjandi tími þar sem þau upplifa bæði þrýsting frá jafnöldrum og samfélaginu í heild. Að staldra við og velta fyrir sér hver maður er og hvert maður er að fara er nauðsynlegt ferli. Það veitir unglingum tækifæri til að íhuga markmið sín, áhugamál og gildi. Með því að staldra við og hugsa um tilfinningar og hegðunarmynstur geta þau öðlast betri skilning á því hver þau eru og hverju þau standa frammi fyrir. Það getur einnig hjálpað þeim að taka upplýstar ákvarðanir um hvernig einstaklingar þau vilja vera og hvernig styrkleikar þeirra geta nýst þeim í framtíðinni. Aukin sjálfsþekking Þegar unglingar gefa sér tíma til að hugsa um eigin tilfinningar og viðbrögð í mismunandi aðstæðum, aukast möguleikar þeirra á að skilja sjálfa sig betur. Þessi sjálfsþekking gerir þeim kleift að taka upplýstari ákvarðanir og eiga í heilbrigðum samskiptum við aðra. Sjálfskoðun getur verið krefjandi, þar sem unglingar þurfa oft að horfast í augu við erfiðar staðreyndir um sjálfa sig. Hins vegar getur þessi áskorun líka verið mikilvægur hluti af persónulegum þroska þeirra. Með því að staldra við og líta inn á við, fá þau tækifæri til að vaxa og þroskast á heilbrigðan hátt. Hlutverk okkar sem eldri erum Foreldrar gegna mikilvægu hlutverki að leiðbeina unglingum í gegnum þetta ferli. Þegar foreldrar eru til staðar sem stuðningur, tryggir það að unglingarnir fái rétta leiðsögn og stuðning þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum. Mikilvægt er að foreldrar hlusti á börnin sín og stuðli að opnu samtali um tilfinningar og væntingar þeirra. Ef þau finna að við erum til staðar og höfum trú á þeim getur það skilað sér í öflugri og sjálfsöruggari einstaklingum til framtíðar. Unglingar sem alast upp með lítið bakland standa oft frammi fyrir ýmsum hindrunum sem geta haft áhrif á sjálfsmynd þeirra. Með skorti á stuðningi heiman frá getur það reynst þeim erfiðara að sjá fyrir sér bjarta framtíð, sérstaklega ef þau skortir jákvæðar fyrirmyndir í lífinu. Slíkt getur leitt til þess að unglingar leita í umhverfi sem veitir þeim þann stuðning sem þau skortir, jafnvel þó að það umhverfi leiði þá á ranga braut. Verum fyrirmyndir Mikilvægi góðra fyrirmynda er ekki hægt að vanmeta. Fyrirmyndir geta veitt unglingum innblástur, markmið og von um betra líf. Einnig hjálpa þær til við að móta gildi og viðhorf, sem skipta sköpum þegar unglingar taka mikilvægar ákvarðanir um líf sitt. Þó unglingar geti stundum villst af leið, er vonin ávalt til staðar. Með því að veita stuðning, samkennd og leiðsögn getum við fullorðnafólkið hjálpað þeim að sjá möguleika á breytingum og stutt þau á leið sinni aftur á rétta braut. Það er nauðsynlegt að skapa umhverfi þar sem unglingar finna fyrir öryggi og tilheyrandi stuðningi, sem veitir þeim tækifæri til að vaxa og þroskast. Þegar fullorðnir, hvort sem það eru foreldrar, kennarar eða aðrir, gefa unglingnum tíma og sýna þeim jákvæða athygli, getur það haft djúpstæð áhrif á líf þeirra og opnað dyr að bjartari framtíð. Munum að hver unglingur er einstakur og með því að vera til staðar, hlusta og leiðbeina getum við hjálpað þeim að finna sína leið og móta sjálfsmynd sína á jákvæðan hátt. Höfundur er verkefnastjóri frístundaþjónustu og forvarnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Unglingsárin eru tímabil mikilla breytinga. Unglingar eru að móta sjálfsmyndina sína, finna út hverjir þeir eru, og ákveða hvaða leiðir þeir vilja fara í lífinu. Í þessum hraða heimi, þar sem áreiti frá samfélagsmiðlum, vinum og umhverfinu er stöðugt er nauðsynlegt að staldra við og líta inn á við. Góð sjálfsmynd er ekki eitthvað sem er sjálfgefin eða óbreytanleg, hún þróast með tímanum. Unglingar spyrja sig oft spurninga eins og „Hver er ég?“ og „Hvað vil ég gera?“. Þau eru að reyna að finna sinn stað í lífinu og oftast gera þau það í gegnum félagsleg samskipti, reynslu og áhugamál. Þetta er oft krefjandi tími þar sem þau upplifa bæði þrýsting frá jafnöldrum og samfélaginu í heild. Að staldra við og velta fyrir sér hver maður er og hvert maður er að fara er nauðsynlegt ferli. Það veitir unglingum tækifæri til að íhuga markmið sín, áhugamál og gildi. Með því að staldra við og hugsa um tilfinningar og hegðunarmynstur geta þau öðlast betri skilning á því hver þau eru og hverju þau standa frammi fyrir. Það getur einnig hjálpað þeim að taka upplýstar ákvarðanir um hvernig einstaklingar þau vilja vera og hvernig styrkleikar þeirra geta nýst þeim í framtíðinni. Aukin sjálfsþekking Þegar unglingar gefa sér tíma til að hugsa um eigin tilfinningar og viðbrögð í mismunandi aðstæðum, aukast möguleikar þeirra á að skilja sjálfa sig betur. Þessi sjálfsþekking gerir þeim kleift að taka upplýstari ákvarðanir og eiga í heilbrigðum samskiptum við aðra. Sjálfskoðun getur verið krefjandi, þar sem unglingar þurfa oft að horfast í augu við erfiðar staðreyndir um sjálfa sig. Hins vegar getur þessi áskorun líka verið mikilvægur hluti af persónulegum þroska þeirra. Með því að staldra við og líta inn á við, fá þau tækifæri til að vaxa og þroskast á heilbrigðan hátt. Hlutverk okkar sem eldri erum Foreldrar gegna mikilvægu hlutverki að leiðbeina unglingum í gegnum þetta ferli. Þegar foreldrar eru til staðar sem stuðningur, tryggir það að unglingarnir fái rétta leiðsögn og stuðning þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum. Mikilvægt er að foreldrar hlusti á börnin sín og stuðli að opnu samtali um tilfinningar og væntingar þeirra. Ef þau finna að við erum til staðar og höfum trú á þeim getur það skilað sér í öflugri og sjálfsöruggari einstaklingum til framtíðar. Unglingar sem alast upp með lítið bakland standa oft frammi fyrir ýmsum hindrunum sem geta haft áhrif á sjálfsmynd þeirra. Með skorti á stuðningi heiman frá getur það reynst þeim erfiðara að sjá fyrir sér bjarta framtíð, sérstaklega ef þau skortir jákvæðar fyrirmyndir í lífinu. Slíkt getur leitt til þess að unglingar leita í umhverfi sem veitir þeim þann stuðning sem þau skortir, jafnvel þó að það umhverfi leiði þá á ranga braut. Verum fyrirmyndir Mikilvægi góðra fyrirmynda er ekki hægt að vanmeta. Fyrirmyndir geta veitt unglingum innblástur, markmið og von um betra líf. Einnig hjálpa þær til við að móta gildi og viðhorf, sem skipta sköpum þegar unglingar taka mikilvægar ákvarðanir um líf sitt. Þó unglingar geti stundum villst af leið, er vonin ávalt til staðar. Með því að veita stuðning, samkennd og leiðsögn getum við fullorðnafólkið hjálpað þeim að sjá möguleika á breytingum og stutt þau á leið sinni aftur á rétta braut. Það er nauðsynlegt að skapa umhverfi þar sem unglingar finna fyrir öryggi og tilheyrandi stuðningi, sem veitir þeim tækifæri til að vaxa og þroskast. Þegar fullorðnir, hvort sem það eru foreldrar, kennarar eða aðrir, gefa unglingnum tíma og sýna þeim jákvæða athygli, getur það haft djúpstæð áhrif á líf þeirra og opnað dyr að bjartari framtíð. Munum að hver unglingur er einstakur og með því að vera til staðar, hlusta og leiðbeina getum við hjálpað þeim að finna sína leið og móta sjálfsmynd sína á jákvæðan hátt. Höfundur er verkefnastjóri frístundaþjónustu og forvarnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Árborg.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun