Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. september 2024 10:33 Kristbjörg segir að allt verði gert til að tryggja öryggi Yazans og fjölskyldu hans. Stöð 2/Bjarni Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. „Ég hitti þau í gær og þau eru í áfalli. Þau eru í sjokki hvernig var komið fram við þau,“ segir Kristbjörg og að faðir Yazans sé brákaður. Hún hafi fylgt honum á spítala í gær. „Þau eru gríðarlega þakklát að vera áfram hérna á Íslandi,“ segir Kristbjörg en að á sama tíma eigi fjölskyldan erfitt með að átta sig á því hvað taki við. Brottflutningi þeirra til Spánar var skyndilega frestað í gær að beiðni ráðherra. Þau voru komin upp á flugvöll og höfðu verið þar í nokkra tíma þegar það gerðist. Lögreglan hafði þá sótt þau á spítalann þar sem Yazan hafði dvalið undanfarið. Kristbjörg segir marga stressaða yfir framhaldinu Hún segir Yazan þreyttan núna og illt í bakinu. Hann eigi erfitt með að sitja. „Hann var sitjandi í hjólastól í sjö tíma í varðhaldi lögreglunnar í gær,“ segir Kristbjörg og að hann eigi erfitt með að fara fram úr núna. Hún segir fjölskylduna alla saman á spítalanum. Fólk sé að fylgjast með spítalanum. „við erum gríðarlega hrædd hvað gerist. Auðvitað ætlum við að fylgjast með Yazan og sjá hvað mun gerast,“ segir Kristbjörg og að aðgeðrir lögreglu í gær hafi komið öllum að óvörum, enda um miðja nótt. Við gefumst ekki við. Við höldum áfram,“ segir Kristjana og að þau muni tryggja að fjölskyldan veðri áfram örugg. Bein útsending Nokkur hundruð manns eru saman komin við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavík fyrir utan skrifstofur forsætisráðuneytisins þar sem ríkisstjórnin situr á reglubundnum þriðjudagsfundi sínum. Mál Yazans er eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Mótmælin eru friðsæl og hefur fólkið sungið Maístjörnuna, Vikivaka og fleiri íslensk lög. Sólveig Arnarsdóttir leikkona er meðal skipuleggjenda og hún segir mikilvægt að hafa kærleikann að vopni í mótmælunum. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 er á staðnum og tekur mótmælendur tali. Mál Yazans Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Við viljum þetta ekki“ Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun. 17. september 2024 10:11 Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
„Ég hitti þau í gær og þau eru í áfalli. Þau eru í sjokki hvernig var komið fram við þau,“ segir Kristbjörg og að faðir Yazans sé brákaður. Hún hafi fylgt honum á spítala í gær. „Þau eru gríðarlega þakklát að vera áfram hérna á Íslandi,“ segir Kristbjörg en að á sama tíma eigi fjölskyldan erfitt með að átta sig á því hvað taki við. Brottflutningi þeirra til Spánar var skyndilega frestað í gær að beiðni ráðherra. Þau voru komin upp á flugvöll og höfðu verið þar í nokkra tíma þegar það gerðist. Lögreglan hafði þá sótt þau á spítalann þar sem Yazan hafði dvalið undanfarið. Kristbjörg segir marga stressaða yfir framhaldinu Hún segir Yazan þreyttan núna og illt í bakinu. Hann eigi erfitt með að sitja. „Hann var sitjandi í hjólastól í sjö tíma í varðhaldi lögreglunnar í gær,“ segir Kristbjörg og að hann eigi erfitt með að fara fram úr núna. Hún segir fjölskylduna alla saman á spítalanum. Fólk sé að fylgjast með spítalanum. „við erum gríðarlega hrædd hvað gerist. Auðvitað ætlum við að fylgjast með Yazan og sjá hvað mun gerast,“ segir Kristbjörg og að aðgeðrir lögreglu í gær hafi komið öllum að óvörum, enda um miðja nótt. Við gefumst ekki við. Við höldum áfram,“ segir Kristjana og að þau muni tryggja að fjölskyldan veðri áfram örugg. Bein útsending Nokkur hundruð manns eru saman komin við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavík fyrir utan skrifstofur forsætisráðuneytisins þar sem ríkisstjórnin situr á reglubundnum þriðjudagsfundi sínum. Mál Yazans er eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Mótmælin eru friðsæl og hefur fólkið sungið Maístjörnuna, Vikivaka og fleiri íslensk lög. Sólveig Arnarsdóttir leikkona er meðal skipuleggjenda og hún segir mikilvægt að hafa kærleikann að vopni í mótmælunum. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 er á staðnum og tekur mótmælendur tali.
Mál Yazans Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Við viljum þetta ekki“ Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun. 17. september 2024 10:11 Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
„Við viljum þetta ekki“ Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun. 17. september 2024 10:11
Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24