Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. september 2024 10:33 Kristbjörg segir að allt verði gert til að tryggja öryggi Yazans og fjölskyldu hans. Stöð 2/Bjarni Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. „Ég hitti þau í gær og þau eru í áfalli. Þau eru í sjokki hvernig var komið fram við þau,“ segir Kristbjörg og að faðir Yazans sé brákaður. Hún hafi fylgt honum á spítala í gær. „Þau eru gríðarlega þakklát að vera áfram hérna á Íslandi,“ segir Kristbjörg en að á sama tíma eigi fjölskyldan erfitt með að átta sig á því hvað taki við. Brottflutningi þeirra til Spánar var skyndilega frestað í gær að beiðni ráðherra. Þau voru komin upp á flugvöll og höfðu verið þar í nokkra tíma þegar það gerðist. Lögreglan hafði þá sótt þau á spítalann þar sem Yazan hafði dvalið undanfarið. Kristbjörg segir marga stressaða yfir framhaldinu Hún segir Yazan þreyttan núna og illt í bakinu. Hann eigi erfitt með að sitja. „Hann var sitjandi í hjólastól í sjö tíma í varðhaldi lögreglunnar í gær,“ segir Kristbjörg og að hann eigi erfitt með að fara fram úr núna. Hún segir fjölskylduna alla saman á spítalanum. Fólk sé að fylgjast með spítalanum. „við erum gríðarlega hrædd hvað gerist. Auðvitað ætlum við að fylgjast með Yazan og sjá hvað mun gerast,“ segir Kristbjörg og að aðgeðrir lögreglu í gær hafi komið öllum að óvörum, enda um miðja nótt. Við gefumst ekki við. Við höldum áfram,“ segir Kristjana og að þau muni tryggja að fjölskyldan veðri áfram örugg. Bein útsending Nokkur hundruð manns eru saman komin við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavík fyrir utan skrifstofur forsætisráðuneytisins þar sem ríkisstjórnin situr á reglubundnum þriðjudagsfundi sínum. Mál Yazans er eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Mótmælin eru friðsæl og hefur fólkið sungið Maístjörnuna, Vikivaka og fleiri íslensk lög. Sólveig Arnarsdóttir leikkona er meðal skipuleggjenda og hún segir mikilvægt að hafa kærleikann að vopni í mótmælunum. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 er á staðnum og tekur mótmælendur tali. Mál Yazans Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Við viljum þetta ekki“ Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun. 17. september 2024 10:11 Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Ég hitti þau í gær og þau eru í áfalli. Þau eru í sjokki hvernig var komið fram við þau,“ segir Kristbjörg og að faðir Yazans sé brákaður. Hún hafi fylgt honum á spítala í gær. „Þau eru gríðarlega þakklát að vera áfram hérna á Íslandi,“ segir Kristbjörg en að á sama tíma eigi fjölskyldan erfitt með að átta sig á því hvað taki við. Brottflutningi þeirra til Spánar var skyndilega frestað í gær að beiðni ráðherra. Þau voru komin upp á flugvöll og höfðu verið þar í nokkra tíma þegar það gerðist. Lögreglan hafði þá sótt þau á spítalann þar sem Yazan hafði dvalið undanfarið. Kristbjörg segir marga stressaða yfir framhaldinu Hún segir Yazan þreyttan núna og illt í bakinu. Hann eigi erfitt með að sitja. „Hann var sitjandi í hjólastól í sjö tíma í varðhaldi lögreglunnar í gær,“ segir Kristbjörg og að hann eigi erfitt með að fara fram úr núna. Hún segir fjölskylduna alla saman á spítalanum. Fólk sé að fylgjast með spítalanum. „við erum gríðarlega hrædd hvað gerist. Auðvitað ætlum við að fylgjast með Yazan og sjá hvað mun gerast,“ segir Kristbjörg og að aðgeðrir lögreglu í gær hafi komið öllum að óvörum, enda um miðja nótt. Við gefumst ekki við. Við höldum áfram,“ segir Kristjana og að þau muni tryggja að fjölskyldan veðri áfram örugg. Bein útsending Nokkur hundruð manns eru saman komin við Hverfisgötu í miðbæ Reykjavík fyrir utan skrifstofur forsætisráðuneytisins þar sem ríkisstjórnin situr á reglubundnum þriðjudagsfundi sínum. Mál Yazans er eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Mótmælin eru friðsæl og hefur fólkið sungið Maístjörnuna, Vikivaka og fleiri íslensk lög. Sólveig Arnarsdóttir leikkona er meðal skipuleggjenda og hún segir mikilvægt að hafa kærleikann að vopni í mótmælunum. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 er á staðnum og tekur mótmælendur tali.
Mál Yazans Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Við viljum þetta ekki“ Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun. 17. september 2024 10:11 Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Við viljum þetta ekki“ Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun. 17. september 2024 10:11
Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24