Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 17. september 2024 07:06 Vatn flæðir um götur og inn í hús í bænum Kłodzko í suðvesturhluta Póllands. AP/Krzysztof Zatycki Tala látinna í flóðunum í austanverðri Evrópu heldur áfram að hækka en í gær bættust fjögur dauðsföll á listann í Póllandi, þrjú í Tékklandi og eitt í Rúmeníu. Fjölda fólks er einnig saknað en staðfest tala látinna er nú komin upp í sextán manns. Flóðin hafa sett hluta Austurríkis, Tékklands, Póllands og Rúmeníu á kaf eftir að djúp lægð framkallaði gríðarlegar rigningar á svæðinu sem staðið hafa í marga daga. Búist er við að ásandið eigi eftir að versna þegar líður á vikuna í fleiri löndum á borð við Slóvakíu og Ungverjaland. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á flóðasvæðunum í Póllandi þar sem stíflur hafa brostið og ár flætt víða yfir bakka sína. Í suðvesturhluta landsins þurfti að rýma spítala þar sem fjörutíu sjúklingar lágu inni og víða eru skólar og skrifstofur lokaðar vegna ástandsins. Fjöldi fólks hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna flóða í Mjanmar. Þessar fjölskyldur leituðu skjóls í klaustri í Naypyitaw.AP/Aung Shine Oo Í Mjanmar eru einnig hamfarir vegna flóða sem komu í kjölfar þess að fellibylurinn Yagi gekk yfir í byrjun mánaðarins. Í landinu eru nú 220 látnir af völdum veðursins og áttatíu til viðbótar saknað og á öllu svæðinu, sem telur auk Mjanmar; Víetnam, Laos og Tæland hafa um fimmhundruð látið lífið. Flestir hinna látnu í Mjanmar fórust í aurskriðum sem komu í kjölfar óveðursins sem sópuðu heilu þorpunum á brott. Þá vara Sameinuðu þjóðirnar við því að hungursneið gæti verið yfirvofandi í hinu stríðshrjáða landi þar sem fleiri hektarar ræktarlands eyðilögðust í hamförunum. Slökkviliðsmenn freista þess að bjarga vöruhúsum frá gróðureldum í Sever do Vouga, bæ í norðurhluta Portugal.AP/Bruno Fonseca Og í Portúgal hafa rúmlega fimmþúsund slökkviliðsmenn barist við kjarr- og skógarelda vítt og breitt um landið. Forsætisráðherrann Louis Montenegro segir að einn slökkviliðsmaður hafi nú þegar látið lífið en hitinn fór víða yfir þrjátíu gráður í landinu um helgina og er búist við svipuðu veðri á næstunni og lítil von um rigningu. Auk slökkviliðsmannsins sem fórst er vitað um tvö dauðsföll af völdum eldanna. Á svæðinu á milli Porto og Aveiro í Norðri hafa um tíu þúsund hektarar brunnið frá því um helgina og eins og staðan er nú eru um 127 virkir eldar í gangi í öllu landinu, að sögn BBC. Veður Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mjanmar Portúgal Pólland Austurríki Tékkland Rúmenía Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Flóðin hafa sett hluta Austurríkis, Tékklands, Póllands og Rúmeníu á kaf eftir að djúp lægð framkallaði gríðarlegar rigningar á svæðinu sem staðið hafa í marga daga. Búist er við að ásandið eigi eftir að versna þegar líður á vikuna í fleiri löndum á borð við Slóvakíu og Ungverjaland. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á flóðasvæðunum í Póllandi þar sem stíflur hafa brostið og ár flætt víða yfir bakka sína. Í suðvesturhluta landsins þurfti að rýma spítala þar sem fjörutíu sjúklingar lágu inni og víða eru skólar og skrifstofur lokaðar vegna ástandsins. Fjöldi fólks hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna flóða í Mjanmar. Þessar fjölskyldur leituðu skjóls í klaustri í Naypyitaw.AP/Aung Shine Oo Í Mjanmar eru einnig hamfarir vegna flóða sem komu í kjölfar þess að fellibylurinn Yagi gekk yfir í byrjun mánaðarins. Í landinu eru nú 220 látnir af völdum veðursins og áttatíu til viðbótar saknað og á öllu svæðinu, sem telur auk Mjanmar; Víetnam, Laos og Tæland hafa um fimmhundruð látið lífið. Flestir hinna látnu í Mjanmar fórust í aurskriðum sem komu í kjölfar óveðursins sem sópuðu heilu þorpunum á brott. Þá vara Sameinuðu þjóðirnar við því að hungursneið gæti verið yfirvofandi í hinu stríðshrjáða landi þar sem fleiri hektarar ræktarlands eyðilögðust í hamförunum. Slökkviliðsmenn freista þess að bjarga vöruhúsum frá gróðureldum í Sever do Vouga, bæ í norðurhluta Portugal.AP/Bruno Fonseca Og í Portúgal hafa rúmlega fimmþúsund slökkviliðsmenn barist við kjarr- og skógarelda vítt og breitt um landið. Forsætisráðherrann Louis Montenegro segir að einn slökkviliðsmaður hafi nú þegar látið lífið en hitinn fór víða yfir þrjátíu gráður í landinu um helgina og er búist við svipuðu veðri á næstunni og lítil von um rigningu. Auk slökkviliðsmannsins sem fórst er vitað um tvö dauðsföll af völdum eldanna. Á svæðinu á milli Porto og Aveiro í Norðri hafa um tíu þúsund hektarar brunnið frá því um helgina og eins og staðan er nú eru um 127 virkir eldar í gangi í öllu landinu, að sögn BBC.
Veður Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mjanmar Portúgal Pólland Austurríki Tékkland Rúmenía Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira