Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. september 2024 23:50 Guðrún Hafsteinsdóttir segir enn standa til að vísa Yazan úr landi. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kveðst ekki hafa haft lagaheimild til þess að stíga inn í mál Yazans Tamimi, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, sem til stóð að vísa úr landi í morgun. Frá því var horfið þegar Guðrún fyrirskipaði að brottvísun hans yrði frestað, að ósk Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra. Mál Yazans hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur og samstöðufundir haldnir til stuðnings honum. Eftir að brottvísun hans var frestað í morgun ítrekaði Guðrún að enn stæði til að vísa honum úr landi. Hún var til viðtals um málið í Silfrinu á RÚV í kvöld. „Það má alveg færa rök fyrir því,“ sagði Guðrún þegar hún var spurðhvort um geðþóttaákvörðun ráðherra hafi verið að ræða. „Ég hef í raun ekki lagalega heimild til að stíga inn í svona mál.“ Fjallað var um mál Yazans í kvöldfréttum Stöðvar 2: Óforsvaranleg stjórnsýsla Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði ljóst að svona eigi stjórnsýsla útlendingamála ekki að virka. „Við skulum muna að við erum að tala hér um langveikan ellefu ára strák frá Palestínu, þar sem verið er að fremja þjóðarmorð.“ Fjölskylda Yazans hafi beðið í varðhaldi í sjö klukkutíma á Keflavíkurflugvelli, áður en brunað hafi verið með þau til baka. „Ráðherrar eru að slá sér til riddara en tala um leið hvað þetta sé þung staða fyrir sig. Svo kemur dómsmálaráðherra í þingsal og fullyrðir að ekkert hafi breyst í málinu og enn standi til að vísa fólkinu burt. Áfram sitja þau í óvissu. Það er auðvitað gersamlega óforsvaranlegt að fara svona með fólk, sérstaklega veikt barn.“ „Ég steig ekki inn í þessa ákvörðun, ákvörðun var löngu komin,“ svaraði Guðrún. „Það átti að eiga sér stað brottfluttningur í júlí, síðan ágúst og núna átti að eiga sér stað brottflutningur í morgun. Af honum varð ekki,“ sagði Guðrún og Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður skaut inn í: „Drengurinn verður kannski vakinn aftur á spítalanum, bara þegar ríkisstjórnin er búin að ráða ráðum sínum?“ „Eins og ég segi var ákvörðun ekki felld úr gildi,“ sagði Guðrún, „heldur var framkvæmd frestað í morgun.“ „Hér eru bara lög í landinu, sem allir þurfa að fara eftir hvort sem það er dómsmálaráðherra, þú eða aðrir Íslendingar. Eða erlendir ríkisborgarar sem dvelja á Íslandi á hverjum tíma. Ég hef lagt áherslu á það í mínum störfum og mun gera það hér eftir sem hingað til,“ bætti Guðrún við. „Við erum líka öll mannleg“ Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra sagði mál Yazans „á ákveðinn hátt sérstakt“. „Ég held að það hafi verið skynsamlegt af dómsmálaráðherra að fresta brottförinni, svona í ljósi þess að hann var jú staddur í hvíldarinnlögn á heilbrigðisstofnun. Það er líka mikilvægt að senda þau skilaboð að það verður að fylgja lögum, en við erum líka öll mannleg og tökum skoðun á einstökum tilvikum sem eru öðruvísi. Þetta mál er það að einhverju leyti.“ Inga Sæland tók einnig til máls. Henni þótti athyglivert hversu augljóst það hafi verið að ráðherrar hafi verið að „vernda ráðherrastólana“. „Hann er búinn að vera veikur hér í eitt og hálft ár. Þessari ríkisstjórn hefði veið í lófa lagið að taka fyrir mál þessa drengs í allan þann tíma. Þau hafa bara ekki gert það. Í raun er forkastanlegt hvernig komið var fram við þetta fólk í nótt. Þessum einstaklingi átti að vísa til Spánar, ég veit ekki betur en að spænskt heilbrigðiskerfi sé svo sannarlega, rúmlega, á pari við það sem við þekkjum hér. Það þekki ég nú bara sjálf eftir að hafa búið þar,“ sagði Inga og bætti við að það hefði ekki átt að koma til greina að senda Yazan í burtu ef ekki væri hægt að ganga úr skugga um það að hann fengi rétta umönnun. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mál Yazans Tengdar fréttir „Við berum ekki þeirra sorg“ Þegar þjóðarsálin upplifir hvert áfallið á fætur öðru á það til að gerast að sumir dofni og sýni sinnuleysi en aðrir upplifa rosalega sterkar tilfinningar. 16. september 2024 20:53 Furða sig á harkalegum aðgerðum yfirvalda Faðir langveiks drengs frá Palestínu sem var vísað af landi brott í gærkvöldi segir fjölskylduna skelfingu lostna eftir harkalegar aðgerðir lögreglu. Sonur hans hafi ásamt móður verið handtekinn á sjúkrabeði. Þá hafi hann meiðst þegar menn með lambúshettur brutust inn til hans í nótt og handtóku. 16. september 2024 19:22 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Mál Yazans hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur og samstöðufundir haldnir til stuðnings honum. Eftir að brottvísun hans var frestað í morgun ítrekaði Guðrún að enn stæði til að vísa honum úr landi. Hún var til viðtals um málið í Silfrinu á RÚV í kvöld. „Það má alveg færa rök fyrir því,“ sagði Guðrún þegar hún var spurðhvort um geðþóttaákvörðun ráðherra hafi verið að ræða. „Ég hef í raun ekki lagalega heimild til að stíga inn í svona mál.“ Fjallað var um mál Yazans í kvöldfréttum Stöðvar 2: Óforsvaranleg stjórnsýsla Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði ljóst að svona eigi stjórnsýsla útlendingamála ekki að virka. „Við skulum muna að við erum að tala hér um langveikan ellefu ára strák frá Palestínu, þar sem verið er að fremja þjóðarmorð.“ Fjölskylda Yazans hafi beðið í varðhaldi í sjö klukkutíma á Keflavíkurflugvelli, áður en brunað hafi verið með þau til baka. „Ráðherrar eru að slá sér til riddara en tala um leið hvað þetta sé þung staða fyrir sig. Svo kemur dómsmálaráðherra í þingsal og fullyrðir að ekkert hafi breyst í málinu og enn standi til að vísa fólkinu burt. Áfram sitja þau í óvissu. Það er auðvitað gersamlega óforsvaranlegt að fara svona með fólk, sérstaklega veikt barn.“ „Ég steig ekki inn í þessa ákvörðun, ákvörðun var löngu komin,“ svaraði Guðrún. „Það átti að eiga sér stað brottfluttningur í júlí, síðan ágúst og núna átti að eiga sér stað brottflutningur í morgun. Af honum varð ekki,“ sagði Guðrún og Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður skaut inn í: „Drengurinn verður kannski vakinn aftur á spítalanum, bara þegar ríkisstjórnin er búin að ráða ráðum sínum?“ „Eins og ég segi var ákvörðun ekki felld úr gildi,“ sagði Guðrún, „heldur var framkvæmd frestað í morgun.“ „Hér eru bara lög í landinu, sem allir þurfa að fara eftir hvort sem það er dómsmálaráðherra, þú eða aðrir Íslendingar. Eða erlendir ríkisborgarar sem dvelja á Íslandi á hverjum tíma. Ég hef lagt áherslu á það í mínum störfum og mun gera það hér eftir sem hingað til,“ bætti Guðrún við. „Við erum líka öll mannleg“ Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra sagði mál Yazans „á ákveðinn hátt sérstakt“. „Ég held að það hafi verið skynsamlegt af dómsmálaráðherra að fresta brottförinni, svona í ljósi þess að hann var jú staddur í hvíldarinnlögn á heilbrigðisstofnun. Það er líka mikilvægt að senda þau skilaboð að það verður að fylgja lögum, en við erum líka öll mannleg og tökum skoðun á einstökum tilvikum sem eru öðruvísi. Þetta mál er það að einhverju leyti.“ Inga Sæland tók einnig til máls. Henni þótti athyglivert hversu augljóst það hafi verið að ráðherrar hafi verið að „vernda ráðherrastólana“. „Hann er búinn að vera veikur hér í eitt og hálft ár. Þessari ríkisstjórn hefði veið í lófa lagið að taka fyrir mál þessa drengs í allan þann tíma. Þau hafa bara ekki gert það. Í raun er forkastanlegt hvernig komið var fram við þetta fólk í nótt. Þessum einstaklingi átti að vísa til Spánar, ég veit ekki betur en að spænskt heilbrigðiskerfi sé svo sannarlega, rúmlega, á pari við það sem við þekkjum hér. Það þekki ég nú bara sjálf eftir að hafa búið þar,“ sagði Inga og bætti við að það hefði ekki átt að koma til greina að senda Yazan í burtu ef ekki væri hægt að ganga úr skugga um það að hann fengi rétta umönnun.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mál Yazans Tengdar fréttir „Við berum ekki þeirra sorg“ Þegar þjóðarsálin upplifir hvert áfallið á fætur öðru á það til að gerast að sumir dofni og sýni sinnuleysi en aðrir upplifa rosalega sterkar tilfinningar. 16. september 2024 20:53 Furða sig á harkalegum aðgerðum yfirvalda Faðir langveiks drengs frá Palestínu sem var vísað af landi brott í gærkvöldi segir fjölskylduna skelfingu lostna eftir harkalegar aðgerðir lögreglu. Sonur hans hafi ásamt móður verið handtekinn á sjúkrabeði. Þá hafi hann meiðst þegar menn með lambúshettur brutust inn til hans í nótt og handtóku. 16. september 2024 19:22 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
„Við berum ekki þeirra sorg“ Þegar þjóðarsálin upplifir hvert áfallið á fætur öðru á það til að gerast að sumir dofni og sýni sinnuleysi en aðrir upplifa rosalega sterkar tilfinningar. 16. september 2024 20:53
Furða sig á harkalegum aðgerðum yfirvalda Faðir langveiks drengs frá Palestínu sem var vísað af landi brott í gærkvöldi segir fjölskylduna skelfingu lostna eftir harkalegar aðgerðir lögreglu. Sonur hans hafi ásamt móður verið handtekinn á sjúkrabeði. Þá hafi hann meiðst þegar menn með lambúshettur brutust inn til hans í nótt og handtóku. 16. september 2024 19:22