Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. september 2024 15:07 Frá vettvangi í Krýsuvík í dag. Vísir/Bjarni Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér vegna málsins, en greindi frá því í tilkynningu að stúlkan sem lést hefði verið á grunnskólaaldri. Samkvæmt heimildum fréttastofu var stúlkan íslensk og maðurinn sem var handtekinn faðir stúlkunnar. Yngsta barnið sex ára Í janúar á þessu ári var kona handtekin á Nýbýlavegi fyrir að hafa orðið sex ára syni sínum að bana og að hafa einnig reynt að bana eldri syni sínum. Aðalmeðferð yfir konunni hófst í síðustu viku í Héraðsdómi Reykjaness. Móðirin var búsett í Kópavogi með sonum sínum tveimur, sex og ellefu ára. Faðir drengjanna er einnig búsettur hér á landi en þó ekki á sama stað. Fólkið hefur búið á Íslandi í nokkur ár undir alþjóðlegri vernd. Þann 24. ágúst síðastliðinn, á Menningarnótt, var hin 17 ára Bryndís Klara Birgisdóttir stungin til bana við Skúlagötu. Hún lést af sárum sínum tæpri viku eftir stunguárásina, þar sem tvö önnur ungmenni voru einnig stungin. Sá sem grunaður er um árásina er einnig barn, en hann er í sérstöku gæsluvarðhaldsúrræði. Áður hafði hann dvalið á Stuðlum, en vegna líflátshótana var ákveðið að færa hann í fangelsið á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans. Bryndís Klara var borin til grafar frá Hallgrímskirkju á föstudaginn. Fjórir fullorðnir látnir í þremur málum Í apríl voru fjórir litáískir karlmenn handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna andláts þess fimmta á vinnusvæði í Kiðjabergi. Tveimur þeirra var sleppt úr haldi tveimur dögum síðar og voru þeir þá lausir allra mála. Annar mannanna afplánar nú eldri fangelsisdóm en hinn er í farbanni. Sjá einnig: Hlutur sakborninga mismikill Í sama mánuði var karlmaður á sjötugsaldri handtekinn, grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni og barnsmóður um fimmtugt að bana, á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri. Í ágúst var hann ákærður fyrir manndráp, en einnig fyrir stórfellt heimilisofbeldi gegn konunni á sama stað, tveimur mánuðum fyrr. Í síðasta mánuði var karlmaður handtekinn í Reykjavík, grunaður um að hafa orðið hjónum að bana á Neskaupstað. Í þarsíðustu viku var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í nóvember. Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Andlát barns á Nýbýlavegi Stunguárás við Skúlagötu Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér vegna málsins, en greindi frá því í tilkynningu að stúlkan sem lést hefði verið á grunnskólaaldri. Samkvæmt heimildum fréttastofu var stúlkan íslensk og maðurinn sem var handtekinn faðir stúlkunnar. Yngsta barnið sex ára Í janúar á þessu ári var kona handtekin á Nýbýlavegi fyrir að hafa orðið sex ára syni sínum að bana og að hafa einnig reynt að bana eldri syni sínum. Aðalmeðferð yfir konunni hófst í síðustu viku í Héraðsdómi Reykjaness. Móðirin var búsett í Kópavogi með sonum sínum tveimur, sex og ellefu ára. Faðir drengjanna er einnig búsettur hér á landi en þó ekki á sama stað. Fólkið hefur búið á Íslandi í nokkur ár undir alþjóðlegri vernd. Þann 24. ágúst síðastliðinn, á Menningarnótt, var hin 17 ára Bryndís Klara Birgisdóttir stungin til bana við Skúlagötu. Hún lést af sárum sínum tæpri viku eftir stunguárásina, þar sem tvö önnur ungmenni voru einnig stungin. Sá sem grunaður er um árásina er einnig barn, en hann er í sérstöku gæsluvarðhaldsúrræði. Áður hafði hann dvalið á Stuðlum, en vegna líflátshótana var ákveðið að færa hann í fangelsið á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans. Bryndís Klara var borin til grafar frá Hallgrímskirkju á föstudaginn. Fjórir fullorðnir látnir í þremur málum Í apríl voru fjórir litáískir karlmenn handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna andláts þess fimmta á vinnusvæði í Kiðjabergi. Tveimur þeirra var sleppt úr haldi tveimur dögum síðar og voru þeir þá lausir allra mála. Annar mannanna afplánar nú eldri fangelsisdóm en hinn er í farbanni. Sjá einnig: Hlutur sakborninga mismikill Í sama mánuði var karlmaður á sjötugsaldri handtekinn, grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni og barnsmóður um fimmtugt að bana, á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri. Í ágúst var hann ákærður fyrir manndráp, en einnig fyrir stórfellt heimilisofbeldi gegn konunni á sama stað, tveimur mánuðum fyrr. Í síðasta mánuði var karlmaður handtekinn í Reykjavík, grunaður um að hafa orðið hjónum að bana á Neskaupstað. Í þarsíðustu viku var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í nóvember.
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Andlát barns á Nýbýlavegi Stunguárás við Skúlagötu Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52