Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2024 14:14 Konurnar giftu sig hjá sýslumanni þann 8. desember 2022. Viku síðar var sótt um dvalarleyfi fyrir nýju eiginkonuna. Tveimur vikum síðar var hún farin úr landi. Vísir/Vilhelm Kona á fertugsaldri hefur höfðað mál á hendur annarri konu níu árum yngri þess efnis að henni verði veittur lögskilnaður. Hún segir konuna hafa gift sér til málamynda til að geta dvalið í Evrópu án vandræða. Konurnar eru báðar af kólumbísku bergi brotnar. Í stefnu konunnar sem er búsett hér á landi og telur á sér brotið kemur fram að hún hafi öðlast íslenskan ríkisborgararétt árið 2016. Þá eigi hún barn úr fyrra sambandi sem sé einnig íslenskur ríkisborgari. Farin úr landi tveimur vikum eftir giftingu Hún segist hafa kynnst konunni þegar hún var í heimsókn í heimalandinu og haldið sambandi í framhaldinu. Hún hafi orðið ástfangin og þær ákveðið árið 2022 að gifta sig. Þann 8. desember sama ár gengu þær á fund sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu og létu pússa sig saman. Viku síðar sóttu þær um dvalarleyfi fyrir nýju eiginkonuna og var henni veitt heimild til að dvelja á Íslandi á meðan umsóknin væri í vinnslu. Skömmu síðar komst konan að því að nýja eiginkonan hefði verið henni ótrú. Hún væri að hitta annan aðila og halda framhjá henni. Í lok desember hafi nýja eiginkonan haldið af landi brott án þess að láta vita. Konan segir móður sína hafa fengið þau skilaboð frá nýju eiginkonunni að hún ætlaði til Spánar og svo aftur til Kólumbíu. Hún telur að hjónabandið hafi aðeins verið til málamynda til að geta dvalið í Evrópu. Ekkert gengið að birta konunni stefnu Nú séu liðin tæp tvö ár þar sem hún hafi ekkert heyrt frá eiginkonu sinni þrátt fyrir tilraunir til að ganga frá skilnaði. Hún hafi enga hugmynd hvar hún sé stödd eða eigi heimili. Hún neyðist því til að höfða mál til að fá skilnað í gegn. Hún bætir við að hafa gert tilraun til að fá stefnuna birta á heimilisfangi þar sem eiginkonan bjó áður í Kólumbíu þegar þær kynntust. Þá hjálpi ekki til að kólumbíska ríkið haldi ekki þjóðskrá og því ekki unnt að fá liðsinni þaðan. Hún hafi því að endingu neyðst til að birta stefnuna í Lögbirtingablaðinu. Málið verður þingfest þann 5. nóvember. Fjölskyldumál Kólumbía Mest lesið Slysið í Stykkishólmi alvarlegt Innlent Karlmaður um sextugt lést í vinnuslysi Innlent Ellefu tímar sárþjáður á bráðamóttöku Innlent Veitir samstarfsflokkunum nokkurra sólarhringa frest Innlent Örfáar raddir nýti sér Kveik sem vopn gegn skátum Innlent Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér Innlent Dagbjört eyddi færslu eftir hörð viðbrögð Innlent „Mér fannst mjög eðlilegt að ég myndi hringja í ríkislögreglustjóra“ Innlent Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Innlent Barn ógnaði lögreglumanni með eftirlíkingu af skammbyssu Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu lausn manns sem var dæmdur fyrir manndráp í fyrra Dagbjört eyddi færslu eftir hörð viðbrögð Meðalaldur bænda er 66 ár - Tryggja þarf nýliðun Vonast til að ná árangri áður en aðgerðir hefjast Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér Óvissa um framtíð ríkisstjórnarinnar og milljarðasamningur í Kína Engin ummerki um ísbirni Útkall vegna bílveltu í uppsveitum Árnessýslu Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Karlmaður um sextugt lést í vinnuslysi Vatnsleki í Skeifunni Nýtt björgunarskip Landsbjargar formlega afhent „Mér fannst mjög eðlilegt að ég myndi hringja í ríkislögreglustjóra“ Tvö kvenfélög taka á móti karlmönnum Bein útsending: Ávarp Sigmundar Davíðs á flokksráðsfundi Staðan á ríkisstjórninni og félagsmálaráðherra svarar fyrir símtalið Veitir samstarfsflokkunum nokkurra sólarhringa frest Lokaleit að ísbjörnum með dróna Ríkisstjórnin á hengiflugi Slysið í Stykkishólmi alvarlegt Ellefu tímar sárþjáður á bráðamóttöku Ísland má ekki vera söluvara erlendra glæpagengja Barn ógnaði lögreglumanni með eftirlíkingu af skammbyssu Safnast í kvikuhólfið en ómögulegt að segja hvenær gýs Örfáar raddir nýti sér Kveik sem vopn gegn skátum Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Netverjar keppast við að tjá sig um fundinn Talið að snjór hafi villt um fyrir ferðamönnum Kornbændur á Suðurlandi bera sig vel Þyrlan kölluð út vegna tilkynningar um hvítabirni Sjá meira
Konurnar eru báðar af kólumbísku bergi brotnar. Í stefnu konunnar sem er búsett hér á landi og telur á sér brotið kemur fram að hún hafi öðlast íslenskan ríkisborgararétt árið 2016. Þá eigi hún barn úr fyrra sambandi sem sé einnig íslenskur ríkisborgari. Farin úr landi tveimur vikum eftir giftingu Hún segist hafa kynnst konunni þegar hún var í heimsókn í heimalandinu og haldið sambandi í framhaldinu. Hún hafi orðið ástfangin og þær ákveðið árið 2022 að gifta sig. Þann 8. desember sama ár gengu þær á fund sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu og létu pússa sig saman. Viku síðar sóttu þær um dvalarleyfi fyrir nýju eiginkonuna og var henni veitt heimild til að dvelja á Íslandi á meðan umsóknin væri í vinnslu. Skömmu síðar komst konan að því að nýja eiginkonan hefði verið henni ótrú. Hún væri að hitta annan aðila og halda framhjá henni. Í lok desember hafi nýja eiginkonan haldið af landi brott án þess að láta vita. Konan segir móður sína hafa fengið þau skilaboð frá nýju eiginkonunni að hún ætlaði til Spánar og svo aftur til Kólumbíu. Hún telur að hjónabandið hafi aðeins verið til málamynda til að geta dvalið í Evrópu. Ekkert gengið að birta konunni stefnu Nú séu liðin tæp tvö ár þar sem hún hafi ekkert heyrt frá eiginkonu sinni þrátt fyrir tilraunir til að ganga frá skilnaði. Hún hafi enga hugmynd hvar hún sé stödd eða eigi heimili. Hún neyðist því til að höfða mál til að fá skilnað í gegn. Hún bætir við að hafa gert tilraun til að fá stefnuna birta á heimilisfangi þar sem eiginkonan bjó áður í Kólumbíu þegar þær kynntust. Þá hjálpi ekki til að kólumbíska ríkið haldi ekki þjóðskrá og því ekki unnt að fá liðsinni þaðan. Hún hafi því að endingu neyðst til að birta stefnuna í Lögbirtingablaðinu. Málið verður þingfest þann 5. nóvember.
Fjölskyldumál Kólumbía Mest lesið Slysið í Stykkishólmi alvarlegt Innlent Karlmaður um sextugt lést í vinnuslysi Innlent Ellefu tímar sárþjáður á bráðamóttöku Innlent Veitir samstarfsflokkunum nokkurra sólarhringa frest Innlent Örfáar raddir nýti sér Kveik sem vopn gegn skátum Innlent Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér Innlent Dagbjört eyddi færslu eftir hörð viðbrögð Innlent „Mér fannst mjög eðlilegt að ég myndi hringja í ríkislögreglustjóra“ Innlent Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Innlent Barn ógnaði lögreglumanni með eftirlíkingu af skammbyssu Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu lausn manns sem var dæmdur fyrir manndráp í fyrra Dagbjört eyddi færslu eftir hörð viðbrögð Meðalaldur bænda er 66 ár - Tryggja þarf nýliðun Vonast til að ná árangri áður en aðgerðir hefjast Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér Óvissa um framtíð ríkisstjórnarinnar og milljarðasamningur í Kína Engin ummerki um ísbirni Útkall vegna bílveltu í uppsveitum Árnessýslu Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Karlmaður um sextugt lést í vinnuslysi Vatnsleki í Skeifunni Nýtt björgunarskip Landsbjargar formlega afhent „Mér fannst mjög eðlilegt að ég myndi hringja í ríkislögreglustjóra“ Tvö kvenfélög taka á móti karlmönnum Bein útsending: Ávarp Sigmundar Davíðs á flokksráðsfundi Staðan á ríkisstjórninni og félagsmálaráðherra svarar fyrir símtalið Veitir samstarfsflokkunum nokkurra sólarhringa frest Lokaleit að ísbjörnum með dróna Ríkisstjórnin á hengiflugi Slysið í Stykkishólmi alvarlegt Ellefu tímar sárþjáður á bráðamóttöku Ísland má ekki vera söluvara erlendra glæpagengja Barn ógnaði lögreglumanni með eftirlíkingu af skammbyssu Safnast í kvikuhólfið en ómögulegt að segja hvenær gýs Örfáar raddir nýti sér Kveik sem vopn gegn skátum Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Netverjar keppast við að tjá sig um fundinn Talið að snjór hafi villt um fyrir ferðamönnum Kornbændur á Suðurlandi bera sig vel Þyrlan kölluð út vegna tilkynningar um hvítabirni Sjá meira