Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2024 14:14 Konurnar giftu sig hjá sýslumanni þann 8. desember 2022. Viku síðar var sótt um dvalarleyfi fyrir nýju eiginkonuna. Tveimur vikum síðar var hún farin úr landi. Vísir/Vilhelm Kona á fertugsaldri hefur höfðað mál á hendur annarri konu níu árum yngri þess efnis að henni verði veittur lögskilnaður. Hún segir konuna hafa gift sér til málamynda til að geta dvalið í Evrópu án vandræða. Konurnar eru báðar af kólumbísku bergi brotnar. Í stefnu konunnar sem er búsett hér á landi og telur á sér brotið kemur fram að hún hafi öðlast íslenskan ríkisborgararétt árið 2016. Þá eigi hún barn úr fyrra sambandi sem sé einnig íslenskur ríkisborgari. Farin úr landi tveimur vikum eftir giftingu Hún segist hafa kynnst konunni þegar hún var í heimsókn í heimalandinu og haldið sambandi í framhaldinu. Hún hafi orðið ástfangin og þær ákveðið árið 2022 að gifta sig. Þann 8. desember sama ár gengu þær á fund sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu og létu pússa sig saman. Viku síðar sóttu þær um dvalarleyfi fyrir nýju eiginkonuna og var henni veitt heimild til að dvelja á Íslandi á meðan umsóknin væri í vinnslu. Skömmu síðar komst konan að því að nýja eiginkonan hefði verið henni ótrú. Hún væri að hitta annan aðila og halda framhjá henni. Í lok desember hafi nýja eiginkonan haldið af landi brott án þess að láta vita. Konan segir móður sína hafa fengið þau skilaboð frá nýju eiginkonunni að hún ætlaði til Spánar og svo aftur til Kólumbíu. Hún telur að hjónabandið hafi aðeins verið til málamynda til að geta dvalið í Evrópu. Ekkert gengið að birta konunni stefnu Nú séu liðin tæp tvö ár þar sem hún hafi ekkert heyrt frá eiginkonu sinni þrátt fyrir tilraunir til að ganga frá skilnaði. Hún hafi enga hugmynd hvar hún sé stödd eða eigi heimili. Hún neyðist því til að höfða mál til að fá skilnað í gegn. Hún bætir við að hafa gert tilraun til að fá stefnuna birta á heimilisfangi þar sem eiginkonan bjó áður í Kólumbíu þegar þær kynntust. Þá hjálpi ekki til að kólumbíska ríkið haldi ekki þjóðskrá og því ekki unnt að fá liðsinni þaðan. Hún hafi því að endingu neyðst til að birta stefnuna í Lögbirtingablaðinu. Málið verður þingfest þann 5. nóvember. Fjölskyldumál Kólumbía Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Konurnar eru báðar af kólumbísku bergi brotnar. Í stefnu konunnar sem er búsett hér á landi og telur á sér brotið kemur fram að hún hafi öðlast íslenskan ríkisborgararétt árið 2016. Þá eigi hún barn úr fyrra sambandi sem sé einnig íslenskur ríkisborgari. Farin úr landi tveimur vikum eftir giftingu Hún segist hafa kynnst konunni þegar hún var í heimsókn í heimalandinu og haldið sambandi í framhaldinu. Hún hafi orðið ástfangin og þær ákveðið árið 2022 að gifta sig. Þann 8. desember sama ár gengu þær á fund sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu og létu pússa sig saman. Viku síðar sóttu þær um dvalarleyfi fyrir nýju eiginkonuna og var henni veitt heimild til að dvelja á Íslandi á meðan umsóknin væri í vinnslu. Skömmu síðar komst konan að því að nýja eiginkonan hefði verið henni ótrú. Hún væri að hitta annan aðila og halda framhjá henni. Í lok desember hafi nýja eiginkonan haldið af landi brott án þess að láta vita. Konan segir móður sína hafa fengið þau skilaboð frá nýju eiginkonunni að hún ætlaði til Spánar og svo aftur til Kólumbíu. Hún telur að hjónabandið hafi aðeins verið til málamynda til að geta dvalið í Evrópu. Ekkert gengið að birta konunni stefnu Nú séu liðin tæp tvö ár þar sem hún hafi ekkert heyrt frá eiginkonu sinni þrátt fyrir tilraunir til að ganga frá skilnaði. Hún hafi enga hugmynd hvar hún sé stödd eða eigi heimili. Hún neyðist því til að höfða mál til að fá skilnað í gegn. Hún bætir við að hafa gert tilraun til að fá stefnuna birta á heimilisfangi þar sem eiginkonan bjó áður í Kólumbíu þegar þær kynntust. Þá hjálpi ekki til að kólumbíska ríkið haldi ekki þjóðskrá og því ekki unnt að fá liðsinni þaðan. Hún hafi því að endingu neyðst til að birta stefnuna í Lögbirtingablaðinu. Málið verður þingfest þann 5. nóvember.
Fjölskyldumál Kólumbía Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira