Gat ekki kastað því liðsfélaginn ældi á boltann Valur Páll Eiríksson skrifar 16. september 2024 11:32 Það var ekki séns fyrir Willis að kasta boltanum sem var þakinn í ælu. Stacy Revere/Getty Images Furðulegt atvik átti sér stað í leik Green Bay Packers og Indianapolis Colts í NFL-deildinni vestanhafs í gær. Magapest sóknarlínumanns fyrrnefnda liðsins hafði áhrif á leikinn. Josh Myers spilar fyrir miðju í sóknarlínu Green Bay liðsins sem vann 16-10 sigur í gærkvöld. Spennan jókst eftir því sem leið á leikinn þegar gestirnir unnu sig inn í hann og veikindi Myers á mikilvægum tímapunkti hefðu getað reynst dýrkeypt. Myers var slæmur í maganum í gær, virðist vera.Pedro Vilela/Getty Images Green Bay var á þriðju tilraun og þurfti að komast 10 stikur fyrir endurnýjun þegar Myers kastaði hressilega upp skömmu áður en hann losaði boltann á leikstjórnandann Malik Willis. Willis lék í fjarveru aðal leikstjórnanda Packers, Jordan Love, sem var frá vegna meiðsla. Lítil hjálp var í uppkasti liðsfélaga hans í þessari stöðu. Matt LaFleur: “I asked Malik why he didn’t throw the ball on that 3rd down and he told me Josh threw up on the ball. That’s the first time I ever heard that”😂😭😂 pic.twitter.com/echFVpkuSX— Hogg (@HoggNFL) September 15, 2024 Aldrei lent í þessu áður Teiknað hafði verið upp kastkerfi til að komast stikurnar 10 en Willis gat ekki kastað boltanum þar sem Myers hafði kastað upp á boltann. Willis hljóp þá með hann og afleiðingarnar að Packers tókst ekki að fá endurnýjun. „Ég spurði Malik hvers vegna hann kastaði boltanum ekki á þriðju tilrauninni og hann sagði það vegna þess að Josh ældi á boltann. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef heyrt um það,“ sagði Matt Lafleur, þjálfari Packers, um atvikið eftir leik. #Packers center Josh Myers vomited on the football before a 3rd down but still snapped it to Malik Willis. Willis had no choice but to run with it.This is a wild story.(🎥 @packers)pic.twitter.com/FgPvz4bhWx— Ari Meirov (@MySportsUpdate) September 15, 2024 „Við þetta má bæta að dómarinn, Shawn Hochuli, kom til mín og sagðist hafa séð leikmanninn æla á boltann. „Eigum við að taka hann út af næst?“ Ég svaraði: „Já, endilega gerið það.“ Því þetta var mikilvæg staða og ég hef aldrei lent í því að einhver æli á boltann,“ bætti Lafleur við. Packers eru á sigurbraut eftir að hafa tapað naumlega fyrir Philadelphia Eagles í fyrsta leik. Colts liðið er án sigurs eftir fyrstu tvo leikina. NFL Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Sjá meira
Josh Myers spilar fyrir miðju í sóknarlínu Green Bay liðsins sem vann 16-10 sigur í gærkvöld. Spennan jókst eftir því sem leið á leikinn þegar gestirnir unnu sig inn í hann og veikindi Myers á mikilvægum tímapunkti hefðu getað reynst dýrkeypt. Myers var slæmur í maganum í gær, virðist vera.Pedro Vilela/Getty Images Green Bay var á þriðju tilraun og þurfti að komast 10 stikur fyrir endurnýjun þegar Myers kastaði hressilega upp skömmu áður en hann losaði boltann á leikstjórnandann Malik Willis. Willis lék í fjarveru aðal leikstjórnanda Packers, Jordan Love, sem var frá vegna meiðsla. Lítil hjálp var í uppkasti liðsfélaga hans í þessari stöðu. Matt LaFleur: “I asked Malik why he didn’t throw the ball on that 3rd down and he told me Josh threw up on the ball. That’s the first time I ever heard that”😂😭😂 pic.twitter.com/echFVpkuSX— Hogg (@HoggNFL) September 15, 2024 Aldrei lent í þessu áður Teiknað hafði verið upp kastkerfi til að komast stikurnar 10 en Willis gat ekki kastað boltanum þar sem Myers hafði kastað upp á boltann. Willis hljóp þá með hann og afleiðingarnar að Packers tókst ekki að fá endurnýjun. „Ég spurði Malik hvers vegna hann kastaði boltanum ekki á þriðju tilrauninni og hann sagði það vegna þess að Josh ældi á boltann. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef heyrt um það,“ sagði Matt Lafleur, þjálfari Packers, um atvikið eftir leik. #Packers center Josh Myers vomited on the football before a 3rd down but still snapped it to Malik Willis. Willis had no choice but to run with it.This is a wild story.(🎥 @packers)pic.twitter.com/FgPvz4bhWx— Ari Meirov (@MySportsUpdate) September 15, 2024 „Við þetta má bæta að dómarinn, Shawn Hochuli, kom til mín og sagðist hafa séð leikmanninn æla á boltann. „Eigum við að taka hann út af næst?“ Ég svaraði: „Já, endilega gerið það.“ Því þetta var mikilvæg staða og ég hef aldrei lent í því að einhver æli á boltann,“ bætti Lafleur við. Packers eru á sigurbraut eftir að hafa tapað naumlega fyrir Philadelphia Eagles í fyrsta leik. Colts liðið er án sigurs eftir fyrstu tvo leikina.
NFL Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Sjá meira