Ein öflugasta hraðhleðslustöð landsins opnuð á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2024 20:07 Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri hjá Yes-Eu fyrirtækinu, sem er leiðandi í lausnum fyrir orkuskipti í samgöngum. Hann er mjög ánægður og stoltur af nýju stöðinni á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein öflugasta hraðhleðslustöð landsins hefur verið opnuð á Selfossi en þar geta tuttugu og sex bílar af öllum stærðum og gerðum hlaðið í einu allan sólarhringinn. Það er hópferðafyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar, sem á heiðurinn af hleðslustöðinni með samstarfsaðilum sínum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra mætti á Selfoss til að opna nýju hraðhleðslustöðina að viðstöddu fjölmenni á athafnasvæði Guðmundar Tyrfingssonar þar sem allar grænu rúturnar eru við þjóðveg eitt þegar komið er á Selfoss. Nýja hraðhleðslustöðin er mjög öflug og getur þjónað mörgum rafmagnsökutæjum í einu, en stöðin er 1440 kílóvatta með tengi fyrir 26 bíla. „Þetta verður opið almenningi, þetta verður inn á On appinu og svo er þetta líka hugsað fyrir Guðmund Tyrfingsson, rúturnar hjá þeim, að hlaða þær. Þetta tengi hérna fyrir aftan mig er öflugasta tengið, það er allt að 600 kílóvött og svo eru nokkur 300 kílóvatta og svo er 90 eða 180 kílóvött,” segir Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri hjá Yes-Eu fyrirtækinu, sem er leiðandi í lausnum fyrir orkuskipti í samgöngum. Össur Skarphéðinsson, sem stýrði dagskrá dagsins á opnunarhátíðinni er ánægður með Guðlaug Þór. „Og það er frá Selfossi, sem rafvæðing almannasamgangna hefur virkilega sprottið frá,” segir Össur. En ertu ánægður með Guðlaug, sem ráðherra? „Svolítið er hann að gera að viti, maður má ekki hrósa honum of mikið, ég þekki það af reynslunni, það stígur honum til höfuðs, en hann er ekki að standa sig, sem verst þeirra,” segir Össur hlæjandi. Það fór vel á með Össuri og Guðlaugi Þór þegar nýja hraðhleðslustöðin hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi var opnuð formlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur, þú elskar Össur eða hvað? „Já, það er ekkert hægt annað þegar þú kynnist honum og það sem honum langaði til að segja að ég væri búin að standa mig frábærlega en þú veist í hvaða flokki hann er enn þá,” segir Guðlaugur Þór skellihlæjandi. Guðmundur Tyrfingsson sjálfur með Guðlaugi Þór, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar er rétt að byrja þegar rafhleðslustöðvar og rafmagnsbílar eru annars vegar. „Þetta er stórt verkefni, sem er gríðarlega kostnaðarsamt en þurfti að gerast til þess að við getum haldið áfram að fara af stað, þannig að nú förum við á fullt í það,” segir Tyrfingur Guðmundsson framkvæmdastjóri Guðmundar Tyrfingssonar hópferðafyrirtækis á Selfossi. Tyrfingur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eru rafmagnsbílar það sem koma skal? „Alveg klárlega. Við erum búin að prufa bæði rútur og strætisvagna og þetta bara virkar, þannig að ég sé enga ástæðu til að gera það ekki,” bætir Tyrfingur við. Benedikt Guðmundsson hjá Guðmundi Tyrfingssyni og Guðlaugur Þór við veitingarnar, sem boðið var upp á þegar nýja hraðhleðslustöðin var tekin í notkun föstudaginn 13. september á athafnasvæði Guðmundar Tyrfingssonar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Guðmundar Tyrfingssonar Árborg Hleðslustöðvar Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra mætti á Selfoss til að opna nýju hraðhleðslustöðina að viðstöddu fjölmenni á athafnasvæði Guðmundar Tyrfingssonar þar sem allar grænu rúturnar eru við þjóðveg eitt þegar komið er á Selfoss. Nýja hraðhleðslustöðin er mjög öflug og getur þjónað mörgum rafmagnsökutæjum í einu, en stöðin er 1440 kílóvatta með tengi fyrir 26 bíla. „Þetta verður opið almenningi, þetta verður inn á On appinu og svo er þetta líka hugsað fyrir Guðmund Tyrfingsson, rúturnar hjá þeim, að hlaða þær. Þetta tengi hérna fyrir aftan mig er öflugasta tengið, það er allt að 600 kílóvött og svo eru nokkur 300 kílóvatta og svo er 90 eða 180 kílóvött,” segir Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri hjá Yes-Eu fyrirtækinu, sem er leiðandi í lausnum fyrir orkuskipti í samgöngum. Össur Skarphéðinsson, sem stýrði dagskrá dagsins á opnunarhátíðinni er ánægður með Guðlaug Þór. „Og það er frá Selfossi, sem rafvæðing almannasamgangna hefur virkilega sprottið frá,” segir Össur. En ertu ánægður með Guðlaug, sem ráðherra? „Svolítið er hann að gera að viti, maður má ekki hrósa honum of mikið, ég þekki það af reynslunni, það stígur honum til höfuðs, en hann er ekki að standa sig, sem verst þeirra,” segir Össur hlæjandi. Það fór vel á með Össuri og Guðlaugi Þór þegar nýja hraðhleðslustöðin hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi var opnuð formlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur, þú elskar Össur eða hvað? „Já, það er ekkert hægt annað þegar þú kynnist honum og það sem honum langaði til að segja að ég væri búin að standa mig frábærlega en þú veist í hvaða flokki hann er enn þá,” segir Guðlaugur Þór skellihlæjandi. Guðmundur Tyrfingsson sjálfur með Guðlaugi Þór, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar er rétt að byrja þegar rafhleðslustöðvar og rafmagnsbílar eru annars vegar. „Þetta er stórt verkefni, sem er gríðarlega kostnaðarsamt en þurfti að gerast til þess að við getum haldið áfram að fara af stað, þannig að nú förum við á fullt í það,” segir Tyrfingur Guðmundsson framkvæmdastjóri Guðmundar Tyrfingssonar hópferðafyrirtækis á Selfossi. Tyrfingur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eru rafmagnsbílar það sem koma skal? „Alveg klárlega. Við erum búin að prufa bæði rútur og strætisvagna og þetta bara virkar, þannig að ég sé enga ástæðu til að gera það ekki,” bætir Tyrfingur við. Benedikt Guðmundsson hjá Guðmundi Tyrfingssyni og Guðlaugur Þór við veitingarnar, sem boðið var upp á þegar nýja hraðhleðslustöðin var tekin í notkun föstudaginn 13. september á athafnasvæði Guðmundar Tyrfingssonar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Guðmundar Tyrfingssonar
Árborg Hleðslustöðvar Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira