Handbolti

Tíma­bilið byrjar vel hjá Bjarka sem varð marka­hæstur í stór­sigri

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Bjarki Már hefur spilað með Veszprém síðan 2022 og er samningsbundinn til næstu tveggja ára.
Bjarki Már hefur spilað með Veszprém síðan 2022 og er samningsbundinn til næstu tveggja ára. veszprém

Bjarki Már Elísson hefur farið vel af stað á nýju tímabili með Veszprém í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta. Hann varð markahæstur í 26-38 sigri gegn Balatonfured í dag.

Bjarki Már skoraði sex mörk úr vinstra horninu, liðsfélagi hans Yehia El-Deraa skoraði jafn mikið og þeir deildu því markameti leiksins.

Veszprém hefur unnið báða leiki sína á tímabilinu með tólf mörkum. Liðið er ríkjandi meistari í Ungverjalandi og situr í 2. sæti deildarinnar eins og er. Pick Szeged er í efsta sætinu en hefur leikið fjóra leiki.

Framundan hjá Veszprém er svo önnur umferðin í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, leikið verður við PSG á heimavelli á fimmtudag. Fyrsti leikurinn vannst gegn Fusche Berlin, 32-31.


Tengdar fréttir

Sigvaldi og Bjarki Már meistarar

Kolstad og Veszprém, lið landsliðshornamannanna Sigvalda Guðjónssonar og Bjarka Más Elíssonar, urðu í dag landsmeistarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×