Lofar að svara árásum Húta af hörku Lovísa Arnardóttir skrifar 15. september 2024 12:18 Sprengjusveitin skoðar aðstæður í Ísrael. Vísir/EPA Flugskeyti sem skotið var frá Jemen til Ísrael virkjuðu í morgun loftvarnaflautur á alþjóðlega flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael. Flugskeytunum var skotið í loft upp af Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen sem studdir eru af írönskum yfirvöldum. Forsætisráðherra Ísrael segir að árásunum verði svarað. Á vef AP segir að ísraelsk yfirvöld hafi gefið í skyn að þau muni svara árásinni. Enginn lést í loftárásinni og engar stórar skemmdir urðu á byggingum en í ísraelskum fjölmiðlum má sjá fólk leita skjóls á flugvellinum. Í frétt AP segir að samkvæmt upplýsingum frá flugvellinum hafi verið hægt að hefja hefðbundna starfsemi stuttu eftir árásina. Þar kemur einnig fram að ísraelski herinn hafi gert nokkrar tilraunir til að stöðva flugskeytið en að það virtist hafa brotnað upp í loftinu. Atvikið sé enn til skoðunar hjá hernum. Ísraelsk sprengjusveit kannar aðstæður þar sem loftskeytin eru talin hafa lent í morgun nærri bænum Kfar Daniel í Ísrael.Vísir/EPA Hútar hafa ítrekað skotið drónum og loftskeytum í átt að Ísrael frá því að átök stigmögnuðust á Gasa í október í fyrra. Ísraelska hernum hefur tekist að stöðva þau nærri öll yfir Rauðahafinu. Einn lést í árás Húta á Tel Avív í júli og tíu særðust. Ísraelar svöruðu þeirri árás með loftárás á svæði Húta í Jemen, þar á meðal á hafnarborgina Hodeidah. Svarar eins og í júlí Í frétt AP segir að Benjamín Netanyahyu hafi í viðtali eftir ríkisstjórnarfund í dag gefið í skyn að viðbrögð Ísraela nú yrðu með svipuðu móti og í júlí. „Hútarnir eiga að vita núna að við krefjumst hárrar greiðslu fyrir allar tilraunir til að meiða okkur,“ sagði hann eftir fundinn og að allir sem þyrftu á áminningu um það að halda gætu heimsótt höfnina við Hodeidah. Haft er eftir talsmanni uppreisnarsinnanna, Yahya Saree, að flugskeytinu hafi verið beint að hernaðarlegu skotmarki í Jaffa í Tel Avív. Auk þess að skjóta að Ísrael hafa Hútar ítrekað síðastliðið ár ráðist að flutningaskipum á Rauðahafinu sem þeir segja tengjast stuðningi við Ísrael. Í frétt AP segir að raunin hafi þó verið sú að flest skipin tengjast Ísrael ekki með neinum hætti. Þúsundir barna hafa ekki getað gengið í skóla frá því að stríðið hófst á Gasa.Vísir/EPA Stríðið á Gasa, sem hófst 7. Október í fyrra, hefur haft gríðarleg áhrif á löndin í kring og er töluverð spenna talin ríkja þar. Yfirvöld í Íran hafa opinberlega stutt við ýmis herskáa uppreisnarhópa á svæðinu eins og Húta, Hamas og Hezbollah en uppreisnarmenn Hezbollah hafa nánast daglega átt í bardaga við ísraelska herinn frá því að stríðið hófst. Íran og bandamenn þeirra segja að það sé gert af stuðningi við palestínsku þjóðina. Hezbollah hefur lýst því yfir að þau muni láta af árásum sínum verði tryggt vopnahlé á Gasa. Sáttamiðlarar frá Egyptalandi, Bandaríkjunum og Katar hafa í marga mánuði reynt að leita leiða til að tryggja vopnahlé án árangurs. Í viðræðunum er einnig leitað leiða til að tryggja frelsun gísla sem Hamas tóku í október í fyrra. Undirgöngin lokuð Forsætisráðherra Ísrael hefur ítrekað sagt að ekkert verði af vopnahléi nema Ísrael taki stjórn á Gasasvæðinu við landamæri Egyptalands, til frambúðar. Hann segir Hamas-liða nota landamærin til að smygla vopnum og búnaði inn á Gasa-svæðið og hafi notað til þess undirgöng. Greint var frá því fyrr í vikunni, samkvæmt frétt AP, að af þeim tugum undirganga sem hafi fundist undir landamærunum hafi níu þeirra náð til Egyptalands og að þeim hafi öllum verið lokað. Frá því að stríðið hófst í október hafa um 40 þúsund Palestínumenn, aðallega konur og börn, látið lífið í árásum Ísraela. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og eru enn á vergangi um Gasa-svæðið. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Líbanon Íran Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Á vef AP segir að ísraelsk yfirvöld hafi gefið í skyn að þau muni svara árásinni. Enginn lést í loftárásinni og engar stórar skemmdir urðu á byggingum en í ísraelskum fjölmiðlum má sjá fólk leita skjóls á flugvellinum. Í frétt AP segir að samkvæmt upplýsingum frá flugvellinum hafi verið hægt að hefja hefðbundna starfsemi stuttu eftir árásina. Þar kemur einnig fram að ísraelski herinn hafi gert nokkrar tilraunir til að stöðva flugskeytið en að það virtist hafa brotnað upp í loftinu. Atvikið sé enn til skoðunar hjá hernum. Ísraelsk sprengjusveit kannar aðstæður þar sem loftskeytin eru talin hafa lent í morgun nærri bænum Kfar Daniel í Ísrael.Vísir/EPA Hútar hafa ítrekað skotið drónum og loftskeytum í átt að Ísrael frá því að átök stigmögnuðust á Gasa í október í fyrra. Ísraelska hernum hefur tekist að stöðva þau nærri öll yfir Rauðahafinu. Einn lést í árás Húta á Tel Avív í júli og tíu særðust. Ísraelar svöruðu þeirri árás með loftárás á svæði Húta í Jemen, þar á meðal á hafnarborgina Hodeidah. Svarar eins og í júlí Í frétt AP segir að Benjamín Netanyahyu hafi í viðtali eftir ríkisstjórnarfund í dag gefið í skyn að viðbrögð Ísraela nú yrðu með svipuðu móti og í júlí. „Hútarnir eiga að vita núna að við krefjumst hárrar greiðslu fyrir allar tilraunir til að meiða okkur,“ sagði hann eftir fundinn og að allir sem þyrftu á áminningu um það að halda gætu heimsótt höfnina við Hodeidah. Haft er eftir talsmanni uppreisnarsinnanna, Yahya Saree, að flugskeytinu hafi verið beint að hernaðarlegu skotmarki í Jaffa í Tel Avív. Auk þess að skjóta að Ísrael hafa Hútar ítrekað síðastliðið ár ráðist að flutningaskipum á Rauðahafinu sem þeir segja tengjast stuðningi við Ísrael. Í frétt AP segir að raunin hafi þó verið sú að flest skipin tengjast Ísrael ekki með neinum hætti. Þúsundir barna hafa ekki getað gengið í skóla frá því að stríðið hófst á Gasa.Vísir/EPA Stríðið á Gasa, sem hófst 7. Október í fyrra, hefur haft gríðarleg áhrif á löndin í kring og er töluverð spenna talin ríkja þar. Yfirvöld í Íran hafa opinberlega stutt við ýmis herskáa uppreisnarhópa á svæðinu eins og Húta, Hamas og Hezbollah en uppreisnarmenn Hezbollah hafa nánast daglega átt í bardaga við ísraelska herinn frá því að stríðið hófst. Íran og bandamenn þeirra segja að það sé gert af stuðningi við palestínsku þjóðina. Hezbollah hefur lýst því yfir að þau muni láta af árásum sínum verði tryggt vopnahlé á Gasa. Sáttamiðlarar frá Egyptalandi, Bandaríkjunum og Katar hafa í marga mánuði reynt að leita leiða til að tryggja vopnahlé án árangurs. Í viðræðunum er einnig leitað leiða til að tryggja frelsun gísla sem Hamas tóku í október í fyrra. Undirgöngin lokuð Forsætisráðherra Ísrael hefur ítrekað sagt að ekkert verði af vopnahléi nema Ísrael taki stjórn á Gasasvæðinu við landamæri Egyptalands, til frambúðar. Hann segir Hamas-liða nota landamærin til að smygla vopnum og búnaði inn á Gasa-svæðið og hafi notað til þess undirgöng. Greint var frá því fyrr í vikunni, samkvæmt frétt AP, að af þeim tugum undirganga sem hafi fundist undir landamærunum hafi níu þeirra náð til Egyptalands og að þeim hafi öllum verið lokað. Frá því að stríðið hófst í október hafa um 40 þúsund Palestínumenn, aðallega konur og börn, látið lífið í árásum Ísraela. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og eru enn á vergangi um Gasa-svæðið.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Líbanon Íran Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira