Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Árni Sæberg skrifar 13. september 2024 15:21 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Bankastjóri Arion banka segir að þegar stýrivextir lækki ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækki verðtryggðir vextir. „Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána.“ Margir ráku upp stór augu í vikunni þegar Arion banki tilkynnti að vextir á verðtryggðum útlánum bankans hækkuðu um 0,5 og 0,6 prósentustig. Það gerir hækkun upp á tólf og fimmtán prósent. Ástæðan sem gefin var upp var hækkun ávöxtunarkröfu á verðtryggða fjármögnun. Ávöxtunarkrafa á skuldabréf sem Arion banki notar til þess að fjármagna verðtryggð útlán, ARION CBI 48 og ARION CBI 26, hafa á einu ári farið úr 2,7 prósentum í 3,6 prósent annars vegar og 4 prósentum í 5,35 prósent hins vegar. Vakti úlfúð Vaxtahækkun Arion banka hefur vakið talsverða undrun og úlfúð síðan tilkynnt var um hana, enda hafa stýrivextir ekki verið hækkaðir lengi og því skildu fæstir hvað olli. Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa bankann er Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Hann segir hækkunina til marks um taumlausa græðgi á fjármálamarkaði hér á landi. Bankastjórinn ósammála Þessu er Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, ekki sammála. Hann hefur stungið niður penna og varið vaxtahækkunina í aðsendri grein hér á Vísi. „Bankar starfa ekki í tómarúmi. Þeir mótast um margt af því umhverfi sem þeir starfa í. Bankar eiga ekki þá fjármuni sem þeir lána nema að litlu leyti. Meginhlutverk okkar sem störfum í bönkunum er í raun að miðla fjármunum annarra, þ.e. taka við sparifé og miðla því áfram til þeirra sem vilja eða þurfa lánsfé til að fjárfesta; hvort sem það er til einstaklinga sem fjárfesta í íbúðarhúsnæði eða fyrirtækja sem vilja efla starfsemi sína. Miklu skiptir að við förum vel með þá fjármuni sem fólk, fyrirtæki og fjárfestar treysta okkur fyrir.“ Það fjármagn sem bankar fái að láni til að miðla áfram komi fyrst og fremst til þeirra í formi innlána og í gegnum skuldabréfaútgáfu þeirra, bæði hér á landi, þar sem lífeyrissjóðir séu stærstu kaupendur, og erlendis. „Og af þessum lánum borgum við vexti. Munurinn á þeim vöxtum, sem við borgum og þeim vöxtum sem við leggjum á okkar útlán, kallast vaxtamunur og er megintekjustoð banka.“ Búist við hjöðnun verðbólgu en ekki lækkun stýrivaxta Benedikt segir að þegar skuldabréfamarkaður sé skoðaður blasi við nokkuð óvenjulegar aðstæður þar sem væntingar til verðbólgu annars vegar og vaxta hins vegar eru ólíkar. Síðastliðinn mánuð hafi væntingar markaðarins til verðbólgu til skemmri tíma verið á þann veg að hún muni lækka en nær engar væntingar séu um að stýrivextir lækki í bráð. Þessar ólíku væntingar til vaxta og verðbólgu leiði til þess að kostnaður bankanna við útgáfu verðtryggðra skuldabréfa til skamms tíma, helstu fjármögnunarleiðar bankanna þegar kemur að verðtryggðum íbúðalánum, hafi hækkað umtalsvert. „Það er einfaldlega svo að þegar stýrivextir lækka ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækka verðtryggðir vextir. Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána.“ Hægt að græða eitt prósent með einföldu trikki Vegna þessara ólíku væntinga geri fjárfestar skuldabréfa í dag kröfu um fimm prósent vexti ofan á verðbætur fyrir það lánsfé sem þeir veita bönkunum í gegnum skuldabréfamarkaðinn; lánsfé sem bankarnir nota til að veita verðtryggð íbúðalán með breytilegum vöxtum. „Þannig væri í dag hægt að taka íbúðalán hjá banka og nota það til að kaupa skuldabréf útgefið af sama banka, nú eða ríkisskuldabréf, og hagnast yfir 1% á ári. Ef við tökum dæmi til einföldunar þá væri þetta eins og ef bakari seldi brauðið ódýrar en hveitið sem þarf til að búa það til, sem auðvitað gengur ekki til lengdar.“ Hæstu vextir í hinum vestræna heimi? Benedikt segir að stýrivextir Seðlabankans hafi nokkuð afgerandi áhrif á vexti óverðtryggðra innlána og útlána. Ef horft er til innlána þá séu vextir þeirra líklega með því hæsta sem gerist í heiminum í dag, vegna hárra stýrivaxta og harðrar samkeppni á innlánamarkaði. Nýir aðilar á bankamarkaði, sem ekki sinni hinu hefðbundna hlutverki banka sem milliliðir heldur leggja innlánin að mestu inn hjá Seðlabankanum, hafi boðið kjör sem slaga hátt upp í stýrivexti, fjármagnseigendum til góða. Hefðbundnari bankar hafi eðlilega þurft að verja sína mikilvægustu fjármögnunarleið og því fylgt fast á eftir og boðið viðskiptavinum sínum hærri vexti á innlán. Í dag sé Arion að borga hátt í átta prósent vexti fyrir óbundin óverðtryggð innlán sem gegni mikilvægu hlutverki í fjármögnun þeirra íbúðalána sem bankinn veitir, bæði verðtryggðra og óverðtryggðra. Stýrivextir þurfi að lækka Benedikt segir markmiðið með grein sinni vera að benda á að bankar verði að bregðast við breytingum í umhverfinu. Vegna aðgerða Seðlabankans séu vextir hér á landi háir og fjármögnun dýr og bankinn hafi þurft að bregðast við því. Eftirlitsaðilar, lánshæfismatsfyrirtæki og fjármögnunaraðilar horfi til bankans og neikvæður viðsnúningur í starfsemi hans gæti fljótt haft neikvæð áhrif á aðgengi hans að lánsfé og keyrt upp fjármögnunarkostnað sem á endanum myndi bitna harðast á viðskiptavinum bankans. „Ég vonast til þess að væntingar um þróun verðbólgu og vaxta verði samstiga á næstunni og að vaxtastig hér á landi lækki því þá skapast forsendur til að lækka vexti íbúðalána aftur. Þegar það gerist munum við, eins og í dag, verðleggja brauðið í samræmi við hveitið.“ Arion banki Fjármálafyrirtæki Neytendur Seðlabankinn Mest lesið Spyr hvort Ísland vilji vera miðpunktur eða eftirbátur annarra Viðskipti innlent Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Samstarf Met mæting í Klinkuboð Samstarf Alls hlutu 130 viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í dag Viðskipti innlent Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Neytendur Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri og fleiri til Betri samgangna Viðskipti innlent Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Atvinnulíf Ferðaþjónusturisi kaupir Fjaðrárgljúfur Viðskipti innlent Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja fullyrðingar borgarfulltrúa um Carbfix ekki standast Spyr hvort Ísland vilji vera miðpunktur eða eftirbátur annarra Alls hlutu 130 viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í dag Fyrrverandi fréttastjóri og fleiri til Betri samgangna Ferðaþjónusturisi kaupir Fjaðrárgljúfur Fyrsta fatalínan í sögu Ikea mætt til landsins Ísleifur tekur við sem forstöðumaður hjá VÍS Taka flugið til Tyrklands Aflýsa flugi til og frá Orlando Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir Már nýr meðeigandi hjá Athygli Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Oculis á mikilli siglingu og Kauphöllin iðagræn Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Sjarminn af sérverslun lifi góðu lífi Alma til Pipars\TBWA Uppsagnir hjá Veitum Auglýsingastofurnar finna fyrir samdrætti Bankarnir verði að lækka vexti jafnhratt og þeir hækkuðu Landsbankinn rekur lestina og lækkar vexti Loks opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán Bogi og Linda kaupa af Heimum fyrir milljarða Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Bein útsending: Viðtöl við sérfræðinga um mannauðsmál Uppreisnarleiðtogi snýr heim og tekur við rekstri Hríseyjarbúðarinnar Sýna áhuga á eignum Skagans 3X Indó lækkar líka vexti Íslandsbanki bregst sömuleiðis við stýrivaxtalækkuninni Arion fyrstur til að tilkynna lækkun Engar hópuppsagnir í september Sjá meira
Margir ráku upp stór augu í vikunni þegar Arion banki tilkynnti að vextir á verðtryggðum útlánum bankans hækkuðu um 0,5 og 0,6 prósentustig. Það gerir hækkun upp á tólf og fimmtán prósent. Ástæðan sem gefin var upp var hækkun ávöxtunarkröfu á verðtryggða fjármögnun. Ávöxtunarkrafa á skuldabréf sem Arion banki notar til þess að fjármagna verðtryggð útlán, ARION CBI 48 og ARION CBI 26, hafa á einu ári farið úr 2,7 prósentum í 3,6 prósent annars vegar og 4 prósentum í 5,35 prósent hins vegar. Vakti úlfúð Vaxtahækkun Arion banka hefur vakið talsverða undrun og úlfúð síðan tilkynnt var um hana, enda hafa stýrivextir ekki verið hækkaðir lengi og því skildu fæstir hvað olli. Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa bankann er Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Hann segir hækkunina til marks um taumlausa græðgi á fjármálamarkaði hér á landi. Bankastjórinn ósammála Þessu er Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, ekki sammála. Hann hefur stungið niður penna og varið vaxtahækkunina í aðsendri grein hér á Vísi. „Bankar starfa ekki í tómarúmi. Þeir mótast um margt af því umhverfi sem þeir starfa í. Bankar eiga ekki þá fjármuni sem þeir lána nema að litlu leyti. Meginhlutverk okkar sem störfum í bönkunum er í raun að miðla fjármunum annarra, þ.e. taka við sparifé og miðla því áfram til þeirra sem vilja eða þurfa lánsfé til að fjárfesta; hvort sem það er til einstaklinga sem fjárfesta í íbúðarhúsnæði eða fyrirtækja sem vilja efla starfsemi sína. Miklu skiptir að við förum vel með þá fjármuni sem fólk, fyrirtæki og fjárfestar treysta okkur fyrir.“ Það fjármagn sem bankar fái að láni til að miðla áfram komi fyrst og fremst til þeirra í formi innlána og í gegnum skuldabréfaútgáfu þeirra, bæði hér á landi, þar sem lífeyrissjóðir séu stærstu kaupendur, og erlendis. „Og af þessum lánum borgum við vexti. Munurinn á þeim vöxtum, sem við borgum og þeim vöxtum sem við leggjum á okkar útlán, kallast vaxtamunur og er megintekjustoð banka.“ Búist við hjöðnun verðbólgu en ekki lækkun stýrivaxta Benedikt segir að þegar skuldabréfamarkaður sé skoðaður blasi við nokkuð óvenjulegar aðstæður þar sem væntingar til verðbólgu annars vegar og vaxta hins vegar eru ólíkar. Síðastliðinn mánuð hafi væntingar markaðarins til verðbólgu til skemmri tíma verið á þann veg að hún muni lækka en nær engar væntingar séu um að stýrivextir lækki í bráð. Þessar ólíku væntingar til vaxta og verðbólgu leiði til þess að kostnaður bankanna við útgáfu verðtryggðra skuldabréfa til skamms tíma, helstu fjármögnunarleiðar bankanna þegar kemur að verðtryggðum íbúðalánum, hafi hækkað umtalsvert. „Það er einfaldlega svo að þegar stýrivextir lækka ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækka verðtryggðir vextir. Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána.“ Hægt að græða eitt prósent með einföldu trikki Vegna þessara ólíku væntinga geri fjárfestar skuldabréfa í dag kröfu um fimm prósent vexti ofan á verðbætur fyrir það lánsfé sem þeir veita bönkunum í gegnum skuldabréfamarkaðinn; lánsfé sem bankarnir nota til að veita verðtryggð íbúðalán með breytilegum vöxtum. „Þannig væri í dag hægt að taka íbúðalán hjá banka og nota það til að kaupa skuldabréf útgefið af sama banka, nú eða ríkisskuldabréf, og hagnast yfir 1% á ári. Ef við tökum dæmi til einföldunar þá væri þetta eins og ef bakari seldi brauðið ódýrar en hveitið sem þarf til að búa það til, sem auðvitað gengur ekki til lengdar.“ Hæstu vextir í hinum vestræna heimi? Benedikt segir að stýrivextir Seðlabankans hafi nokkuð afgerandi áhrif á vexti óverðtryggðra innlána og útlána. Ef horft er til innlána þá séu vextir þeirra líklega með því hæsta sem gerist í heiminum í dag, vegna hárra stýrivaxta og harðrar samkeppni á innlánamarkaði. Nýir aðilar á bankamarkaði, sem ekki sinni hinu hefðbundna hlutverki banka sem milliliðir heldur leggja innlánin að mestu inn hjá Seðlabankanum, hafi boðið kjör sem slaga hátt upp í stýrivexti, fjármagnseigendum til góða. Hefðbundnari bankar hafi eðlilega þurft að verja sína mikilvægustu fjármögnunarleið og því fylgt fast á eftir og boðið viðskiptavinum sínum hærri vexti á innlán. Í dag sé Arion að borga hátt í átta prósent vexti fyrir óbundin óverðtryggð innlán sem gegni mikilvægu hlutverki í fjármögnun þeirra íbúðalána sem bankinn veitir, bæði verðtryggðra og óverðtryggðra. Stýrivextir þurfi að lækka Benedikt segir markmiðið með grein sinni vera að benda á að bankar verði að bregðast við breytingum í umhverfinu. Vegna aðgerða Seðlabankans séu vextir hér á landi háir og fjármögnun dýr og bankinn hafi þurft að bregðast við því. Eftirlitsaðilar, lánshæfismatsfyrirtæki og fjármögnunaraðilar horfi til bankans og neikvæður viðsnúningur í starfsemi hans gæti fljótt haft neikvæð áhrif á aðgengi hans að lánsfé og keyrt upp fjármögnunarkostnað sem á endanum myndi bitna harðast á viðskiptavinum bankans. „Ég vonast til þess að væntingar um þróun verðbólgu og vaxta verði samstiga á næstunni og að vaxtastig hér á landi lækki því þá skapast forsendur til að lækka vexti íbúðalána aftur. Þegar það gerist munum við, eins og í dag, verðleggja brauðið í samræmi við hveitið.“
Arion banki Fjármálafyrirtæki Neytendur Seðlabankinn Mest lesið Spyr hvort Ísland vilji vera miðpunktur eða eftirbátur annarra Viðskipti innlent Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Samstarf Met mæting í Klinkuboð Samstarf Alls hlutu 130 viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í dag Viðskipti innlent Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Neytendur Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri og fleiri til Betri samgangna Viðskipti innlent Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Atvinnulíf Ferðaþjónusturisi kaupir Fjaðrárgljúfur Viðskipti innlent Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja fullyrðingar borgarfulltrúa um Carbfix ekki standast Spyr hvort Ísland vilji vera miðpunktur eða eftirbátur annarra Alls hlutu 130 viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í dag Fyrrverandi fréttastjóri og fleiri til Betri samgangna Ferðaþjónusturisi kaupir Fjaðrárgljúfur Fyrsta fatalínan í sögu Ikea mætt til landsins Ísleifur tekur við sem forstöðumaður hjá VÍS Taka flugið til Tyrklands Aflýsa flugi til og frá Orlando Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir Már nýr meðeigandi hjá Athygli Ríkið gæti niðurgreitt losun flugfélaganna um þrjá milljarða Oculis á mikilli siglingu og Kauphöllin iðagræn Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Sjarminn af sérverslun lifi góðu lífi Alma til Pipars\TBWA Uppsagnir hjá Veitum Auglýsingastofurnar finna fyrir samdrætti Bankarnir verði að lækka vexti jafnhratt og þeir hækkuðu Landsbankinn rekur lestina og lækkar vexti Loks opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán Bogi og Linda kaupa af Heimum fyrir milljarða Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Bein útsending: Viðtöl við sérfræðinga um mannauðsmál Uppreisnarleiðtogi snýr heim og tekur við rekstri Hríseyjarbúðarinnar Sýna áhuga á eignum Skagans 3X Indó lækkar líka vexti Íslandsbanki bregst sömuleiðis við stýrivaxtalækkuninni Arion fyrstur til að tilkynna lækkun Engar hópuppsagnir í september Sjá meira