„Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2024 10:01 Sölvi Geir hefur háð marga baráttuna við KR-inga undanfarin ár. Vísir/Samsett Boltinn fer að rúlla á ný í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Íslandsmeistarar Víkings heimsækja KR. Gestirnir verða þó án þjálfara síns, sem er enn í leikbanni. Áfram mun Sölvi Geir Ottesen halda í stjórnartaumana. Sölvi Geir kom til Íslands á þriðjudag eftir að hafa fylgt A-landsliðinu í leik þess í Tyrklandi. Hann er ef til vill sá maður sem vakti mesta athygli í nýafstöðnu landsleikjahléi en föst leikatriði, sem eru á hans könnu, skiluðu Íslandi öllum þremur mörkum þess í leikjunum tveimur við Svartfjallaland og Tyrkland. Sölvi getur þó lítið staldrað við það. Hann hefur sinnt æfingum Víkinga ásamt Arnari Gunnlaugssyni og öðrum í þjálfarateyminu síðustu daga. Víkingar fengu kærkomið frí á meðan landsleikjahléinu stóð eftir mikið álag vikurnar á undan þar sem Evrópuleikir og ferðalögin sem því fylgdu voru vikuleg samhliða keppni í Bestu deildinni. Menn eru spenntir fyrir því að komast aftur á völlinn en áfram verða Víkingar í fríi frá þjálfaranum Arnari, sem tekur út síðasta leik sinn í þriggja leikja banni. „Ég er kominn með smá reynslu af því að stýra liðinu, þetta er farið að verða heilt tímabil örugglega núna,“ segir Sölvi léttur. „En það er alltaf gaman að vera á hliðarlínunni og heiður að fá að vera á hliðarlínunni. Þá er maður nær leiknum.“ Gaman að takast á við Óskar Nokkrir hatrammir bardagar hafa verið háðir milli liðanna, til að mynda þegar þeim Kára Árnasyni, Halldóri Smára Sigurðarsyni og Sölva sjálfum var öllum vísað í sturtu með beint rautt spjald sumarið 2020. Árið eftir sauð allt upp úr undir lok leiks þar sem Kjartan Henry Finnbogason fékk reisupassann og í kjölfarið þriggja leikja bann. Óskar Hrafn Þorvaldsson er tekinn við í Vesturbæ.Vísir/Viktor Freyr Víkingar hafa hins vegar haft góð tök á Vesturbæingum allra síðustu ár og verður fróðlegt að sjá hvort nýr þjálfari KR, Óskar Hrafn Þorvaldsson, getur eitthvað gert til að breyta því. „Fyrir mér er KR alltaf KR. Mig langar alltaf jafn mikið að vinna KR-inga. Ég býst við hörkuleik. Óskar er kominn inn í þetta og er að reyna að koma sinni hugmyndafræði og fótbolta inn í KR-inga. Það sést aðeins en tekur sinn tíma fyrir nýjan þjálfara að koma því inn,“ segir Sölvi og bætir við: „Maður er farinn að sjá smá handbragð Óskars á KR og okkur hlakkar til að mæta þeim.“ Arnar hugsað sinn gang í skammarkróknum Arnar hefur ekki fengið að stýra Víkingum í rúman mánuð, frá því gegn Vestra 11. ágúst þar sem hann fékk að líta rautt spjald og var í kjölfarið dæmdur í þriggja leikja bann.vísir/Diego En er Sölvi ekkert farinn að sakna þess að hafa Arnar með sér á hliðarlínunni? „Það verður mjög gott að fá Arnar aftur á hliðarlínuna. Við erum náttúrulega bara eitt teymi og viljum hafa allt teymið í kringum okkur. Sama hvort það eru leikmenn eða þjálfarar, við viljum allir vera saman í þessu. Það verður gott að fá Arnar til baka.“ Og halda aftur af honum svo hann fari ekki aftur í bann? „Já, já. Hann hlýtur að vera búinn að læra af þessu núna. Hann er búinn að fá nokkra leiki til að hugsa sinn gang,“ segir Sölvi hlægjandi að lokum. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira
Sölvi Geir kom til Íslands á þriðjudag eftir að hafa fylgt A-landsliðinu í leik þess í Tyrklandi. Hann er ef til vill sá maður sem vakti mesta athygli í nýafstöðnu landsleikjahléi en föst leikatriði, sem eru á hans könnu, skiluðu Íslandi öllum þremur mörkum þess í leikjunum tveimur við Svartfjallaland og Tyrkland. Sölvi getur þó lítið staldrað við það. Hann hefur sinnt æfingum Víkinga ásamt Arnari Gunnlaugssyni og öðrum í þjálfarateyminu síðustu daga. Víkingar fengu kærkomið frí á meðan landsleikjahléinu stóð eftir mikið álag vikurnar á undan þar sem Evrópuleikir og ferðalögin sem því fylgdu voru vikuleg samhliða keppni í Bestu deildinni. Menn eru spenntir fyrir því að komast aftur á völlinn en áfram verða Víkingar í fríi frá þjálfaranum Arnari, sem tekur út síðasta leik sinn í þriggja leikja banni. „Ég er kominn með smá reynslu af því að stýra liðinu, þetta er farið að verða heilt tímabil örugglega núna,“ segir Sölvi léttur. „En það er alltaf gaman að vera á hliðarlínunni og heiður að fá að vera á hliðarlínunni. Þá er maður nær leiknum.“ Gaman að takast á við Óskar Nokkrir hatrammir bardagar hafa verið háðir milli liðanna, til að mynda þegar þeim Kára Árnasyni, Halldóri Smára Sigurðarsyni og Sölva sjálfum var öllum vísað í sturtu með beint rautt spjald sumarið 2020. Árið eftir sauð allt upp úr undir lok leiks þar sem Kjartan Henry Finnbogason fékk reisupassann og í kjölfarið þriggja leikja bann. Óskar Hrafn Þorvaldsson er tekinn við í Vesturbæ.Vísir/Viktor Freyr Víkingar hafa hins vegar haft góð tök á Vesturbæingum allra síðustu ár og verður fróðlegt að sjá hvort nýr þjálfari KR, Óskar Hrafn Þorvaldsson, getur eitthvað gert til að breyta því. „Fyrir mér er KR alltaf KR. Mig langar alltaf jafn mikið að vinna KR-inga. Ég býst við hörkuleik. Óskar er kominn inn í þetta og er að reyna að koma sinni hugmyndafræði og fótbolta inn í KR-inga. Það sést aðeins en tekur sinn tíma fyrir nýjan þjálfara að koma því inn,“ segir Sölvi og bætir við: „Maður er farinn að sjá smá handbragð Óskars á KR og okkur hlakkar til að mæta þeim.“ Arnar hugsað sinn gang í skammarkróknum Arnar hefur ekki fengið að stýra Víkingum í rúman mánuð, frá því gegn Vestra 11. ágúst þar sem hann fékk að líta rautt spjald og var í kjölfarið dæmdur í þriggja leikja bann.vísir/Diego En er Sölvi ekkert farinn að sakna þess að hafa Arnar með sér á hliðarlínunni? „Það verður mjög gott að fá Arnar aftur á hliðarlínuna. Við erum náttúrulega bara eitt teymi og viljum hafa allt teymið í kringum okkur. Sama hvort það eru leikmenn eða þjálfarar, við viljum allir vera saman í þessu. Það verður gott að fá Arnar til baka.“ Og halda aftur af honum svo hann fari ekki aftur í bann? „Já, já. Hann hlýtur að vera búinn að læra af þessu núna. Hann er búinn að fá nokkra leiki til að hugsa sinn gang,“ segir Sölvi hlægjandi að lokum. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira