„Í versta falli fer allt til fjandans, svo kemur nýr dagur“ Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2024 08:01 Þórir Hergeirsson mun láta af störfum sem landsliðsþjálfari Noregs undir lok þessa árs. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari hins sigursæla norska kvennalandsliðs í handbolta, lætur af störfum undir lok þessa árs eftir komandi Evrópumót. Greint er frá starfslokum Þóris með góðum fyrirvera og þegar enn er hægt að bæta medalíum við í safnið. Íslendingurinn er ekki hræddur um að það fari öfugt í leikmenn liðsins. Í versta falli fari allt til fjandans. En svo komi nýr dagur. Þórir geindi frá ákvörðun sinni fyrr í vikunni og er því fimmtán ára sigursæl landsliðsþjálfaratíð hans, sem státar af tíu gullverðlaunum á stórmótum, að fara líða undir lok. Þórir mun þó ekki láta af störfum fyrr en eftir komandi Evrópumót undir lok þessa árs. Minna er um það að þjálfari gefi það út að hann sé að fara láta af störfum fyrir stórmót og með svona góðum fyrirvara líkt og Þórir er að gera. Einhverjir telja að það geti gefi leikmönnum aukinn kraft til þess að sækja til sigurs í móti í síðasta sinn fyrir þjálfara sinn en dæmi eru um að það gangi ekki eftir. Nærtækasta dæmið er brotthvarf Þjóðverjans Jurgen Klopp úr knattspyrnustjórastól enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool sem greint var frá með góðum fyrirvara. Þarf ekki að mála fjandann á vegginn Þórir hefur engar þó áhyggjur af því að leikmenn norska landsliðsins fari í baklás og nái ekki fram sinni bestu frammistöðu á komandi Evrópumóti með brotthvarf Íslendingsins hangandi yfir sér. „Í versta falli fer þetta allt til fjandans,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Lífið heldur áfram. Það kemur nýr dagur. Það koma jól í desember. Það kemur nýtt ár. Árið 2025. Maður þarf ekki að mála fjandann á vegginn. Ég er ekki hræddur um það (að norska landsliðið nái ekki sömu hæðum og áður á komandi Evrópumóti). Auðvitað getur EM farið á alla vegu. Það getur farið þannig að við séum að slást um verðlaun en það getur líka farið þannig að við spilum ekki um verðlaun. Það er er bara eins og þetta hefur alltaf verið. Af því að það er mjög professional fólk í þessu með mér. Bæði leikmenn og teymið í kringum mig. Þá höfum við bara metnað í að gera eins vel og við getum á meðan að við fáum leyfi til þess að bera norska fánann á brjóstinu. Vera fulltrúar Noregs. Það leggjast allir á eitt í því. Ég er ekki mikið að velta því fyrir mér. Í versta falli fer þetta til fjandans. En okey. Svo kemur nýr dagur.“ Íslendingar erlendis Noregur Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Þórir geindi frá ákvörðun sinni fyrr í vikunni og er því fimmtán ára sigursæl landsliðsþjálfaratíð hans, sem státar af tíu gullverðlaunum á stórmótum, að fara líða undir lok. Þórir mun þó ekki láta af störfum fyrr en eftir komandi Evrópumót undir lok þessa árs. Minna er um það að þjálfari gefi það út að hann sé að fara láta af störfum fyrir stórmót og með svona góðum fyrirvara líkt og Þórir er að gera. Einhverjir telja að það geti gefi leikmönnum aukinn kraft til þess að sækja til sigurs í móti í síðasta sinn fyrir þjálfara sinn en dæmi eru um að það gangi ekki eftir. Nærtækasta dæmið er brotthvarf Þjóðverjans Jurgen Klopp úr knattspyrnustjórastól enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool sem greint var frá með góðum fyrirvara. Þarf ekki að mála fjandann á vegginn Þórir hefur engar þó áhyggjur af því að leikmenn norska landsliðsins fari í baklás og nái ekki fram sinni bestu frammistöðu á komandi Evrópumóti með brotthvarf Íslendingsins hangandi yfir sér. „Í versta falli fer þetta allt til fjandans,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Lífið heldur áfram. Það kemur nýr dagur. Það koma jól í desember. Það kemur nýtt ár. Árið 2025. Maður þarf ekki að mála fjandann á vegginn. Ég er ekki hræddur um það (að norska landsliðið nái ekki sömu hæðum og áður á komandi Evrópumóti). Auðvitað getur EM farið á alla vegu. Það getur farið þannig að við séum að slást um verðlaun en það getur líka farið þannig að við spilum ekki um verðlaun. Það er er bara eins og þetta hefur alltaf verið. Af því að það er mjög professional fólk í þessu með mér. Bæði leikmenn og teymið í kringum mig. Þá höfum við bara metnað í að gera eins vel og við getum á meðan að við fáum leyfi til þess að bera norska fánann á brjóstinu. Vera fulltrúar Noregs. Það leggjast allir á eitt í því. Ég er ekki mikið að velta því fyrir mér. Í versta falli fer þetta til fjandans. En okey. Svo kemur nýr dagur.“
Íslendingar erlendis Noregur Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira