Bjarkey undir árvökulu auga þungavigtar Sjálfstæðisflokks Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2024 14:12 Ef Bjarkey vill koma einhverjum breytingum á í matvælaráðuneytinu er við þá þessa þrjá að eiga: Teitur Björn, Óli Björn og Jón Gunnarsson munu vera þar fastir fyrir. vísir/vilhelm Athyglisverðar mannabreytingar eru í nefndum Alþingis. Vart verður hjá því komist telja Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra sérstaklega útsetta fyrir því að fá þungavigtaraðhald frá sínu eigin fólki í stjórnarliðinu. Nefndarbreytingar sem vekja sérstaka athygli á þeim kosningavetri sem nú fer í hönd. Vísir fór sérstaklega yfir helstu breytingar í gær. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mun taka við formennsku í fjárlaganefnd þingsins og Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins, í utanríkismálanefnd. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verður nýr formaður efnahags og viðskiptanefndar. Teitur Björn, Óli og Jón saman í nefnd Það sem ekki síst vekur athygli eru sviptingar í atvinnuveganefnd. Eins og nafnið gefur til kynna er þar fjallað um mál sem heyra undir Bjarkey matvælaráðherra. Í fyrra stóð þáverandi matvælaráðherra, nú innviðaráðherra, Svandís Svavarsdóttir í ströngu varðandi hvalveiðimálið svokallaða. Sjálfstæðisflokkurinn skalf og nötraði og skildu margir í Sjálfstæðisflokknum ekki hvernig flokkurinn gat verið í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græn sem setti fótinn fyrir hvalveiðar. Breytingar á nefndinni eru þær að Teitur Björn Einarsson verður nú annar varaformaður atvinnuveganefndar en Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki verður eftir sem áður formaður. Þá tekur Jón Gunnarsson sæti sem aðalmaður og fyrir er Óli Björn Kárason. Talað var um þessa þrjá sem órólegu deildina í Sjálfstæðisflokknum þegar hvalveiðiumræðan stóð sem hæst. Nú liggur sem sagt fyrir að þungavigtin í flokknum mun hafa vakandi auga með öllu því sem Bjarkey býður upp á. Erindisleysa Vinstri grænna í matvælaráðuneytið Vísir hefur rætt við þingmenn um þessa tilfærslu á nefndarmönnum og þeir eru sannfærðir um að þetta sé engin tilviljun. „Sjálfstæðisflokkurinn er að plaffa þeim inn til að gulltryggja að engar breytingar verði á fiskveiðistjórnuninni og lagareldinu,“ segir til að mynda Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar í samtali við blaðamann Vísis. Jóhann Páll skilur ekki hvað Vinstri græn eru að vilja í matvælaráðuneytið.vísir/vilhelm Jóhann Páll furðar sig reyndar á „erindisleysu Vinstri grænna í matvælaráðuneytið“ og nefnir sem dæmi hina yfirgripsmiklu nefnd sem Svandís skipaði með viðhöfn en ekkert hafi komið út úr. Hann er ekki viss um að það þurfi yfir höfuð að hafa sérstakt auga með Bjarkey og þylur upp dæmi: Lagareldisfrumvarpið, til að mynda, sem Bjarkey kom fram með í apríl hafi ekki komist í gegn og þar muni eftir sem áður ríkja villta vestrið. Og það passar, Bjarkey hefur tilkynnt að ekkert verði úr því að frumvarpið verði lagt fram því ekki hafi náðst samstaða um það. Alþingi Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Sjá meira
Nefndarbreytingar sem vekja sérstaka athygli á þeim kosningavetri sem nú fer í hönd. Vísir fór sérstaklega yfir helstu breytingar í gær. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mun taka við formennsku í fjárlaganefnd þingsins og Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins, í utanríkismálanefnd. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verður nýr formaður efnahags og viðskiptanefndar. Teitur Björn, Óli og Jón saman í nefnd Það sem ekki síst vekur athygli eru sviptingar í atvinnuveganefnd. Eins og nafnið gefur til kynna er þar fjallað um mál sem heyra undir Bjarkey matvælaráðherra. Í fyrra stóð þáverandi matvælaráðherra, nú innviðaráðherra, Svandís Svavarsdóttir í ströngu varðandi hvalveiðimálið svokallaða. Sjálfstæðisflokkurinn skalf og nötraði og skildu margir í Sjálfstæðisflokknum ekki hvernig flokkurinn gat verið í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græn sem setti fótinn fyrir hvalveiðar. Breytingar á nefndinni eru þær að Teitur Björn Einarsson verður nú annar varaformaður atvinnuveganefndar en Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki verður eftir sem áður formaður. Þá tekur Jón Gunnarsson sæti sem aðalmaður og fyrir er Óli Björn Kárason. Talað var um þessa þrjá sem órólegu deildina í Sjálfstæðisflokknum þegar hvalveiðiumræðan stóð sem hæst. Nú liggur sem sagt fyrir að þungavigtin í flokknum mun hafa vakandi auga með öllu því sem Bjarkey býður upp á. Erindisleysa Vinstri grænna í matvælaráðuneytið Vísir hefur rætt við þingmenn um þessa tilfærslu á nefndarmönnum og þeir eru sannfærðir um að þetta sé engin tilviljun. „Sjálfstæðisflokkurinn er að plaffa þeim inn til að gulltryggja að engar breytingar verði á fiskveiðistjórnuninni og lagareldinu,“ segir til að mynda Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar í samtali við blaðamann Vísis. Jóhann Páll skilur ekki hvað Vinstri græn eru að vilja í matvælaráðuneytið.vísir/vilhelm Jóhann Páll furðar sig reyndar á „erindisleysu Vinstri grænna í matvælaráðuneytið“ og nefnir sem dæmi hina yfirgripsmiklu nefnd sem Svandís skipaði með viðhöfn en ekkert hafi komið út úr. Hann er ekki viss um að það þurfi yfir höfuð að hafa sérstakt auga með Bjarkey og þylur upp dæmi: Lagareldisfrumvarpið, til að mynda, sem Bjarkey kom fram með í apríl hafi ekki komist í gegn og þar muni eftir sem áður ríkja villta vestrið. Og það passar, Bjarkey hefur tilkynnt að ekkert verði úr því að frumvarpið verði lagt fram því ekki hafi náðst samstaða um það.
Alþingi Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Sjá meira