Uppgjörið: KA - Haukar 26-34 | Stórsigur gestanna á Akureyri Árni Gísli Magnússon skrifar 12. september 2024 20:40 Haukar fóru létt með KA. vísir/Diego Haukar unnu öruggan átta marka sigur á KA norðan heiða í kvöld í annarri umferð Olís deildar karla í handbolta. Lokatölur 26-34 og sigurinn í raun aldrei í hættu. KA menn skoruðu fyrsta mark leiksins en Haukar tóku fljótlega völdin á vellinum og voru komnir fjórum mörkum yfir, 4-8, eftir tíu mínútna leik en þá tók Hallór Stefán, þjálfari KA, leikhlé til að skerpa á leik sinna manna. Það virtist ekki skila miklu og héldu Haukar áfram að finna sér leiðir í gegnum götótta vörn heimamanna og náðu mest sjö marka forystu, 11-18, þegar 25 mínútur voru liðnar. KA náði frábæru áhlaupi síðustu mínútur fyrri hálfleiks og skoruðu fimm síðustu mörkin sem þýddi að Haukar höfðu einungis tveggja marka forystu inni í síðari hálfleik. Skarphéðinn Ívar Einarsson reyndist sínum gömlu félögum erfiður og skoraði fimm mörk í hálfleiknum. Fyrsta varða skotið hjá KA kom eftir rúmar 18 mínútur og voru þau einungis þrjú í hálfleiknum og munar um minna. KA náði ekki að halda áhlapi sínu gangandi í upphafi síðari hálfleiks en Hergeir Grímsson batt enda á markaþurrð Hauka með marki strax úr fyrstu sókn og þá var ekki aftur litið Haukar rúlluðu vel á liði sínu og fengu mörk allsstaðar af vellinum. Munurinn var fljótlega kominn í fimm mörk og náðu KA menn aldrei að gera almennilega atlögu að því að fá eitthvað út úr leiknum og fóru gestirnir að lokum með átta marka sigur af hólmi. Lokatöur 26-34. Atvik leiksins Ætli það sé ekki bara þegar Skarphéðinn Ívar skoraði sitt áttunda og síðasta mark í kvöld með algjörri neglu upp í fjærhornið og kórónaði flottan leik á sínum gamla heimavelli. Stjörnur og skúrkar Skarphéðinn Ívar Einarsson var atkvæðamestur með 8 mörk úr 12 skotum og þá var Össur Haraldsson frábær í horninu með 6 mörk úr 7 skotum. Aron Rafn Eðvarsson átti góða innkomu í markið og varði sjö bolta, þar af tvö víti, sem gerir tæplega 39% markvörslu. Hjá KA var Dagur Árni Heimisson allt í öllu og skoraði 9 mörk úr 10 skotum. Einar Birgir Stefánsson var atkvæðamikill á línunni og skoraði 6 mörk úr 9 skotum. Markmenn KA áttu ekki góðan dag og vörðu einungis þrjá bolta í fyrri hálfleik. Bruno Bernat óx þó ásmegin eftir því sem leið á leikinn og endaði með 9 varða bolta. Einar Rafn Eiðsson átti alls ekki góðan dag og endaði með tvö mörk úr sjö skotum en hann verður að eiga betri leik gegn liði eins og Haukum ef KA ætlar sér eitthvað úr leiknum. Þá set ég stórt spurningamerki við við erlendan leikmann KA, Marcus Rettel, sem spilaði í hægra horni og skyttu hluta leiks og virkaði alls ekki sannfærandi. Dómararnir Mér fannst þeir Árni Snær og Þorleifur Árni eiga flottan leik í dag og lítið út á þá hægt að setja. Stemmning og umgjörð Það eru alltaf mikil læti og stemning í KA heimilinu þegar handboltaleikir fara fram og kvöldið í kvöld var engin undantekning, enda KA – Haukar alltaf klassískir leikir á gula og blá dúknum. Umgjörðin góð og hamborgararnir voru á tilboði aldarinnar að mér sýndist. „Vinnur enginn neitt í september” Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sitt lið eftir öruggan átta marka sigur gegn KA fyrir norðan í kvöld, lokatölur 26-34.vísir / pawel Hvernig líður með að hafa komið norður og náð í bæði stigin? „Ég er bara eðlilega í skýjunum með það, mjög ánægður með það, ánægður með mitt lið og fannst við svona vera betri aðilinn allan leikinn. Það er svona þessi kafli þarna undir lok fyrri hálfleiks, síðustu fimm mínúturnar, við erum fjórir á sex bara þetta kjaftæði skilurðu, við bara díluðum illa við þetta þannig ég var ekkert rosa kátur með þá í hálfleik en mér fannst við bara spila mjög fagmannlega í seinni hálfleiknum og gerðum þetta bara vel.” Haukar virtust eiga svör við öllu sem KA reyndi í leiknum. „Kannski ekkert rosa margt sem kom okkur á óvart. Ekki það ég var hundóánægður með allskonar mörk í fyrri hálfleik, mér fannst það ódýr mörk þar sem við hefðum getað gert enn þá betur en við náðum að rúlla þessu bara sæmilega, vorum kannski aðeins ferskari líka þarna í lokin og náðum að sigla þessu þægilega heim.” Skarphéðinn Ívar Einarsson átti frábæra endurkomu í KA heimilið eftir vistarskiptin til Hauka í sumar og skoraði 8 mörk úr 12 skotum. Ásgeir gat ekki annað en verið ánægður með hann í kvöld. „Bara frábær, voru þetta ekki einhver fimm mörk á fyrsta kortérinu? Það var allt inni og voru augljóslega tilfinningar í þessu hjá honum að spila aftur hérna en þetta er bara mjög eðlilegt framhald af því sem hann hefur verið að gera og bara gaman að sjá hann.” „Frábær og ég er rosa ánægður með hann, er að koma vel inn í hópinn og hentar okkur mjög vel en hann á rosalega margt eftir og á eftir að læra rosalega margt en hann er á góðri leið.” Haukar hafa unnið fyrstu tvo leiki mótsins og hlýtur Ásgeir að vera ánægður með byrjunina. „Ég er það að sjálfsögðu, mér finnst svona spilamennskan hjá okkur vera solid og tveir leikir eru ekki neitt og það vinnur enginn neitt september og allt þetta, það er rosalega mikið eftir, en hingað til erum við bara á fínum stað.” Allir boltar inn í markið upplifunin” Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, var ekki nægilega sáttur við spilamennskuna eftir átta marka tap gegn Haukum á heimavelli í annarri umferð Olís deildar karla í handbolta.KA „Í fyrri hálfleiknum er bara ekki varinn bolti í markinu hjá okkur, því miður, og sjálfsögðu varnarleikurinn svo sem bara eftir því en við komum frábærlega til baka í lok fyrri og erum komnir tveimur mörkum undir í hálfleik og erum með alla möguleika þegar við komum inn í seinni hálfleik svo í rauninni heldur það áfram, förum aðeins að hökta sóknarlega og þá er svo sem áfram bara hinu megin, vantar upp á vörnina og allir boltar inn í markið einhvernveginn upplifunin.” Eins og Halldór kemur inn á varnarleikur og markvarsla liðsins ekki góð og virtist liðið ekki geta átt tvær góðar varnir í röð. „Akkúrat, náum aldrei að tengja varnir og þetta er svona týpískt, okkur fannst uppstilltur varnarleikur í síðasta leik bara þolanlegur og sóknarleikurinn hörmung, svo komum við í þennan leik og þá er sóknarleikurinn mikið betri en varnarleikurinn hörmung, þetta er svona týpískt. Við þurfum bara að skoða þetta áfram, bara partur af þessu, bara áfram gakk.” Skarphéðinn Ívar Einarsson skipti yfir til Hauka frá KA fyrir tímabilið og réðu KA menn illa við hann í dag og endaði Skarphéðinn með átta mörk. „Ég meina hann er náttúrulega bara frábær leikmaður og við misstum stóran bita þar, ekki spurning, og ég óska honum bara alls hins besta enda frábær strákur, hann þarf kannski ekki að spila alveg svona vel á móti okkur”, sagði Halldór léttur. Bjarni Ófeigur Valdimarsson, nýr leikmaður KA, er að koma til baka eftir meiðsli og kom inn á til að taka þrjú víti í fyrri hálfleik. „Staðan er bara fín. Hann er bara í endurhæfingaferli að vinna í sínum bata og rosalega erfitt að segja nákvæmlega til um hvenær hann er klár en vonandi sem fyrst en það er náttúrulega klárt að þegar hann kemur inn á völlinn þarf að trappa hann hægt og rólega, hann er ekki að koma inn á til að spila 60 mínútur í leik. Vonandi bara styttist í hann en erfitt að segja nákvæmlega hvenær.” KA mætir Aftureldingu í Mosfellsbæ næstkomandi föstudag og vonast Halldór eftir stuðningi enda stór helgi framundan fyrir KA í fótboltanum. „Alvöru leikur og alvöru helgi, náttúrulega bikarúrslitaleikur í fótboltanum og við ætlum að fjölmenna þar þannig við ætlum að hafa með okkur tvö stig á bikarúrslitaleikinn til að fullkomna þessa helgi þannig að við erum bara að undirbúa okkur og halda áfram. Það er mikið af mönnum sem vantar í dag sem við fáum vonandi inn í næstu viku og við þurfum að fá heilsteyptari frammistöðu til að eiga séns.” Olís-deild karla KA Haukar
Haukar unnu öruggan átta marka sigur á KA norðan heiða í kvöld í annarri umferð Olís deildar karla í handbolta. Lokatölur 26-34 og sigurinn í raun aldrei í hættu. KA menn skoruðu fyrsta mark leiksins en Haukar tóku fljótlega völdin á vellinum og voru komnir fjórum mörkum yfir, 4-8, eftir tíu mínútna leik en þá tók Hallór Stefán, þjálfari KA, leikhlé til að skerpa á leik sinna manna. Það virtist ekki skila miklu og héldu Haukar áfram að finna sér leiðir í gegnum götótta vörn heimamanna og náðu mest sjö marka forystu, 11-18, þegar 25 mínútur voru liðnar. KA náði frábæru áhlaupi síðustu mínútur fyrri hálfleiks og skoruðu fimm síðustu mörkin sem þýddi að Haukar höfðu einungis tveggja marka forystu inni í síðari hálfleik. Skarphéðinn Ívar Einarsson reyndist sínum gömlu félögum erfiður og skoraði fimm mörk í hálfleiknum. Fyrsta varða skotið hjá KA kom eftir rúmar 18 mínútur og voru þau einungis þrjú í hálfleiknum og munar um minna. KA náði ekki að halda áhlapi sínu gangandi í upphafi síðari hálfleiks en Hergeir Grímsson batt enda á markaþurrð Hauka með marki strax úr fyrstu sókn og þá var ekki aftur litið Haukar rúlluðu vel á liði sínu og fengu mörk allsstaðar af vellinum. Munurinn var fljótlega kominn í fimm mörk og náðu KA menn aldrei að gera almennilega atlögu að því að fá eitthvað út úr leiknum og fóru gestirnir að lokum með átta marka sigur af hólmi. Lokatöur 26-34. Atvik leiksins Ætli það sé ekki bara þegar Skarphéðinn Ívar skoraði sitt áttunda og síðasta mark í kvöld með algjörri neglu upp í fjærhornið og kórónaði flottan leik á sínum gamla heimavelli. Stjörnur og skúrkar Skarphéðinn Ívar Einarsson var atkvæðamestur með 8 mörk úr 12 skotum og þá var Össur Haraldsson frábær í horninu með 6 mörk úr 7 skotum. Aron Rafn Eðvarsson átti góða innkomu í markið og varði sjö bolta, þar af tvö víti, sem gerir tæplega 39% markvörslu. Hjá KA var Dagur Árni Heimisson allt í öllu og skoraði 9 mörk úr 10 skotum. Einar Birgir Stefánsson var atkvæðamikill á línunni og skoraði 6 mörk úr 9 skotum. Markmenn KA áttu ekki góðan dag og vörðu einungis þrjá bolta í fyrri hálfleik. Bruno Bernat óx þó ásmegin eftir því sem leið á leikinn og endaði með 9 varða bolta. Einar Rafn Eiðsson átti alls ekki góðan dag og endaði með tvö mörk úr sjö skotum en hann verður að eiga betri leik gegn liði eins og Haukum ef KA ætlar sér eitthvað úr leiknum. Þá set ég stórt spurningamerki við við erlendan leikmann KA, Marcus Rettel, sem spilaði í hægra horni og skyttu hluta leiks og virkaði alls ekki sannfærandi. Dómararnir Mér fannst þeir Árni Snær og Þorleifur Árni eiga flottan leik í dag og lítið út á þá hægt að setja. Stemmning og umgjörð Það eru alltaf mikil læti og stemning í KA heimilinu þegar handboltaleikir fara fram og kvöldið í kvöld var engin undantekning, enda KA – Haukar alltaf klassískir leikir á gula og blá dúknum. Umgjörðin góð og hamborgararnir voru á tilboði aldarinnar að mér sýndist. „Vinnur enginn neitt í september” Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sitt lið eftir öruggan átta marka sigur gegn KA fyrir norðan í kvöld, lokatölur 26-34.vísir / pawel Hvernig líður með að hafa komið norður og náð í bæði stigin? „Ég er bara eðlilega í skýjunum með það, mjög ánægður með það, ánægður með mitt lið og fannst við svona vera betri aðilinn allan leikinn. Það er svona þessi kafli þarna undir lok fyrri hálfleiks, síðustu fimm mínúturnar, við erum fjórir á sex bara þetta kjaftæði skilurðu, við bara díluðum illa við þetta þannig ég var ekkert rosa kátur með þá í hálfleik en mér fannst við bara spila mjög fagmannlega í seinni hálfleiknum og gerðum þetta bara vel.” Haukar virtust eiga svör við öllu sem KA reyndi í leiknum. „Kannski ekkert rosa margt sem kom okkur á óvart. Ekki það ég var hundóánægður með allskonar mörk í fyrri hálfleik, mér fannst það ódýr mörk þar sem við hefðum getað gert enn þá betur en við náðum að rúlla þessu bara sæmilega, vorum kannski aðeins ferskari líka þarna í lokin og náðum að sigla þessu þægilega heim.” Skarphéðinn Ívar Einarsson átti frábæra endurkomu í KA heimilið eftir vistarskiptin til Hauka í sumar og skoraði 8 mörk úr 12 skotum. Ásgeir gat ekki annað en verið ánægður með hann í kvöld. „Bara frábær, voru þetta ekki einhver fimm mörk á fyrsta kortérinu? Það var allt inni og voru augljóslega tilfinningar í þessu hjá honum að spila aftur hérna en þetta er bara mjög eðlilegt framhald af því sem hann hefur verið að gera og bara gaman að sjá hann.” „Frábær og ég er rosa ánægður með hann, er að koma vel inn í hópinn og hentar okkur mjög vel en hann á rosalega margt eftir og á eftir að læra rosalega margt en hann er á góðri leið.” Haukar hafa unnið fyrstu tvo leiki mótsins og hlýtur Ásgeir að vera ánægður með byrjunina. „Ég er það að sjálfsögðu, mér finnst svona spilamennskan hjá okkur vera solid og tveir leikir eru ekki neitt og það vinnur enginn neitt september og allt þetta, það er rosalega mikið eftir, en hingað til erum við bara á fínum stað.” Allir boltar inn í markið upplifunin” Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, var ekki nægilega sáttur við spilamennskuna eftir átta marka tap gegn Haukum á heimavelli í annarri umferð Olís deildar karla í handbolta.KA „Í fyrri hálfleiknum er bara ekki varinn bolti í markinu hjá okkur, því miður, og sjálfsögðu varnarleikurinn svo sem bara eftir því en við komum frábærlega til baka í lok fyrri og erum komnir tveimur mörkum undir í hálfleik og erum með alla möguleika þegar við komum inn í seinni hálfleik svo í rauninni heldur það áfram, förum aðeins að hökta sóknarlega og þá er svo sem áfram bara hinu megin, vantar upp á vörnina og allir boltar inn í markið einhvernveginn upplifunin.” Eins og Halldór kemur inn á varnarleikur og markvarsla liðsins ekki góð og virtist liðið ekki geta átt tvær góðar varnir í röð. „Akkúrat, náum aldrei að tengja varnir og þetta er svona týpískt, okkur fannst uppstilltur varnarleikur í síðasta leik bara þolanlegur og sóknarleikurinn hörmung, svo komum við í þennan leik og þá er sóknarleikurinn mikið betri en varnarleikurinn hörmung, þetta er svona týpískt. Við þurfum bara að skoða þetta áfram, bara partur af þessu, bara áfram gakk.” Skarphéðinn Ívar Einarsson skipti yfir til Hauka frá KA fyrir tímabilið og réðu KA menn illa við hann í dag og endaði Skarphéðinn með átta mörk. „Ég meina hann er náttúrulega bara frábær leikmaður og við misstum stóran bita þar, ekki spurning, og ég óska honum bara alls hins besta enda frábær strákur, hann þarf kannski ekki að spila alveg svona vel á móti okkur”, sagði Halldór léttur. Bjarni Ófeigur Valdimarsson, nýr leikmaður KA, er að koma til baka eftir meiðsli og kom inn á til að taka þrjú víti í fyrri hálfleik. „Staðan er bara fín. Hann er bara í endurhæfingaferli að vinna í sínum bata og rosalega erfitt að segja nákvæmlega til um hvenær hann er klár en vonandi sem fyrst en það er náttúrulega klárt að þegar hann kemur inn á völlinn þarf að trappa hann hægt og rólega, hann er ekki að koma inn á til að spila 60 mínútur í leik. Vonandi bara styttist í hann en erfitt að segja nákvæmlega hvenær.” KA mætir Aftureldingu í Mosfellsbæ næstkomandi föstudag og vonast Halldór eftir stuðningi enda stór helgi framundan fyrir KA í fótboltanum. „Alvöru leikur og alvöru helgi, náttúrulega bikarúrslitaleikur í fótboltanum og við ætlum að fjölmenna þar þannig við ætlum að hafa með okkur tvö stig á bikarúrslitaleikinn til að fullkomna þessa helgi þannig að við erum bara að undirbúa okkur og halda áfram. Það er mikið af mönnum sem vantar í dag sem við fáum vonandi inn í næstu viku og við þurfum að fá heilsteyptari frammistöðu til að eiga séns.”
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti