Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. september 2024 14:13 Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups fagnar nýrri vefsíðu. Skjáskot/BJARNI Ný vefverslun áfengis opnaði í dag í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingum þess á lýðheilsu eða drykkju í samfélaginu og að Hagkaup sé með ströngustu skilyrðin þegar það kemur að áfengiskaupum hér landi Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að viðbrögðin hafi í raun verið mun betri en þau hjá fyrirtækinu áttu von á. „Þetta fer eiginlega aðeins of bratt af stað því að síðan var eiginlega bara hrunin, hérna eftir tuttugu mínútur. Þannig að álagið á síðuna var mun meira en við áttum von á. Við erum þessa stundina að pumpa í hana lífi,“ sagði hann en vefsíðuna má finna á léninu veigar.eu. Vefsíðan lá aðeins niðri um stutta stund og virkar núna vel. Lögreglurannsókn stendur enn yfir Mikið hefur verið deilt um lögmæti vefverslana áfengis hér á landi. Það hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu í fjögur ár og má vænta niðurstöðu frá lögreglu fljótlega. Vefverslun Hagkaups hefur verið í undirbúningi í um eitt og hálft ár eða síðan að Costco opnaði sambærilega vefsíðu. „Í kjölfar þess kom Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og sagði að þessi tegund verslunar væri lögleg og í framhaldi af því fórum við að vinna okkar heimavinnu, með okkar teymi og okkar lögfræðingum og komumst á endanum að þeirri niðurstöðu að greining Jóns var bara rétt. Við fögnum svo sem bara að lögreglan sé að kíkja á þetta en á sama tíma erum við algjörlega sannfærð um það að þetta sé í fullu samræmi við bæði íslensk og evrópsk lög.“ Á dagskrá hjá þingi Á þingmálaskrá fyrir þingveturinn kemur fram að dómsmálaráðherra stefni á að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum sem heimili rekstur vefverslunar með áfengi í smásölu og tekur af allan vafa um lögmæti starfseminnar. Sigurður fagnar því. „Við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að um sé að ræða netverslun þar sem áfengið er ekki sýnilegt fólki og okkur hefur fundist ákveðinn misskilningur í gangi með það. Viðskiptavinir Hagkaups munu hvergi sjá neitt áfengi eða verða vör við neina breytingu. Við erum með takmarkaðan afgreiðslutíma á áfengi og erum bara með afhendingu til klukkan níu á kvöldin. Við erum með tvöfalda rafræna auðkenningu, bæði við kaup á áfenginu og aftur við afhendingu. Við teljum með því að við séum að sýna ströngustu skilyrði við áfengiskaup sem að eru á Íslandi.“ Hann tekur fram að hann búist ekki við öðru en að aðrar verslanir feti í fótspor Hagkaups. Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Hagar Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að viðbrögðin hafi í raun verið mun betri en þau hjá fyrirtækinu áttu von á. „Þetta fer eiginlega aðeins of bratt af stað því að síðan var eiginlega bara hrunin, hérna eftir tuttugu mínútur. Þannig að álagið á síðuna var mun meira en við áttum von á. Við erum þessa stundina að pumpa í hana lífi,“ sagði hann en vefsíðuna má finna á léninu veigar.eu. Vefsíðan lá aðeins niðri um stutta stund og virkar núna vel. Lögreglurannsókn stendur enn yfir Mikið hefur verið deilt um lögmæti vefverslana áfengis hér á landi. Það hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu í fjögur ár og má vænta niðurstöðu frá lögreglu fljótlega. Vefverslun Hagkaups hefur verið í undirbúningi í um eitt og hálft ár eða síðan að Costco opnaði sambærilega vefsíðu. „Í kjölfar þess kom Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og sagði að þessi tegund verslunar væri lögleg og í framhaldi af því fórum við að vinna okkar heimavinnu, með okkar teymi og okkar lögfræðingum og komumst á endanum að þeirri niðurstöðu að greining Jóns var bara rétt. Við fögnum svo sem bara að lögreglan sé að kíkja á þetta en á sama tíma erum við algjörlega sannfærð um það að þetta sé í fullu samræmi við bæði íslensk og evrópsk lög.“ Á dagskrá hjá þingi Á þingmálaskrá fyrir þingveturinn kemur fram að dómsmálaráðherra stefni á að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum sem heimili rekstur vefverslunar með áfengi í smásölu og tekur af allan vafa um lögmæti starfseminnar. Sigurður fagnar því. „Við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að um sé að ræða netverslun þar sem áfengið er ekki sýnilegt fólki og okkur hefur fundist ákveðinn misskilningur í gangi með það. Viðskiptavinir Hagkaups munu hvergi sjá neitt áfengi eða verða vör við neina breytingu. Við erum með takmarkaðan afgreiðslutíma á áfengi og erum bara með afhendingu til klukkan níu á kvöldin. Við erum með tvöfalda rafræna auðkenningu, bæði við kaup á áfenginu og aftur við afhendingu. Við teljum með því að við séum að sýna ströngustu skilyrði við áfengiskaup sem að eru á Íslandi.“ Hann tekur fram að hann búist ekki við öðru en að aðrar verslanir feti í fótspor Hagkaups.
Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Hagar Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira