Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. september 2024 14:13 Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups fagnar nýrri vefsíðu. Skjáskot/BJARNI Ný vefverslun áfengis opnaði í dag í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingum þess á lýðheilsu eða drykkju í samfélaginu og að Hagkaup sé með ströngustu skilyrðin þegar það kemur að áfengiskaupum hér landi Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að viðbrögðin hafi í raun verið mun betri en þau hjá fyrirtækinu áttu von á. „Þetta fer eiginlega aðeins of bratt af stað því að síðan var eiginlega bara hrunin, hérna eftir tuttugu mínútur. Þannig að álagið á síðuna var mun meira en við áttum von á. Við erum þessa stundina að pumpa í hana lífi,“ sagði hann en vefsíðuna má finna á léninu veigar.eu. Vefsíðan lá aðeins niðri um stutta stund og virkar núna vel. Lögreglurannsókn stendur enn yfir Mikið hefur verið deilt um lögmæti vefverslana áfengis hér á landi. Það hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu í fjögur ár og má vænta niðurstöðu frá lögreglu fljótlega. Vefverslun Hagkaups hefur verið í undirbúningi í um eitt og hálft ár eða síðan að Costco opnaði sambærilega vefsíðu. „Í kjölfar þess kom Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og sagði að þessi tegund verslunar væri lögleg og í framhaldi af því fórum við að vinna okkar heimavinnu, með okkar teymi og okkar lögfræðingum og komumst á endanum að þeirri niðurstöðu að greining Jóns var bara rétt. Við fögnum svo sem bara að lögreglan sé að kíkja á þetta en á sama tíma erum við algjörlega sannfærð um það að þetta sé í fullu samræmi við bæði íslensk og evrópsk lög.“ Á dagskrá hjá þingi Á þingmálaskrá fyrir þingveturinn kemur fram að dómsmálaráðherra stefni á að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum sem heimili rekstur vefverslunar með áfengi í smásölu og tekur af allan vafa um lögmæti starfseminnar. Sigurður fagnar því. „Við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að um sé að ræða netverslun þar sem áfengið er ekki sýnilegt fólki og okkur hefur fundist ákveðinn misskilningur í gangi með það. Viðskiptavinir Hagkaups munu hvergi sjá neitt áfengi eða verða vör við neina breytingu. Við erum með takmarkaðan afgreiðslutíma á áfengi og erum bara með afhendingu til klukkan níu á kvöldin. Við erum með tvöfalda rafræna auðkenningu, bæði við kaup á áfenginu og aftur við afhendingu. Við teljum með því að við séum að sýna ströngustu skilyrði við áfengiskaup sem að eru á Íslandi.“ Hann tekur fram að hann búist ekki við öðru en að aðrar verslanir feti í fótspor Hagkaups. Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Hagar Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að viðbrögðin hafi í raun verið mun betri en þau hjá fyrirtækinu áttu von á. „Þetta fer eiginlega aðeins of bratt af stað því að síðan var eiginlega bara hrunin, hérna eftir tuttugu mínútur. Þannig að álagið á síðuna var mun meira en við áttum von á. Við erum þessa stundina að pumpa í hana lífi,“ sagði hann en vefsíðuna má finna á léninu veigar.eu. Vefsíðan lá aðeins niðri um stutta stund og virkar núna vel. Lögreglurannsókn stendur enn yfir Mikið hefur verið deilt um lögmæti vefverslana áfengis hér á landi. Það hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu í fjögur ár og má vænta niðurstöðu frá lögreglu fljótlega. Vefverslun Hagkaups hefur verið í undirbúningi í um eitt og hálft ár eða síðan að Costco opnaði sambærilega vefsíðu. „Í kjölfar þess kom Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og sagði að þessi tegund verslunar væri lögleg og í framhaldi af því fórum við að vinna okkar heimavinnu, með okkar teymi og okkar lögfræðingum og komumst á endanum að þeirri niðurstöðu að greining Jóns var bara rétt. Við fögnum svo sem bara að lögreglan sé að kíkja á þetta en á sama tíma erum við algjörlega sannfærð um það að þetta sé í fullu samræmi við bæði íslensk og evrópsk lög.“ Á dagskrá hjá þingi Á þingmálaskrá fyrir þingveturinn kemur fram að dómsmálaráðherra stefni á að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum sem heimili rekstur vefverslunar með áfengi í smásölu og tekur af allan vafa um lögmæti starfseminnar. Sigurður fagnar því. „Við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að um sé að ræða netverslun þar sem áfengið er ekki sýnilegt fólki og okkur hefur fundist ákveðinn misskilningur í gangi með það. Viðskiptavinir Hagkaups munu hvergi sjá neitt áfengi eða verða vör við neina breytingu. Við erum með takmarkaðan afgreiðslutíma á áfengi og erum bara með afhendingu til klukkan níu á kvöldin. Við erum með tvöfalda rafræna auðkenningu, bæði við kaup á áfenginu og aftur við afhendingu. Við teljum með því að við séum að sýna ströngustu skilyrði við áfengiskaup sem að eru á Íslandi.“ Hann tekur fram að hann búist ekki við öðru en að aðrar verslanir feti í fótspor Hagkaups.
Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Hagar Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira