Hagkaup hefur áfengissölu í dag Árni Sæberg skrifar 12. september 2024 09:54 Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Vísir/Bjarni Í dag opnar ný vefverslun með áfengi á léninu veigar.eu, í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þeir kaupa aðrar vörur til heimilisins. „Við fögnum því að geta loks boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa þjónustu. Hagkaup hefur alltaf haft hag viðskiptavina að leiðarljósi og verið í fararbroddi þegar kemur að verslunarfrelsi og nýjungum í verslun. Þessi nýja þjónusta er kærkomin viðbót fyrir þann stækkandi hóp sem sækist eftir auknum þægindum og tímasparnaði og getur núna keypt meira til heimilisins í einni ferð,“ er haft eftir Sigurði Reynaldssyni, framkvæmdastjóra Hagkaups, í fréttatilkynningu. Skammur afhendingartími Fyrirkomulag sölu verði á þann hátt að vörur séu keyptar á vefsíðunni veigar.eu með rafrænni auðkenningu til að staðfesta aldur kaupanda. Starfsfólk Hagkaups taki svo til þær vörur og kemur þeim í „Dropp“ box í þjónustuborði verslunarinnar. Sé verslað á tímanum 12 til 21 reikni Hagkaup með stuttum afhendingartíma. Auk þess að geta sótt í Hagkaup Skeifu sé hægt er að velja um afhendingu í Dropp box hringinn í kringum landið en sú afhending taki lengri tíma. Þegar sendingin er sótt þurfi aftur að auðkenna sig til að fá vöruna afhenta Strangar reglur Strangar reglur séu um sölu og framsetningu áfengis á veigar.eu og þannig sé leitast við að stuðla að ábyrgri kauphegðun. Reglurnar eru eftirfarandi: Eingöngu er mögulegt að kaupa áfengi í netverslun veigar.eu eftir rafræna auðkenningu – áfengi verður hvorki til sýnis né í boði í hillum verslana Krafist verður tvöfaldrar auðkenningar með rafrænum skilríkjum til að staðfesta kaup, fyrst við kaup og svo aftur við afhendingu. Auk þess áskilur Hagkaup sér rétt til að fara fram á að viðskiptavinir sýni skilríki þegar vara er sótt á þjónustuborð Hagkaups í Skeifunni - Þetta eru ströngustu skilyrði við áfengiskaup sem tíðkast á Íslandi Afgreiðslutími netverslunar á áfengi er takmarkaður frá 12-21 dag hvern Níunda verslunin Netverslunin Veigar sé níunda netverslunin með áfengi sem starfrækt er á Íslandi og sé að flestu leyti sambærileg öðrum slíkum netverslunum sem starfræktar hafa verið hér um langt árabil og skapað mikilvægt fordæmi í verslun með áfengi hérlendis. Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Hagar Tengdar fréttir Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
„Við fögnum því að geta loks boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa þjónustu. Hagkaup hefur alltaf haft hag viðskiptavina að leiðarljósi og verið í fararbroddi þegar kemur að verslunarfrelsi og nýjungum í verslun. Þessi nýja þjónusta er kærkomin viðbót fyrir þann stækkandi hóp sem sækist eftir auknum þægindum og tímasparnaði og getur núna keypt meira til heimilisins í einni ferð,“ er haft eftir Sigurði Reynaldssyni, framkvæmdastjóra Hagkaups, í fréttatilkynningu. Skammur afhendingartími Fyrirkomulag sölu verði á þann hátt að vörur séu keyptar á vefsíðunni veigar.eu með rafrænni auðkenningu til að staðfesta aldur kaupanda. Starfsfólk Hagkaups taki svo til þær vörur og kemur þeim í „Dropp“ box í þjónustuborði verslunarinnar. Sé verslað á tímanum 12 til 21 reikni Hagkaup með stuttum afhendingartíma. Auk þess að geta sótt í Hagkaup Skeifu sé hægt er að velja um afhendingu í Dropp box hringinn í kringum landið en sú afhending taki lengri tíma. Þegar sendingin er sótt þurfi aftur að auðkenna sig til að fá vöruna afhenta Strangar reglur Strangar reglur séu um sölu og framsetningu áfengis á veigar.eu og þannig sé leitast við að stuðla að ábyrgri kauphegðun. Reglurnar eru eftirfarandi: Eingöngu er mögulegt að kaupa áfengi í netverslun veigar.eu eftir rafræna auðkenningu – áfengi verður hvorki til sýnis né í boði í hillum verslana Krafist verður tvöfaldrar auðkenningar með rafrænum skilríkjum til að staðfesta kaup, fyrst við kaup og svo aftur við afhendingu. Auk þess áskilur Hagkaup sér rétt til að fara fram á að viðskiptavinir sýni skilríki þegar vara er sótt á þjónustuborð Hagkaups í Skeifunni - Þetta eru ströngustu skilyrði við áfengiskaup sem tíðkast á Íslandi Afgreiðslutími netverslunar á áfengi er takmarkaður frá 12-21 dag hvern Níunda verslunin Netverslunin Veigar sé níunda netverslunin með áfengi sem starfrækt er á Íslandi og sé að flestu leyti sambærileg öðrum slíkum netverslunum sem starfræktar hafa verið hér um langt árabil og skapað mikilvægt fordæmi í verslun með áfengi hérlendis.
Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Hagar Tengdar fréttir Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51