Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2024 09:02 Jared Isaacman fyrir utan Dragon-geimfar SpaceX. SpaceX Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu. Uppfært: Geimgöngunni er lokið og gekk allt að óskum. Þegar þetta er skrifað er verið að fylla geimfarið aftur af súrefni. Commander @rookisaacman has egressed Dragon and is going through the first of three suit mobility tests that will test overall hand body control, vertical movement with Skywalker, and foot restraint pic.twitter.com/XATJQhLuIZ— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Geimfarið er á um 25 þúsund kílómetra hraða. Þegar mest var fór geimfarið í um 1.400 kílómetra fjarlægð frá jörðu en það er hærra en nokkur maður hefur farið frá tímum Apollo-ferðanna til tunglsins. Gemini 11 fór í 1.373 kílómetra hæð árið 1966. Geimferðin kallast Polaris Dawn og var geimförunum skotið á loft um borð í Dragon-geimfari SpaceX á þriðjudaginn. Today’s spacewalk is the first extravehicular activity (EVA) using commercially developed hardware, procedures, and the new SpaceX EVA suit— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Jared Isaacman leiðir förina, en með honum eru þau Kidd Poteet, Sarah Gillis og Anna Menon en þær tvær síðastnefndu starfa fyrir SpaceX. Isaacman leiddi einnig Inspiration4 og fjármagnaði báðar geimferðirnar. Sjá einnig: Ætla í fyrstu borgaralegu geimgönguna Isaacman og Gillis munu fara úr geimfarinu í dag en Poteet og Menon verða áfram inni. Þau verða þó öll í geimbúningum, þar sem geimfarið verður opnað. Dragon býður ekki upp á aðstöðu til geimgöngu án þess að tæma allt geimfarið af súrefni og opna það. Tæknilega séð má færa rök fyrir því að Poteet og Menon fari einnig fara í geimgöngu, þó þau muni ekki yfirgefa geimfarið. Isaacman og Gillis munu verja tólf mínútum hvort fyrir utan geimfarið og þar eiga þau meðal annars að gera tilraunir með nýja geimbúninga SpaceX. Fylgjast má með útsendingu SpaceX frá geimgöngunni í spilaranum hér að neðan. Geimgangan sjálf á að hefjast fyrir klukkan tíu. Watch Dragon’s first spacewalk with the @PolarisProgram’s Polaris Dawn crew https://t.co/svdJRkGN7K— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Fréttin verður uppfærð. SpaceX Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Uppfært: Geimgöngunni er lokið og gekk allt að óskum. Þegar þetta er skrifað er verið að fylla geimfarið aftur af súrefni. Commander @rookisaacman has egressed Dragon and is going through the first of three suit mobility tests that will test overall hand body control, vertical movement with Skywalker, and foot restraint pic.twitter.com/XATJQhLuIZ— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Geimfarið er á um 25 þúsund kílómetra hraða. Þegar mest var fór geimfarið í um 1.400 kílómetra fjarlægð frá jörðu en það er hærra en nokkur maður hefur farið frá tímum Apollo-ferðanna til tunglsins. Gemini 11 fór í 1.373 kílómetra hæð árið 1966. Geimferðin kallast Polaris Dawn og var geimförunum skotið á loft um borð í Dragon-geimfari SpaceX á þriðjudaginn. Today’s spacewalk is the first extravehicular activity (EVA) using commercially developed hardware, procedures, and the new SpaceX EVA suit— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Jared Isaacman leiðir förina, en með honum eru þau Kidd Poteet, Sarah Gillis og Anna Menon en þær tvær síðastnefndu starfa fyrir SpaceX. Isaacman leiddi einnig Inspiration4 og fjármagnaði báðar geimferðirnar. Sjá einnig: Ætla í fyrstu borgaralegu geimgönguna Isaacman og Gillis munu fara úr geimfarinu í dag en Poteet og Menon verða áfram inni. Þau verða þó öll í geimbúningum, þar sem geimfarið verður opnað. Dragon býður ekki upp á aðstöðu til geimgöngu án þess að tæma allt geimfarið af súrefni og opna það. Tæknilega séð má færa rök fyrir því að Poteet og Menon fari einnig fara í geimgöngu, þó þau muni ekki yfirgefa geimfarið. Isaacman og Gillis munu verja tólf mínútum hvort fyrir utan geimfarið og þar eiga þau meðal annars að gera tilraunir með nýja geimbúninga SpaceX. Fylgjast má með útsendingu SpaceX frá geimgöngunni í spilaranum hér að neðan. Geimgangan sjálf á að hefjast fyrir klukkan tíu. Watch Dragon’s first spacewalk with the @PolarisProgram’s Polaris Dawn crew https://t.co/svdJRkGN7K— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Fréttin verður uppfærð.
SpaceX Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent