Handbolti

Orri Freyr hafði betur gegn Viktori Gísla

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Orri Freyr fór einkar vel með færin sín í kvöld.
Orri Freyr fór einkar vel með færin sín í kvöld. Sporting

Sporting frá Portúgal lagði Wisla Plock frá Póllandi í 1. umferð Meistaradeildar karla í handbolta. Orri Freyr Þorkelsson spilar með Sporting á meðan markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson gekk í raðir Wisla í sumar.

Leikurinn fór fram á heimavelli Sporting og voru heimamenn með yfirhöndina framan af, staðan í hálfleik var 17-14 Sporting í vil. 

Í síðari hálfleik juku heimamenn forystuna og unnu á endanum sannfærandi sigur. Þegar flautað var til leiksloka var munurinn kominn fimm mörk, lokatölur 34-28. Orri Freyr skoraði þrjú mörk og var með 100 prósent nýtingu úr horninu. Samkvæmt vef Meistaradeildarinnar varði Viktor Gísli fjögur skot í marki Wisla.

Það var þó ekki eini leikurinn sem fór fram í Portúgal í kvöld þar sem Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto unnu stórsigur á Vitoria, lokatölur 42-22. Porto hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína á leiktíðinni.

Í Svíþjóð tryggði Íslendingalið Kristianstad sér sæti í 8-liða úrslitum sænsku bikarkeppni kvenna með öruggum níu marka sigri á Eskilstuna, lokatölur 34-25. Kristianstad vann fyrri leik liðanna með 11 marka mun og einvígið því með 20 marka mun.

Jó­hanna Mar­grét Sig­urðardótt­ir skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad og Berta Rut Harðardótt­ir gerði eitt mark.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×