Innlent

Bein út­sending: Stefnuræða for­sætis­ráð­herra

Jón Þór Stefánsson skrifar
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fær tólf mínútur til að halda stefnuræðu sína, en aðrir fá sex mínútur.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fær tólf mínútur til að halda stefnuræðu sína, en aðrir fá sex mínútur. Vísir/Vilhelm

Umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra verður útvarpað og sjónvarpað í kvöld. Áætlað er að útsending hefjist klukkan 19:40.

Umræðurnar skiptast í tvær umferðir. Forsætisráðherra hefur 12 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa sex mínútur í fyrri umferð. Í seinni umferð hafa þingflokkarnir sex mínútur hver.

Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu frá stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi og öðrum ræðum. Fyrir neðan spilarann má einnig sjá röð flokkanna og ræðumenn þeirra.

Sjálfstæðisflokkur

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í fyrri umferð

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra í seinni umferð

Samfylkingin

Kristrún Frostadóttir, 3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrri umferð

Þórunn Sveinbjarnardóttir, 8. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í seinni umferð.

Flokkur fólksins

Inga Sæland, 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrri umferð

Tómas A. Tómasson, 9. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð

Framsóknarflokkur

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrri umferð

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í seinni umferð

Píratar

Halldóra Mogensen, 3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í fyrri umferð

Andrés Ingi Jónsson, 10. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í fyrri umferð

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í seinni umferð

Viðreisn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, 5. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í fyrri umferð

Hanna Katrín Friðriksson, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í seinni umferð

Miðflokkurinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 7. þingmaður Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð

Bergþór Ólason, 8. þingmaður Norðvesturkjördæmis, í seinni umferð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×