Talinn hafa svipt barn frelsi sem hann grunaði um að stela veipi Jón Þór Stefánsson skrifar 12. september 2024 08:45 Maðurinn grunaði drenginn um að stela veip-pennum. Vísir/Einar Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að ráðast á barn og svipta það frelsi. Maðurinn sem var starfsmaður verslunar grunaði barnið um að hafa stolið „veip-pennum“ eða rafrettum sem voru til sölu í versluninni. Atvikið sem málið varðar átti sér stað á ótilgreindum sunnudegi árið 2022. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að maðurinn hafi hlaupið á eftir dreng úr versluninni að gatnamótum þar sem hann handsamaði drenginn. Honum er gefið að sök að hafa tekið drenginn hálstaki og ganga með það á undan sér aftur að versluninni. Þá segir að maðurinn hafi ekki sleppt takinu þrátt fyrir að drengurinn hefði streist á móti og gert manninum ljóst að hann vildi ekki fara með honum. Losnaði ekki fyrr en lögregla skarst í leikinn Þegar þeir komu inn í verslunina hafi maðurinn lokað hurðinni og meinað drengnum að yfirgefa hana nema hann myndi skila veip-pennum sem hann vildi meina að drengurinn hefði tekið ófrjálsri hendi ásamt tveimur öðrum. Í ákæru segir að drengurinn hafi ekki komist úr versluninni fyrr en um það bil 27 mínútum eftir að hann var handsamaður. Það gerðist í kjölfar þess að lögregla kom á vettvang en bróðir drengsins og annað barn höfðu hringt á neyðarlínuna og óskað eftir aðstoð lögreglu við að losa drenginn úr höndum mannsins. Fyrir vikið segir að drengurinn hafi hlotið áverka á hálsi, nokkrar rauðar skrámur. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Maðurinn er ákærður fyrir frelsisviptingu, líkamsárás og barnaverndarlagabrot, og til vara ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot. Hann er sagður hafa sýnt af sér yfirgang og ruddalegt athæfi auk ógnandi og vanvirðandi framkomu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Foreldri drengsins krefst þess fyrir hönd sonar síns að maðurinn verði dæmdur til að greiða eina milljón krónur í miskabætur. Dómsmál Rafrettur Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað á ótilgreindum sunnudegi árið 2022. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að maðurinn hafi hlaupið á eftir dreng úr versluninni að gatnamótum þar sem hann handsamaði drenginn. Honum er gefið að sök að hafa tekið drenginn hálstaki og ganga með það á undan sér aftur að versluninni. Þá segir að maðurinn hafi ekki sleppt takinu þrátt fyrir að drengurinn hefði streist á móti og gert manninum ljóst að hann vildi ekki fara með honum. Losnaði ekki fyrr en lögregla skarst í leikinn Þegar þeir komu inn í verslunina hafi maðurinn lokað hurðinni og meinað drengnum að yfirgefa hana nema hann myndi skila veip-pennum sem hann vildi meina að drengurinn hefði tekið ófrjálsri hendi ásamt tveimur öðrum. Í ákæru segir að drengurinn hafi ekki komist úr versluninni fyrr en um það bil 27 mínútum eftir að hann var handsamaður. Það gerðist í kjölfar þess að lögregla kom á vettvang en bróðir drengsins og annað barn höfðu hringt á neyðarlínuna og óskað eftir aðstoð lögreglu við að losa drenginn úr höndum mannsins. Fyrir vikið segir að drengurinn hafi hlotið áverka á hálsi, nokkrar rauðar skrámur. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Maðurinn er ákærður fyrir frelsisviptingu, líkamsárás og barnaverndarlagabrot, og til vara ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot. Hann er sagður hafa sýnt af sér yfirgang og ruddalegt athæfi auk ógnandi og vanvirðandi framkomu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Foreldri drengsins krefst þess fyrir hönd sonar síns að maðurinn verði dæmdur til að greiða eina milljón krónur í miskabætur.
Dómsmál Rafrettur Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira