Jafnlaunavottunin: Það er þörf á breytingum Drífa Sigurðardóttir skrifar 11. september 2024 08:31 Árið 2017 var fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri gert skylt að öðlast jafnlaunavottun með því að uppfylla kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Markmiðið með jafnlaunavottuninni var að innleiða kerfisbundið verklag sem myndi tryggja að starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Síðastliðin sjö ár hafa ráðgjafar Attentus aðstoðað á yfir eitt hundrað fyrirtæki og stofnanir við innleiðingu á jafnlaunastaðlinum. Í þeim verkefnum höfum við séð að jafnlaunavottunin hefur breytt miklu þegar kemur að viðhorfi til jafnréttismála og jafnlaunamála og einnig breytingar á verklagi fyrirtækja við ákvörðun launa. Árlega setja fyrirtæki og stofnanirsér metnaðarfull markmið þegar kemur að jafnréttismálum og launamunur minnkar ár frá ári. Jafnlaunavottunin hefur því sannað gildi sitt þegar kemur að því að tryggja að greidd séu sömu launa og kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Þrátt fyrir þetta tel að kominn sé tími til að meta árangur jafnlaunavottunarinnar, en í 11. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna er gert ráð fyrir slíktu mati. Margt kemur þar til, m.a. að mörg fyrirtæki hafa ár eftir ár sýnt fram á óútskýrðan launamun innan við +/- 2% og því má segja að árlegar úttektir vottunaraðila séu óþarfar. Við endurmat á árangri á jafnlaunavottuninni væri einnig rétt að líta til nýrrar tilskipunar ESB um launagagnsæi (Directive 2023/970). Margt bendir til þess að kröfur tilskipunarinnar geti leyst jafnlaunavottunina af hólmi og að íslensk krafa um staðfestingu frá sérstökum vottunaraðili verði óþörf. Í tilskipuninni er lögð áhersla á launagagnsæi og birtingu upplýsinga um launamun. Kröfur til vinnuveitanda skv. tilskipunin verða m.a.: Vinnuveitendum með fleiri en 100 starfsmenn verður gert skylt að framkvæma launagreiningar árlega og birta mun á launum kynjanna. Sé launamunur kynjanna +/-5% eða meiri þurfa vinnuveitendur að vinna með fulltrúum starfsfólks við að framkvæma ítarlegri greiningu setja fram úrbótaáætlun. Umsækjendur eiga einnig rétt á upplýsingum um byrjunarlaun fyrir auglýst störf og ekki má spyrja umsækjendur um launakröfur í ráðningarviðtölum. Vinnuveitendur skulu einnig birta upplýsingar um hvernig ákvarðanir um launahækkanir eru teknar og hvernig flokkun starfa er byggð um, en flokkunin verður að byggja á hlutlausum þáttum. Kröfurnar í tilskipuninni útiloka samt ekki að vinnuveitendur geti greitt starfsfólki sem sinnir sambærilegum störfum mismunandi laun, en slíkt verður þá alltaf gert á grundvelli hlutlægra, kynhlutlausa og óhlutdrægra viðmiða, svo sem frammistöðu og sértækrar hæfni. Vinnuveitendur geta ekki bannað starfsfólki að segja frá launum sínum, t.d. með þagnarskylduákvæðum í ráðningarsamningum. Greining á launum nær ekki eingöngu til starfsfólks, heldur einnig verktaka. Að miklu leyti er um samskonar skyldur og er að finna í jafnlaunastaðlinum, þó nýjungar séu einnig til staðar, svo sem að tryggja rétt umsækjanda til upplýsinga um laun snemma í ráðningarferlinu. En eins og í jafnlaunavottuninni er gerð krafa um framkvæmd launagreininga og að niðurstöður þeirra séu birtar. Þegar er gerð krafa í jafnlaunavottuninni um samræmda flokkun starfa sem byggir á hlutlausum þáttum og í íslenskum lögum er tekið fram að starfsfólki er ávallt heimilt að skýra frá launum sínum, kjósi það að gera svo. Ef ESB tilskipunin yrði innleidd á Íslandi myndi þörfin fyrir ytri vottunaraðila vera óþörf, kröfur um launagagnsæi kæmi í staðinn fyrir vottun. Vegna jafnlaunavottunarinnar eru íslensk fyrirtæki að mínu mati vel í stakk búin að uppfylla kröfur ESB tilskipunarinnar. Flest fyrirtæki og stofnanir sem ESB tilskipunin mun ná til á Íslandi hafa þegar uppfyllt að stórum hluta þær kröfur sem tilskipunin gerir. Að auki fellur tilskipun vel að öðrum reglum sem íslensk fyrirtæki eru að innleiða þessa dagana, t.d. um sjálfbærniupplýsingar. Því er kominn tími á endurmat á þörfinni fyrir jafnlaunavottun, m.a. vegna tilkomu umræddrar tilskipunar ESB um launagagnsæi. Höfundur er meðeigandi og ráðgjafi hjá Attentus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Árið 2017 var fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri gert skylt að öðlast jafnlaunavottun með því að uppfylla kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Markmiðið með jafnlaunavottuninni var að innleiða kerfisbundið verklag sem myndi tryggja að starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Síðastliðin sjö ár hafa ráðgjafar Attentus aðstoðað á yfir eitt hundrað fyrirtæki og stofnanir við innleiðingu á jafnlaunastaðlinum. Í þeim verkefnum höfum við séð að jafnlaunavottunin hefur breytt miklu þegar kemur að viðhorfi til jafnréttismála og jafnlaunamála og einnig breytingar á verklagi fyrirtækja við ákvörðun launa. Árlega setja fyrirtæki og stofnanirsér metnaðarfull markmið þegar kemur að jafnréttismálum og launamunur minnkar ár frá ári. Jafnlaunavottunin hefur því sannað gildi sitt þegar kemur að því að tryggja að greidd séu sömu launa og kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Þrátt fyrir þetta tel að kominn sé tími til að meta árangur jafnlaunavottunarinnar, en í 11. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna er gert ráð fyrir slíktu mati. Margt kemur þar til, m.a. að mörg fyrirtæki hafa ár eftir ár sýnt fram á óútskýrðan launamun innan við +/- 2% og því má segja að árlegar úttektir vottunaraðila séu óþarfar. Við endurmat á árangri á jafnlaunavottuninni væri einnig rétt að líta til nýrrar tilskipunar ESB um launagagnsæi (Directive 2023/970). Margt bendir til þess að kröfur tilskipunarinnar geti leyst jafnlaunavottunina af hólmi og að íslensk krafa um staðfestingu frá sérstökum vottunaraðili verði óþörf. Í tilskipuninni er lögð áhersla á launagagnsæi og birtingu upplýsinga um launamun. Kröfur til vinnuveitanda skv. tilskipunin verða m.a.: Vinnuveitendum með fleiri en 100 starfsmenn verður gert skylt að framkvæma launagreiningar árlega og birta mun á launum kynjanna. Sé launamunur kynjanna +/-5% eða meiri þurfa vinnuveitendur að vinna með fulltrúum starfsfólks við að framkvæma ítarlegri greiningu setja fram úrbótaáætlun. Umsækjendur eiga einnig rétt á upplýsingum um byrjunarlaun fyrir auglýst störf og ekki má spyrja umsækjendur um launakröfur í ráðningarviðtölum. Vinnuveitendur skulu einnig birta upplýsingar um hvernig ákvarðanir um launahækkanir eru teknar og hvernig flokkun starfa er byggð um, en flokkunin verður að byggja á hlutlausum þáttum. Kröfurnar í tilskipuninni útiloka samt ekki að vinnuveitendur geti greitt starfsfólki sem sinnir sambærilegum störfum mismunandi laun, en slíkt verður þá alltaf gert á grundvelli hlutlægra, kynhlutlausa og óhlutdrægra viðmiða, svo sem frammistöðu og sértækrar hæfni. Vinnuveitendur geta ekki bannað starfsfólki að segja frá launum sínum, t.d. með þagnarskylduákvæðum í ráðningarsamningum. Greining á launum nær ekki eingöngu til starfsfólks, heldur einnig verktaka. Að miklu leyti er um samskonar skyldur og er að finna í jafnlaunastaðlinum, þó nýjungar séu einnig til staðar, svo sem að tryggja rétt umsækjanda til upplýsinga um laun snemma í ráðningarferlinu. En eins og í jafnlaunavottuninni er gerð krafa um framkvæmd launagreininga og að niðurstöður þeirra séu birtar. Þegar er gerð krafa í jafnlaunavottuninni um samræmda flokkun starfa sem byggir á hlutlausum þáttum og í íslenskum lögum er tekið fram að starfsfólki er ávallt heimilt að skýra frá launum sínum, kjósi það að gera svo. Ef ESB tilskipunin yrði innleidd á Íslandi myndi þörfin fyrir ytri vottunaraðila vera óþörf, kröfur um launagagnsæi kæmi í staðinn fyrir vottun. Vegna jafnlaunavottunarinnar eru íslensk fyrirtæki að mínu mati vel í stakk búin að uppfylla kröfur ESB tilskipunarinnar. Flest fyrirtæki og stofnanir sem ESB tilskipunin mun ná til á Íslandi hafa þegar uppfyllt að stórum hluta þær kröfur sem tilskipunin gerir. Að auki fellur tilskipun vel að öðrum reglum sem íslensk fyrirtæki eru að innleiða þessa dagana, t.d. um sjálfbærniupplýsingar. Því er kominn tími á endurmat á þörfinni fyrir jafnlaunavottun, m.a. vegna tilkomu umræddrar tilskipunar ESB um launagagnsæi. Höfundur er meðeigandi og ráðgjafi hjá Attentus.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun