Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2024 13:29 Sigmundur Davíð gefur lítið fyrir nýtt fjármálafrumvarp sem Sigurður Ingi kynnti í morgun. Reyndar fer hann um það hinum háðuglegustu orðum. vísir/vilhelm „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 15 ár og mér er til efs að ég hafi nokkru sinni séð eins gott fjárlagafrumvarp, það nálgast það að geta heitið fullkomið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, inntur eftir viðbrögðum við nýju fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í morgun. Vísir hefur í morgun leitað viðbragða hjá stjórnarandstöðunni og þar eru engar bjartsýnisraddir uppi: Inga Sæland formaður Flokks fólksins gefur frumvarpinu falleinkunn og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn var forviða: „Það er ekki fyrr en haustið 2026 sem er verið að tala um að það eigi að ná einhverjum markmiðum!“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar sagði frumvarpið lýsa því að ríkisstjórnarsamstarfið væri orðið stórháskalegt fyrir efnahagsástandið. Sigmundur Davíð hins vegar sér ekki annað í stöðunni en bregða fyrir sig háði. „Raunin er sú að ég hef kviðið því að sjá þetta frumvarp, nú birtist það og þar er meira af því sama frá ríkisstjórn sem hefur aukið útgjöld ríkisins hraðar og meira en nokkur önnur ríkisstjórn sögunnar.“ Sigmundur Davíð segir að setja verði hlutina í samhengi. „Það virðist stefna í það núna að þegar þetta flokkasamstarf lýkur sínum störfum frá 2017, að þá verði útgjöldin orðin tvöföld. Raunvöxtur, ef við gefum þeim út af verðbólgunni sem þau bjuggu til, verður 40 til 50 prósent. Að óreyndu hefði ég ekki talið að þetta væri hægt.“ Að mati Sigmundar er þetta óleysanleg ráðgáta, kannski sú mesta sem þjóðin stendur frammi fyrir því allt er þetta í hennar boði. „Í hvað fóru þessi útgjöld? Ekki er heilbrigðiskerfið betra. Ekki menntakerfið. Hvernig er hægt að eyða svona miklum peningum? Það sem ríkisstjórnin fékk var verðbólga, nokkuð sem aðrar þjóðir sem við miðum okkur við hafa náð tökum á. Hér hins vegar myndaði Covid nýtt gólf í útgjöldum og nú er byrjað að bæta þar ofan á.“ Og enn virðist stjórnin ætla að leiða verðbólguna, ekki aðeins með útgjaldavexti heldur einnig með hækkun gjalda. Sigmundur Davíð lýsir því svo að þegar hann var í ríkisstjórn hafi hugmyndin verið sú að ríkið myndi hætta að leiða verðhækkanir um hver áramót. Hún ætti að elta og heldur reyna að halda í við verðhækkanir og gjöld sem lögð eru á almenning. „Nú ætla þau að hækka gjöldin um 2,5 prósent, en þegar betur er að gáð hækka kolefnisgjöld um 60 prósent milli ára! En þau vilja ekki telja það með því það eru stimpluð sem græn gjöld. Refsiskattar á almenning. Það á að líta fram hjá þeim þegar þetta frumvarp er metið.“ Og engin merki eru að sjá í nýju fjárlagafrumvarpi sem taka mið af ábendingum Seðlabankans, engan stuðning við markmið úr þeim búðum um að ná niður verðbólgu og vöxtum. „Áframhaldandi raunaukning milli ára. En með fylgja auðvitað ýmis áform sem næstu ríkisstjórnum er ætlað að klára og fjármagna á annan hátt,“ segir Sigmundur Davíð og veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta þegar nýtt fjárlagafrumvarp Sigurðar Inga er annars vegar. Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Vísir hefur í morgun leitað viðbragða hjá stjórnarandstöðunni og þar eru engar bjartsýnisraddir uppi: Inga Sæland formaður Flokks fólksins gefur frumvarpinu falleinkunn og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn var forviða: „Það er ekki fyrr en haustið 2026 sem er verið að tala um að það eigi að ná einhverjum markmiðum!“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar sagði frumvarpið lýsa því að ríkisstjórnarsamstarfið væri orðið stórháskalegt fyrir efnahagsástandið. Sigmundur Davíð hins vegar sér ekki annað í stöðunni en bregða fyrir sig háði. „Raunin er sú að ég hef kviðið því að sjá þetta frumvarp, nú birtist það og þar er meira af því sama frá ríkisstjórn sem hefur aukið útgjöld ríkisins hraðar og meira en nokkur önnur ríkisstjórn sögunnar.“ Sigmundur Davíð segir að setja verði hlutina í samhengi. „Það virðist stefna í það núna að þegar þetta flokkasamstarf lýkur sínum störfum frá 2017, að þá verði útgjöldin orðin tvöföld. Raunvöxtur, ef við gefum þeim út af verðbólgunni sem þau bjuggu til, verður 40 til 50 prósent. Að óreyndu hefði ég ekki talið að þetta væri hægt.“ Að mati Sigmundar er þetta óleysanleg ráðgáta, kannski sú mesta sem þjóðin stendur frammi fyrir því allt er þetta í hennar boði. „Í hvað fóru þessi útgjöld? Ekki er heilbrigðiskerfið betra. Ekki menntakerfið. Hvernig er hægt að eyða svona miklum peningum? Það sem ríkisstjórnin fékk var verðbólga, nokkuð sem aðrar þjóðir sem við miðum okkur við hafa náð tökum á. Hér hins vegar myndaði Covid nýtt gólf í útgjöldum og nú er byrjað að bæta þar ofan á.“ Og enn virðist stjórnin ætla að leiða verðbólguna, ekki aðeins með útgjaldavexti heldur einnig með hækkun gjalda. Sigmundur Davíð lýsir því svo að þegar hann var í ríkisstjórn hafi hugmyndin verið sú að ríkið myndi hætta að leiða verðhækkanir um hver áramót. Hún ætti að elta og heldur reyna að halda í við verðhækkanir og gjöld sem lögð eru á almenning. „Nú ætla þau að hækka gjöldin um 2,5 prósent, en þegar betur er að gáð hækka kolefnisgjöld um 60 prósent milli ára! En þau vilja ekki telja það með því það eru stimpluð sem græn gjöld. Refsiskattar á almenning. Það á að líta fram hjá þeim þegar þetta frumvarp er metið.“ Og engin merki eru að sjá í nýju fjárlagafrumvarpi sem taka mið af ábendingum Seðlabankans, engan stuðning við markmið úr þeim búðum um að ná niður verðbólgu og vöxtum. „Áframhaldandi raunaukning milli ára. En með fylgja auðvitað ýmis áform sem næstu ríkisstjórnum er ætlað að klára og fjármagna á annan hátt,“ segir Sigmundur Davíð og veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta þegar nýtt fjárlagafrumvarp Sigurðar Inga er annars vegar.
Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira