Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2024 13:29 Sigmundur Davíð gefur lítið fyrir nýtt fjármálafrumvarp sem Sigurður Ingi kynnti í morgun. Reyndar fer hann um það hinum háðuglegustu orðum. vísir/vilhelm „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 15 ár og mér er til efs að ég hafi nokkru sinni séð eins gott fjárlagafrumvarp, það nálgast það að geta heitið fullkomið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, inntur eftir viðbrögðum við nýju fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í morgun. Vísir hefur í morgun leitað viðbragða hjá stjórnarandstöðunni og þar eru engar bjartsýnisraddir uppi: Inga Sæland formaður Flokks fólksins gefur frumvarpinu falleinkunn og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn var forviða: „Það er ekki fyrr en haustið 2026 sem er verið að tala um að það eigi að ná einhverjum markmiðum!“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar sagði frumvarpið lýsa því að ríkisstjórnarsamstarfið væri orðið stórháskalegt fyrir efnahagsástandið. Sigmundur Davíð hins vegar sér ekki annað í stöðunni en bregða fyrir sig háði. „Raunin er sú að ég hef kviðið því að sjá þetta frumvarp, nú birtist það og þar er meira af því sama frá ríkisstjórn sem hefur aukið útgjöld ríkisins hraðar og meira en nokkur önnur ríkisstjórn sögunnar.“ Sigmundur Davíð segir að setja verði hlutina í samhengi. „Það virðist stefna í það núna að þegar þetta flokkasamstarf lýkur sínum störfum frá 2017, að þá verði útgjöldin orðin tvöföld. Raunvöxtur, ef við gefum þeim út af verðbólgunni sem þau bjuggu til, verður 40 til 50 prósent. Að óreyndu hefði ég ekki talið að þetta væri hægt.“ Að mati Sigmundar er þetta óleysanleg ráðgáta, kannski sú mesta sem þjóðin stendur frammi fyrir því allt er þetta í hennar boði. „Í hvað fóru þessi útgjöld? Ekki er heilbrigðiskerfið betra. Ekki menntakerfið. Hvernig er hægt að eyða svona miklum peningum? Það sem ríkisstjórnin fékk var verðbólga, nokkuð sem aðrar þjóðir sem við miðum okkur við hafa náð tökum á. Hér hins vegar myndaði Covid nýtt gólf í útgjöldum og nú er byrjað að bæta þar ofan á.“ Og enn virðist stjórnin ætla að leiða verðbólguna, ekki aðeins með útgjaldavexti heldur einnig með hækkun gjalda. Sigmundur Davíð lýsir því svo að þegar hann var í ríkisstjórn hafi hugmyndin verið sú að ríkið myndi hætta að leiða verðhækkanir um hver áramót. Hún ætti að elta og heldur reyna að halda í við verðhækkanir og gjöld sem lögð eru á almenning. „Nú ætla þau að hækka gjöldin um 2,5 prósent, en þegar betur er að gáð hækka kolefnisgjöld um 60 prósent milli ára! En þau vilja ekki telja það með því það eru stimpluð sem græn gjöld. Refsiskattar á almenning. Það á að líta fram hjá þeim þegar þetta frumvarp er metið.“ Og engin merki eru að sjá í nýju fjárlagafrumvarpi sem taka mið af ábendingum Seðlabankans, engan stuðning við markmið úr þeim búðum um að ná niður verðbólgu og vöxtum. „Áframhaldandi raunaukning milli ára. En með fylgja auðvitað ýmis áform sem næstu ríkisstjórnum er ætlað að klára og fjármagna á annan hátt,“ segir Sigmundur Davíð og veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta þegar nýtt fjárlagafrumvarp Sigurðar Inga er annars vegar. Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Vísir hefur í morgun leitað viðbragða hjá stjórnarandstöðunni og þar eru engar bjartsýnisraddir uppi: Inga Sæland formaður Flokks fólksins gefur frumvarpinu falleinkunn og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn var forviða: „Það er ekki fyrr en haustið 2026 sem er verið að tala um að það eigi að ná einhverjum markmiðum!“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar sagði frumvarpið lýsa því að ríkisstjórnarsamstarfið væri orðið stórháskalegt fyrir efnahagsástandið. Sigmundur Davíð hins vegar sér ekki annað í stöðunni en bregða fyrir sig háði. „Raunin er sú að ég hef kviðið því að sjá þetta frumvarp, nú birtist það og þar er meira af því sama frá ríkisstjórn sem hefur aukið útgjöld ríkisins hraðar og meira en nokkur önnur ríkisstjórn sögunnar.“ Sigmundur Davíð segir að setja verði hlutina í samhengi. „Það virðist stefna í það núna að þegar þetta flokkasamstarf lýkur sínum störfum frá 2017, að þá verði útgjöldin orðin tvöföld. Raunvöxtur, ef við gefum þeim út af verðbólgunni sem þau bjuggu til, verður 40 til 50 prósent. Að óreyndu hefði ég ekki talið að þetta væri hægt.“ Að mati Sigmundar er þetta óleysanleg ráðgáta, kannski sú mesta sem þjóðin stendur frammi fyrir því allt er þetta í hennar boði. „Í hvað fóru þessi útgjöld? Ekki er heilbrigðiskerfið betra. Ekki menntakerfið. Hvernig er hægt að eyða svona miklum peningum? Það sem ríkisstjórnin fékk var verðbólga, nokkuð sem aðrar þjóðir sem við miðum okkur við hafa náð tökum á. Hér hins vegar myndaði Covid nýtt gólf í útgjöldum og nú er byrjað að bæta þar ofan á.“ Og enn virðist stjórnin ætla að leiða verðbólguna, ekki aðeins með útgjaldavexti heldur einnig með hækkun gjalda. Sigmundur Davíð lýsir því svo að þegar hann var í ríkisstjórn hafi hugmyndin verið sú að ríkið myndi hætta að leiða verðhækkanir um hver áramót. Hún ætti að elta og heldur reyna að halda í við verðhækkanir og gjöld sem lögð eru á almenning. „Nú ætla þau að hækka gjöldin um 2,5 prósent, en þegar betur er að gáð hækka kolefnisgjöld um 60 prósent milli ára! En þau vilja ekki telja það með því það eru stimpluð sem græn gjöld. Refsiskattar á almenning. Það á að líta fram hjá þeim þegar þetta frumvarp er metið.“ Og engin merki eru að sjá í nýju fjárlagafrumvarpi sem taka mið af ábendingum Seðlabankans, engan stuðning við markmið úr þeim búðum um að ná niður verðbólgu og vöxtum. „Áframhaldandi raunaukning milli ára. En með fylgja auðvitað ýmis áform sem næstu ríkisstjórnum er ætlað að klára og fjármagna á annan hátt,“ segir Sigmundur Davíð og veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta þegar nýtt fjárlagafrumvarp Sigurðar Inga er annars vegar.
Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira