Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpinu Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2024 11:45 Sigurður Ingi Jóhannsson segir engar kollsteypur að finna í fjárlagafrumvarpinu. Ríkisútgjöld aukist áfram en það dragi út aukningu þeirra miðað við fyrri ár. Vísir/HMP Útgjöld ríkissjóðs halda áfram að aukast að raungildi á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í morgun. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við markmið Seðlabankans um hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta. Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári verða 1.448 milljarðar og heildarútgjöldin 1.489 milljarðar króna. Það er því stefnt að því að reka ríkissjóð með um 41 milljarða halla á næsta ári. Áætlað er að skuldir ríkissjóðs minnki um aðeins eitt prósentustig á næsta ári og verði 31 prósent af vergri landsframleiðslu. Þær hafa þó lækkað hraðar undanfarin ár en áætlanir gerðu ráð fyrir enda hafa tekjur ríkissjóðs aukist mikið með auknum umsvifum í efnahagslífinu. Töluvert er um ný og eða aukin útgjöld í frumvarpinu. Þrátt fyrir þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra stjórnvöld sýna aðhald með frumvarpinu og skapa skilyrði fyrir hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta. Stöð 2/Einar Hefði ekki verið hægt að skera meira niður í nýjum framlögum og greiða frekar hraðar niður skuldir? „Nýju framlögin eru fjármögnuð með hagræðingu og aðhaldi í ríkisrekstri og betri nýtingu. Þannig að við erum ekki að auka ríkisumsvifin. Eins og ég kynnti í kynningunni er þetta fimmta árið í röð sem við erum að minnka ríkisumsvif í hlutfalli af hagkerfinu,“ segir fjármálaráðherra. Þetta viðhaldi aðlögun ríkisfjármála eftir þensluna sem fylgdi árunum á eftir covid faraldrinum og tryggi að fólk hafi atvinnu. Sérstakar aðgerðir í tengslum við nýgerða kjarasamninga kosta ríkissjóð 14 milljarða á næsta ári og útgjöld vegna breytinga á örorkulífeyriskerfinu aukast um mitt næsta ár. Þá hækkar frítekjumark ellilífeyris um 46 prósent á næsta ári og barnabætur hækka. Persónuafsláttur einstaklinga hækkar einnig í samræmi við verðlag um 6,3 prósent. Sigurður Ingi segir frumvarpið byggja á fjármálaáætlun til næstu ára sem bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabankinn segi veita nægjanlegt aðhald til að ná niður verðbólgu. „Samkvæmt spám Seðlabankans er verðbólgan að fara hratt niður. Við sjáum að hún er að fara niður. Þetta er að koma og við þurfum að hafa úthald til þess. En við erum að forðast kollsteypur," segir fjármálaráðherra. „Það eru jú til aðilar sem segja að við eigum að fara í grimman niðurskurð. Það myndi kalla á verulegt atvinnuleysi. Það eru líka aðilar sem segja að við eigum bara að hækka skatta verulega. Það myndi líka kalla á verulegan samdrátt hjá fyrirtækjunum. Við erum að fara millileiðina mjúku leiðina til að lenda hagkerfinu. En viðhalda og verja mikilvæga innviði velferðarkerfi og verkefni sem svo sannarlega er kallað eftir í íslensku samfélagi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson við kynningu fjárlagafrumvarpsins í morgun. Meðal nýrra og aukinna verkefna má nefna aukin stofnframlög í almenna íbúðakerfið, uppbyggingu samgönguinnviða og almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, byggingu á nýju fangelsi, ásamt byggingu Þjóðarhallar og legudeldar við sjúkrahúsið á Akureyri. Sjá má viðtalið við Sigurð Inga Jóhannsson í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10. september 2024 10:32 Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. 10. september 2024 10:12 Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þar er boðað aðhald til þess að ná tökum á verðbólgu og vöxtum. 10. september 2024 09:31 Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlögum Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 09 í dag. Á fundinum kynnir ráðherra fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. 10. september 2024 08:31 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári verða 1.448 milljarðar og heildarútgjöldin 1.489 milljarðar króna. Það er því stefnt að því að reka ríkissjóð með um 41 milljarða halla á næsta ári. Áætlað er að skuldir ríkissjóðs minnki um aðeins eitt prósentustig á næsta ári og verði 31 prósent af vergri landsframleiðslu. Þær hafa þó lækkað hraðar undanfarin ár en áætlanir gerðu ráð fyrir enda hafa tekjur ríkissjóðs aukist mikið með auknum umsvifum í efnahagslífinu. Töluvert er um ný og eða aukin útgjöld í frumvarpinu. Þrátt fyrir þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra stjórnvöld sýna aðhald með frumvarpinu og skapa skilyrði fyrir hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta. Stöð 2/Einar Hefði ekki verið hægt að skera meira niður í nýjum framlögum og greiða frekar hraðar niður skuldir? „Nýju framlögin eru fjármögnuð með hagræðingu og aðhaldi í ríkisrekstri og betri nýtingu. Þannig að við erum ekki að auka ríkisumsvifin. Eins og ég kynnti í kynningunni er þetta fimmta árið í röð sem við erum að minnka ríkisumsvif í hlutfalli af hagkerfinu,“ segir fjármálaráðherra. Þetta viðhaldi aðlögun ríkisfjármála eftir þensluna sem fylgdi árunum á eftir covid faraldrinum og tryggi að fólk hafi atvinnu. Sérstakar aðgerðir í tengslum við nýgerða kjarasamninga kosta ríkissjóð 14 milljarða á næsta ári og útgjöld vegna breytinga á örorkulífeyriskerfinu aukast um mitt næsta ár. Þá hækkar frítekjumark ellilífeyris um 46 prósent á næsta ári og barnabætur hækka. Persónuafsláttur einstaklinga hækkar einnig í samræmi við verðlag um 6,3 prósent. Sigurður Ingi segir frumvarpið byggja á fjármálaáætlun til næstu ára sem bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabankinn segi veita nægjanlegt aðhald til að ná niður verðbólgu. „Samkvæmt spám Seðlabankans er verðbólgan að fara hratt niður. Við sjáum að hún er að fara niður. Þetta er að koma og við þurfum að hafa úthald til þess. En við erum að forðast kollsteypur," segir fjármálaráðherra. „Það eru jú til aðilar sem segja að við eigum að fara í grimman niðurskurð. Það myndi kalla á verulegt atvinnuleysi. Það eru líka aðilar sem segja að við eigum bara að hækka skatta verulega. Það myndi líka kalla á verulegan samdrátt hjá fyrirtækjunum. Við erum að fara millileiðina mjúku leiðina til að lenda hagkerfinu. En viðhalda og verja mikilvæga innviði velferðarkerfi og verkefni sem svo sannarlega er kallað eftir í íslensku samfélagi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson við kynningu fjárlagafrumvarpsins í morgun. Meðal nýrra og aukinna verkefna má nefna aukin stofnframlög í almenna íbúðakerfið, uppbyggingu samgönguinnviða og almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, byggingu á nýju fangelsi, ásamt byggingu Þjóðarhallar og legudeldar við sjúkrahúsið á Akureyri. Sjá má viðtalið við Sigurð Inga Jóhannsson í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10. september 2024 10:32 Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. 10. september 2024 10:12 Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þar er boðað aðhald til þess að ná tökum á verðbólgu og vöxtum. 10. september 2024 09:31 Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlögum Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 09 í dag. Á fundinum kynnir ráðherra fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. 10. september 2024 08:31 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10. september 2024 10:32
Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. 10. september 2024 10:12
Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þar er boðað aðhald til þess að ná tökum á verðbólgu og vöxtum. 10. september 2024 09:31
Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlögum Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 09 í dag. Á fundinum kynnir ráðherra fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. 10. september 2024 08:31