Matorka fékk samþykkta greiðslustöðvun Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2024 08:34 Um 80 tonn af bleikju töpuðust í skjálftunum í nóvember 2023, vatnsflæði í áframeldinu fór úr skorðum og stórir eldistankar skemmdust. Matorka Héraðsdómur Reykjaness hefur samþykkt beiðni landeldisfyrirtækisins Matorku um greiðslustöðvun. Fyrirtækið fór fram á greiðslustöðvun til að tryggja sanngirni gagnvart öllum kröfuhöfum í yfirstandandi samningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem fjallað erum fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins sem ætlað er að tryggja að fyrirtækið haldi áfram starfsemi og nái aftur sínum fyrri styrk þrátt fyrir verulegar áskoranir í kjölfar eldsumbrota á svæðinu. „Matorka, sem rekur viðamikið landeldi á bleikju nálægt Grindavík, hefur orðið fyrir verulegum áhrifum vegna jarðskjálfta á svæðinu, en um 80 tonn af bleikju töpuðust í skjálftunum í nóvember 2023, vatnsflæði í áframeldinu fór úr skorðum og stórir eldistankar skemmdust. Heildarmagn bleikju hjá fyrirtækinu er nú um 450 tonn. Rýmingar, endurtekið rafmagnsleysi og flutningur starfsfólks sem bjó í Grindavík hefur einnig haft neikvæð áhrif. Þá hefur fyrirtækið þurft að flytja vinnslu sína til Hafnarfjarðar fyrir sölu og útflutning. Til að koma fyrirtækinu í gegnum þennan skafl hafa hluthafar fyrirtækisins lagt verulegt fé í reksturinn og birgjar þess sem og lánveitendur hafa sýnt aðstæðum mikinn skilning. Matorka stefnir nú að því að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu til að tryggja verðmætabjörgun í Grindavík og tryggja rekstrarhæfi fyrirtækisins. Með henni verður fjármagn til áframhaldandi starfsemi tryggt og hafin sú vegferð að ná á ný fullri 3.000 tonna árlegri bleikjuframleiðslu . Endurskipulagningin felur í sér umtalsvert fjármagn frá hluthöfum, umbreytingu lána í hlutafé og samkomulag við kröfuhafa. Samkomulag þess efnis hefur náðst við stærstu hluthafa og samningaviðræður við stærstu kröfuhafa og banka eru jafnframt langt komnar. Fyrirtækið fór því fram á greiðslustöðvun til að tryggja sanngirni gagnvart öllum kröfuhöfum í yfirstandandi samningum og var hún samþykkt,“ segir í tilkynningunni. Grindavík Fiskeldi Landeldi Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hvað er greiðslustöðvun? Gríðarlega athygli vakti í gær þegar Árni Oddur Þórðarson, sem lengi hefur verið einn farsælasti viðskiptamaður landsins, tilkynnti að hann hafði fengið heimild til greiðslustöðvunar. Greiðslustöðvun er alls ekki algengt fyrirbæri og því vaknar spurningin: Hvað er greiðslustöðvun? 9. nóvember 2023 14:21 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem fjallað erum fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins sem ætlað er að tryggja að fyrirtækið haldi áfram starfsemi og nái aftur sínum fyrri styrk þrátt fyrir verulegar áskoranir í kjölfar eldsumbrota á svæðinu. „Matorka, sem rekur viðamikið landeldi á bleikju nálægt Grindavík, hefur orðið fyrir verulegum áhrifum vegna jarðskjálfta á svæðinu, en um 80 tonn af bleikju töpuðust í skjálftunum í nóvember 2023, vatnsflæði í áframeldinu fór úr skorðum og stórir eldistankar skemmdust. Heildarmagn bleikju hjá fyrirtækinu er nú um 450 tonn. Rýmingar, endurtekið rafmagnsleysi og flutningur starfsfólks sem bjó í Grindavík hefur einnig haft neikvæð áhrif. Þá hefur fyrirtækið þurft að flytja vinnslu sína til Hafnarfjarðar fyrir sölu og útflutning. Til að koma fyrirtækinu í gegnum þennan skafl hafa hluthafar fyrirtækisins lagt verulegt fé í reksturinn og birgjar þess sem og lánveitendur hafa sýnt aðstæðum mikinn skilning. Matorka stefnir nú að því að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu til að tryggja verðmætabjörgun í Grindavík og tryggja rekstrarhæfi fyrirtækisins. Með henni verður fjármagn til áframhaldandi starfsemi tryggt og hafin sú vegferð að ná á ný fullri 3.000 tonna árlegri bleikjuframleiðslu . Endurskipulagningin felur í sér umtalsvert fjármagn frá hluthöfum, umbreytingu lána í hlutafé og samkomulag við kröfuhafa. Samkomulag þess efnis hefur náðst við stærstu hluthafa og samningaviðræður við stærstu kröfuhafa og banka eru jafnframt langt komnar. Fyrirtækið fór því fram á greiðslustöðvun til að tryggja sanngirni gagnvart öllum kröfuhöfum í yfirstandandi samningum og var hún samþykkt,“ segir í tilkynningunni.
Grindavík Fiskeldi Landeldi Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hvað er greiðslustöðvun? Gríðarlega athygli vakti í gær þegar Árni Oddur Þórðarson, sem lengi hefur verið einn farsælasti viðskiptamaður landsins, tilkynnti að hann hafði fengið heimild til greiðslustöðvunar. Greiðslustöðvun er alls ekki algengt fyrirbæri og því vaknar spurningin: Hvað er greiðslustöðvun? 9. nóvember 2023 14:21 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Hvað er greiðslustöðvun? Gríðarlega athygli vakti í gær þegar Árni Oddur Þórðarson, sem lengi hefur verið einn farsælasti viðskiptamaður landsins, tilkynnti að hann hafði fengið heimild til greiðslustöðvunar. Greiðslustöðvun er alls ekki algengt fyrirbæri og því vaknar spurningin: Hvað er greiðslustöðvun? 9. nóvember 2023 14:21