Aðgerðir fyrir heimilin strax! Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 9. september 2024 20:38 Nóbelsverðlaunahafinn Daniel Kahneman hefur bent á að meginábyrgð samfélaga sé að draga úr þjáningu. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda sé því að auka velferð. Með þetta að meginmarkmiði verður forgangsröðun stjórnvalda hverju sinni skýr. Þrálát verðbólga og háir vextir hafa hafa dregið úr kaupmætti fólks og haft alvarleg áhrif á fjölda heimila vegna síhækkandi húsnæðiskostnaðar og verðs á nauðsynjavörum. Ástandið bitnar verst á þeim sem minnst hafa á milli handanna og rannsóknir sýna að fólk ber ekki von til að ástandið lagist í bráð. Auk þess eru verðbólguvæntingar heimila, fyrirtækja og markaðsaðila áfram háar sem endurspeglar að tiltrú þeirra á getu stjórnvalda til að bæta úr því er lítil. Stjórnvöld verða að standa við loforð um uppbyggingu húsnæðis en hækkandi húsnæðisverð og kostnaður er ein meginástæða verðbólgunnar. Stjórnvöld verða líka að beina sjónum sínum að fyrirtækjunum sem ákveða verðlag og tryggja öflugt samkeppniseftirlit til að vega upp á móti þeirri fákeppni sem við búum við. Meirihluti launafólks hefur lagt sitt af mörkum til að tryggja stöðugleika með gerð hóflegra kjarasamninga. Fjármagnseigendur og stóreignafólk hafa hins vegar ekkert lagt til. Hækka verður fjármagnstekjuskatt og veita sveitarfélögum hlutdeild í tekjunum, setja verður á sérstakt skattþrep fyrir allra hæstu tekjurnar og stóreignaskatt á hreina eign þeirra allra ríkustu. Og síðast en ekki síst þarf að tryggja að þjóðin fái réttmætan hlut í arðinum sem hlýst af nýtingu auðlindanna. Útsalan á sameiginlegum auðlindum okkar er óásættanleg. Fjórir af hverjum tíu á vinnumarkaði eiga erfitt með að ná endum saman. Staða foreldra fer versnandi sem endurspeglast í því að æ fleiri geta ekki staðið undir grunnþörfum barna sinna og börn eru sá hópur sem er líklegastur til að búa við fátækt, fjárhagsstaða kvenna er verri en karla og staða innflytjenda er verri en innfæddra Íslendinga. Með aukinni tekjuöflun hins opinbera drögum við úr þenslu meðal þeirra efnameiri og getum nýtt tekjurnar til að greiða niður skuldir og til að styrkja velferðarkerfið ásamt því að auka stuðning við barnafjölskyldur. Fjárfesting í velferðarkerfinu er besta fjárfestingin fyrir friði og öryggi. Við munum ekki sætta okkur við áframhaldandi aðhaldskröfu til mikilvægra stofnana í heilbrigðis- og félagsþjónustu og menntakerfinu. Við höfnum þeirri stefnu sem dregur úr félagslegri samheldni, dregur þróttinn úr hagkerfinu og eykur hættu á misbeitingu pólitísks valds. Allt tal um hagvöxt og verðmætasköpun er hjómið eitt ef ekkert er hugað að dreifingu verðmætanna til að draga úr þjáningu og efla velferð. Stjórnvöld verða að gera stöðu heimilanna að forgangsmáli. Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til útifundar og mótmæla á Austurvelli á morgun kl. 16:00, sama dag og Alþingi kemur saman. Fyrirvarinn er stuttur, en tilefnið brýnt og varðar okkur öll. Þar munum við saman mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda og krefjast aðgerða fyrir heimilin. Sýnum samstöðu og mætum öll! Höfundur er formaður BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Sonja Ýr Þorbergsdóttir Fjármál heimilisins Kjaramál Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafinn Daniel Kahneman hefur bent á að meginábyrgð samfélaga sé að draga úr þjáningu. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda sé því að auka velferð. Með þetta að meginmarkmiði verður forgangsröðun stjórnvalda hverju sinni skýr. Þrálát verðbólga og háir vextir hafa hafa dregið úr kaupmætti fólks og haft alvarleg áhrif á fjölda heimila vegna síhækkandi húsnæðiskostnaðar og verðs á nauðsynjavörum. Ástandið bitnar verst á þeim sem minnst hafa á milli handanna og rannsóknir sýna að fólk ber ekki von til að ástandið lagist í bráð. Auk þess eru verðbólguvæntingar heimila, fyrirtækja og markaðsaðila áfram háar sem endurspeglar að tiltrú þeirra á getu stjórnvalda til að bæta úr því er lítil. Stjórnvöld verða að standa við loforð um uppbyggingu húsnæðis en hækkandi húsnæðisverð og kostnaður er ein meginástæða verðbólgunnar. Stjórnvöld verða líka að beina sjónum sínum að fyrirtækjunum sem ákveða verðlag og tryggja öflugt samkeppniseftirlit til að vega upp á móti þeirri fákeppni sem við búum við. Meirihluti launafólks hefur lagt sitt af mörkum til að tryggja stöðugleika með gerð hóflegra kjarasamninga. Fjármagnseigendur og stóreignafólk hafa hins vegar ekkert lagt til. Hækka verður fjármagnstekjuskatt og veita sveitarfélögum hlutdeild í tekjunum, setja verður á sérstakt skattþrep fyrir allra hæstu tekjurnar og stóreignaskatt á hreina eign þeirra allra ríkustu. Og síðast en ekki síst þarf að tryggja að þjóðin fái réttmætan hlut í arðinum sem hlýst af nýtingu auðlindanna. Útsalan á sameiginlegum auðlindum okkar er óásættanleg. Fjórir af hverjum tíu á vinnumarkaði eiga erfitt með að ná endum saman. Staða foreldra fer versnandi sem endurspeglast í því að æ fleiri geta ekki staðið undir grunnþörfum barna sinna og börn eru sá hópur sem er líklegastur til að búa við fátækt, fjárhagsstaða kvenna er verri en karla og staða innflytjenda er verri en innfæddra Íslendinga. Með aukinni tekjuöflun hins opinbera drögum við úr þenslu meðal þeirra efnameiri og getum nýtt tekjurnar til að greiða niður skuldir og til að styrkja velferðarkerfið ásamt því að auka stuðning við barnafjölskyldur. Fjárfesting í velferðarkerfinu er besta fjárfestingin fyrir friði og öryggi. Við munum ekki sætta okkur við áframhaldandi aðhaldskröfu til mikilvægra stofnana í heilbrigðis- og félagsþjónustu og menntakerfinu. Við höfnum þeirri stefnu sem dregur úr félagslegri samheldni, dregur þróttinn úr hagkerfinu og eykur hættu á misbeitingu pólitísks valds. Allt tal um hagvöxt og verðmætasköpun er hjómið eitt ef ekkert er hugað að dreifingu verðmætanna til að draga úr þjáningu og efla velferð. Stjórnvöld verða að gera stöðu heimilanna að forgangsmáli. Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til útifundar og mótmæla á Austurvelli á morgun kl. 16:00, sama dag og Alþingi kemur saman. Fyrirvarinn er stuttur, en tilefnið brýnt og varðar okkur öll. Þar munum við saman mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda og krefjast aðgerða fyrir heimilin. Sýnum samstöðu og mætum öll! Höfundur er formaður BSRB
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun