Aðgerðir fyrir heimilin strax! Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 9. september 2024 20:38 Nóbelsverðlaunahafinn Daniel Kahneman hefur bent á að meginábyrgð samfélaga sé að draga úr þjáningu. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda sé því að auka velferð. Með þetta að meginmarkmiði verður forgangsröðun stjórnvalda hverju sinni skýr. Þrálát verðbólga og háir vextir hafa hafa dregið úr kaupmætti fólks og haft alvarleg áhrif á fjölda heimila vegna síhækkandi húsnæðiskostnaðar og verðs á nauðsynjavörum. Ástandið bitnar verst á þeim sem minnst hafa á milli handanna og rannsóknir sýna að fólk ber ekki von til að ástandið lagist í bráð. Auk þess eru verðbólguvæntingar heimila, fyrirtækja og markaðsaðila áfram háar sem endurspeglar að tiltrú þeirra á getu stjórnvalda til að bæta úr því er lítil. Stjórnvöld verða að standa við loforð um uppbyggingu húsnæðis en hækkandi húsnæðisverð og kostnaður er ein meginástæða verðbólgunnar. Stjórnvöld verða líka að beina sjónum sínum að fyrirtækjunum sem ákveða verðlag og tryggja öflugt samkeppniseftirlit til að vega upp á móti þeirri fákeppni sem við búum við. Meirihluti launafólks hefur lagt sitt af mörkum til að tryggja stöðugleika með gerð hóflegra kjarasamninga. Fjármagnseigendur og stóreignafólk hafa hins vegar ekkert lagt til. Hækka verður fjármagnstekjuskatt og veita sveitarfélögum hlutdeild í tekjunum, setja verður á sérstakt skattþrep fyrir allra hæstu tekjurnar og stóreignaskatt á hreina eign þeirra allra ríkustu. Og síðast en ekki síst þarf að tryggja að þjóðin fái réttmætan hlut í arðinum sem hlýst af nýtingu auðlindanna. Útsalan á sameiginlegum auðlindum okkar er óásættanleg. Fjórir af hverjum tíu á vinnumarkaði eiga erfitt með að ná endum saman. Staða foreldra fer versnandi sem endurspeglast í því að æ fleiri geta ekki staðið undir grunnþörfum barna sinna og börn eru sá hópur sem er líklegastur til að búa við fátækt, fjárhagsstaða kvenna er verri en karla og staða innflytjenda er verri en innfæddra Íslendinga. Með aukinni tekjuöflun hins opinbera drögum við úr þenslu meðal þeirra efnameiri og getum nýtt tekjurnar til að greiða niður skuldir og til að styrkja velferðarkerfið ásamt því að auka stuðning við barnafjölskyldur. Fjárfesting í velferðarkerfinu er besta fjárfestingin fyrir friði og öryggi. Við munum ekki sætta okkur við áframhaldandi aðhaldskröfu til mikilvægra stofnana í heilbrigðis- og félagsþjónustu og menntakerfinu. Við höfnum þeirri stefnu sem dregur úr félagslegri samheldni, dregur þróttinn úr hagkerfinu og eykur hættu á misbeitingu pólitísks valds. Allt tal um hagvöxt og verðmætasköpun er hjómið eitt ef ekkert er hugað að dreifingu verðmætanna til að draga úr þjáningu og efla velferð. Stjórnvöld verða að gera stöðu heimilanna að forgangsmáli. Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til útifundar og mótmæla á Austurvelli á morgun kl. 16:00, sama dag og Alþingi kemur saman. Fyrirvarinn er stuttur, en tilefnið brýnt og varðar okkur öll. Þar munum við saman mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda og krefjast aðgerða fyrir heimilin. Sýnum samstöðu og mætum öll! Höfundur er formaður BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Sonja Ýr Þorbergsdóttir Fjármál heimilisins Kjaramál Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafinn Daniel Kahneman hefur bent á að meginábyrgð samfélaga sé að draga úr þjáningu. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda sé því að auka velferð. Með þetta að meginmarkmiði verður forgangsröðun stjórnvalda hverju sinni skýr. Þrálát verðbólga og háir vextir hafa hafa dregið úr kaupmætti fólks og haft alvarleg áhrif á fjölda heimila vegna síhækkandi húsnæðiskostnaðar og verðs á nauðsynjavörum. Ástandið bitnar verst á þeim sem minnst hafa á milli handanna og rannsóknir sýna að fólk ber ekki von til að ástandið lagist í bráð. Auk þess eru verðbólguvæntingar heimila, fyrirtækja og markaðsaðila áfram háar sem endurspeglar að tiltrú þeirra á getu stjórnvalda til að bæta úr því er lítil. Stjórnvöld verða að standa við loforð um uppbyggingu húsnæðis en hækkandi húsnæðisverð og kostnaður er ein meginástæða verðbólgunnar. Stjórnvöld verða líka að beina sjónum sínum að fyrirtækjunum sem ákveða verðlag og tryggja öflugt samkeppniseftirlit til að vega upp á móti þeirri fákeppni sem við búum við. Meirihluti launafólks hefur lagt sitt af mörkum til að tryggja stöðugleika með gerð hóflegra kjarasamninga. Fjármagnseigendur og stóreignafólk hafa hins vegar ekkert lagt til. Hækka verður fjármagnstekjuskatt og veita sveitarfélögum hlutdeild í tekjunum, setja verður á sérstakt skattþrep fyrir allra hæstu tekjurnar og stóreignaskatt á hreina eign þeirra allra ríkustu. Og síðast en ekki síst þarf að tryggja að þjóðin fái réttmætan hlut í arðinum sem hlýst af nýtingu auðlindanna. Útsalan á sameiginlegum auðlindum okkar er óásættanleg. Fjórir af hverjum tíu á vinnumarkaði eiga erfitt með að ná endum saman. Staða foreldra fer versnandi sem endurspeglast í því að æ fleiri geta ekki staðið undir grunnþörfum barna sinna og börn eru sá hópur sem er líklegastur til að búa við fátækt, fjárhagsstaða kvenna er verri en karla og staða innflytjenda er verri en innfæddra Íslendinga. Með aukinni tekjuöflun hins opinbera drögum við úr þenslu meðal þeirra efnameiri og getum nýtt tekjurnar til að greiða niður skuldir og til að styrkja velferðarkerfið ásamt því að auka stuðning við barnafjölskyldur. Fjárfesting í velferðarkerfinu er besta fjárfestingin fyrir friði og öryggi. Við munum ekki sætta okkur við áframhaldandi aðhaldskröfu til mikilvægra stofnana í heilbrigðis- og félagsþjónustu og menntakerfinu. Við höfnum þeirri stefnu sem dregur úr félagslegri samheldni, dregur þróttinn úr hagkerfinu og eykur hættu á misbeitingu pólitísks valds. Allt tal um hagvöxt og verðmætasköpun er hjómið eitt ef ekkert er hugað að dreifingu verðmætanna til að draga úr þjáningu og efla velferð. Stjórnvöld verða að gera stöðu heimilanna að forgangsmáli. Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til útifundar og mótmæla á Austurvelli á morgun kl. 16:00, sama dag og Alþingi kemur saman. Fyrirvarinn er stuttur, en tilefnið brýnt og varðar okkur öll. Þar munum við saman mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda og krefjast aðgerða fyrir heimilin. Sýnum samstöðu og mætum öll! Höfundur er formaður BSRB
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun