Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi.
„Það var engin hætta á ferð. Það var bilun í gír. Vélin er í fínu lagi en hún snýr ekki skrúfunni. Ég hef ekki upplýsingar um hvernig þetta gerðist.“
Fréttatilkynning frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem send var á fjölmiðla um klukkan 16:
Rétt um klukkan eitt í dag var áhöfnin á björgunarskipinu Hafbjörg í Neskaupstað kölluð út vegna fiskibáts í vandræðum um 17 sjómílur norðaustur af Neskaupstað.
Gír bátsins hafði bilað með þeim afleiðingum að það gat ekki siglt fyrir eigin vélarafli.
Nú rétt upp úr 15:30 var komin taug á milli skipanna og er nú stefnan tekin inn á Neskaupstað.
Fjórir eru um borð í fiskibátnum og engin hætta er á ferðum.