Selur íbúð með palli en engum berjarunna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. september 2024 14:45 Guðmundur og fjölskyldan hafa notið lífsins í íbúðinni í Vogahverfi þrátt fyrir að þar sé engan berjarunna að finna. Vísir Guðmundur Heiðar Helgason almannatengill hefur sett frægasta pall landsins í Vogahverfi í Reykjavík á sölu. Pallurinn komst í fréttir fyrir þremur árum síðan þegar borgaryfirvöld fóru fram á að þar yrði grasblettur og berjarunni. „Ég fékk að lokum leyfi til þess að klára pallinn,“ segir Guðmundur Heiðar í samtali við Vísi. Nú stefnir fjölskyldan á að stækka við sig. Því hefur íbúðin að Dugguvogi með hinum landsþekkta sérafnotareit verið sett á sölu. Um er að ræða fjögurra herbergja íbúð með aukinni lofthæð og glæsilegum sérafnotareit með palli sem snýr inn í inngarð. Húsið er glænýtt, byggt árið 2020, að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. Guðmundur sagði frá því í janúar 2021 að fjölskyldan hefði klórað sér í kollinum þegar smiðirnir kláruðu aðeins helminginn af pallinum og fóru svo að ganga frá veggjunum. Þá hafði komið í ljós að samkvæmt skilmálum Reykjavíkurborgar hefði pallurinn ekki mátt ná yfir allan reitinn. Samkvæmt þeim átti að vera gras yfir helmingi af sérafnotafletinum við íbúðirnar og auk þess átti að vera berjarunni inn á hverjum reit. Guðmundur segist enn þann dag í dag furða sig á málinu sem hafi sem betur fer fengið farsælan endi. „Það er ekki einn berjarunni í hverfinu,“ segir Guðmundur hlæjandi. Hann bætir því við að upphaflega hafi verktakanum verið gert að skaffa íbúum grasbletti en íbúunum sjálfum gert að skaffa eigin berjarunna. Það hafi íbúum þótt fráleitt og því fór sem fór. Íbúð Guðmundar er vel skipulögð og 118,7 fermetrar að stærð. Með íbúðinni fylgir 11,6 fermetra geymsla og sérstæði í bílageymslu. Þrjú rúmgóð svefnherbergi eru í íbúðinni og baðherbergi með þvottaaðstöðu. „Þetta er algjörlega frábært hverfi. Hér er mikið mannlíf, stutt í alla þjónustu og mikið af fólki á okkar aldri með ung börn. Endilega hafðu þetta eftir mér svo ég sé ekki bara Skúli fúli,“ segir Guðmundur hlæjandi. Sjá nánar á fasteignavef Vísis. Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
„Ég fékk að lokum leyfi til þess að klára pallinn,“ segir Guðmundur Heiðar í samtali við Vísi. Nú stefnir fjölskyldan á að stækka við sig. Því hefur íbúðin að Dugguvogi með hinum landsþekkta sérafnotareit verið sett á sölu. Um er að ræða fjögurra herbergja íbúð með aukinni lofthæð og glæsilegum sérafnotareit með palli sem snýr inn í inngarð. Húsið er glænýtt, byggt árið 2020, að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. Guðmundur sagði frá því í janúar 2021 að fjölskyldan hefði klórað sér í kollinum þegar smiðirnir kláruðu aðeins helminginn af pallinum og fóru svo að ganga frá veggjunum. Þá hafði komið í ljós að samkvæmt skilmálum Reykjavíkurborgar hefði pallurinn ekki mátt ná yfir allan reitinn. Samkvæmt þeim átti að vera gras yfir helmingi af sérafnotafletinum við íbúðirnar og auk þess átti að vera berjarunni inn á hverjum reit. Guðmundur segist enn þann dag í dag furða sig á málinu sem hafi sem betur fer fengið farsælan endi. „Það er ekki einn berjarunni í hverfinu,“ segir Guðmundur hlæjandi. Hann bætir því við að upphaflega hafi verktakanum verið gert að skaffa íbúum grasbletti en íbúunum sjálfum gert að skaffa eigin berjarunna. Það hafi íbúum þótt fráleitt og því fór sem fór. Íbúð Guðmundar er vel skipulögð og 118,7 fermetrar að stærð. Með íbúðinni fylgir 11,6 fermetra geymsla og sérstæði í bílageymslu. Þrjú rúmgóð svefnherbergi eru í íbúðinni og baðherbergi með þvottaaðstöðu. „Þetta er algjörlega frábært hverfi. Hér er mikið mannlíf, stutt í alla þjónustu og mikið af fólki á okkar aldri með ung börn. Endilega hafðu þetta eftir mér svo ég sé ekki bara Skúli fúli,“ segir Guðmundur hlæjandi. Sjá nánar á fasteignavef Vísis. Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax
Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira