Naut tímamótasigurs rétt eftir að hafa verið hreinsaður af grun Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 21:31 Jannik Sinner smellir kossi á verðlaunagripinn eftir sigurinn í dag. Getty/Sarah Stier Nítján dögum eftir að hafa verið hreinsaður af grun um ólöglega lyfjanotkun náði Ítalinn Jannik Sinner að vinna Opna bandaríska mótið í tennis í kvöld, í fyrsta sinn, með því að leggja heimamanninn Taylor Fritz að velli af öryggi. Hinn ítalski Sinner, sem er efsti maður heimslistans, vann úrslitaleikinn í New York í kvöld 6-3, 6-4 og 7-5. Bandaríkjamenn hafa þurft að bíða í yfir tvo áratugi eftir sigri á mótinu í einliðaleik karla, og þurfa enn að bíða. Andy Roddick, sem fylgdist með úr stúkunni í dag, var síðasti heimamaðurinn til að vinna, árið 2003. Sinner hefur hins vegar verið afar öflugur á hörðum velli síðasta árið og aðeins tapað tveimur af síðustu 38 leikjum á því undirlagi. Hann vann Opna ástralska mótið í janúar og er næstyngstur í sögunni til að vinna þessi tvö risamót á sama ári, á eftir Jimmy Connors sem vann þau fyrir fimmtíu árum. 2 - Jannik Sinner is second youngest player to win the Australian and US Open Men’s Singles titles during the same season in the Open Era, older only than Jimmy Connors in 1974. Meticulous. #USOpen | @usopen @atptour @ATPMediaInfo pic.twitter.com/Oe9Cu3N8rB— OptaAce (@OptaAce) September 8, 2024 Sinner er fyrsti Ítalinn til að vinna sigur í einliðaleik á Opna bandaríska og þungu fargi virtist létt af honum, kannski ekki síst vegna lyfjamálsins en hann greindist í tvígang með ólöglegt efni í líkamanum í mars. Skýringin á því, sem tekin var gild, var sú að sjúkraþjálfari hans hefði notað efnið á skurð á eigin hönd, áður en hann meðhöndlaði Sinner. „Þessi titill hefur svo mikla þýðingu fyrir mig, því undanfarnir tímar hafa ekki verið auðveldir. Liðið mitt hefur stutt mig á hverjum degi og ég þakka þeim sem standa mér næst,“ sagði Sinner eftir sigurinn í kvöld. Hann hefur notið síðustu tveggja vikna, á mótinu: „Ég stóð mig ágætlega. Við tókum þetta dag fyrir dag, reyndum að æfa vel og trúa á þetta. Ég var meðvitaður um það hve andlegi þátturinn er mikilvægur, sérstaklega á þessu móti. En vinnan heldur alltaf áfram. Ég veit að ég get enn bætt mig en maður verður að vera stoltur af því sem maður afrekar og vinna svo fyrir fleiri afrekum,“ sagði Sinner. Tennis Tengdar fréttir Trúir ekki sögunni og segir alþjóðasambandið vera að vernda Sinner Fyrrum besta tenniskona heims, Chris Evert, segir alþjóðasambandið vera að hylma yfir lyfjaskandal Jannik Sinner til að vernda sjálft sig frá neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. Hún telur útskýringu hans, að efnið hafi borist óviljandi í sjúkranuddi, ótrúverðuga. 22. ágúst 2024 07:26 Fagnaði fyrsta risamótstitlinum eftir endurkomu í úrslitunum Jannik Sinner vann opna ástralska risamótið í tennis með sterkum endurkomusigri gegn Rússanum Daniil Medvedev í úrslitaleik mótsins. 28. janúar 2024 17:17 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Enski boltinn Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Fleiri fréttir Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Sjá meira
Hinn ítalski Sinner, sem er efsti maður heimslistans, vann úrslitaleikinn í New York í kvöld 6-3, 6-4 og 7-5. Bandaríkjamenn hafa þurft að bíða í yfir tvo áratugi eftir sigri á mótinu í einliðaleik karla, og þurfa enn að bíða. Andy Roddick, sem fylgdist með úr stúkunni í dag, var síðasti heimamaðurinn til að vinna, árið 2003. Sinner hefur hins vegar verið afar öflugur á hörðum velli síðasta árið og aðeins tapað tveimur af síðustu 38 leikjum á því undirlagi. Hann vann Opna ástralska mótið í janúar og er næstyngstur í sögunni til að vinna þessi tvö risamót á sama ári, á eftir Jimmy Connors sem vann þau fyrir fimmtíu árum. 2 - Jannik Sinner is second youngest player to win the Australian and US Open Men’s Singles titles during the same season in the Open Era, older only than Jimmy Connors in 1974. Meticulous. #USOpen | @usopen @atptour @ATPMediaInfo pic.twitter.com/Oe9Cu3N8rB— OptaAce (@OptaAce) September 8, 2024 Sinner er fyrsti Ítalinn til að vinna sigur í einliðaleik á Opna bandaríska og þungu fargi virtist létt af honum, kannski ekki síst vegna lyfjamálsins en hann greindist í tvígang með ólöglegt efni í líkamanum í mars. Skýringin á því, sem tekin var gild, var sú að sjúkraþjálfari hans hefði notað efnið á skurð á eigin hönd, áður en hann meðhöndlaði Sinner. „Þessi titill hefur svo mikla þýðingu fyrir mig, því undanfarnir tímar hafa ekki verið auðveldir. Liðið mitt hefur stutt mig á hverjum degi og ég þakka þeim sem standa mér næst,“ sagði Sinner eftir sigurinn í kvöld. Hann hefur notið síðustu tveggja vikna, á mótinu: „Ég stóð mig ágætlega. Við tókum þetta dag fyrir dag, reyndum að æfa vel og trúa á þetta. Ég var meðvitaður um það hve andlegi þátturinn er mikilvægur, sérstaklega á þessu móti. En vinnan heldur alltaf áfram. Ég veit að ég get enn bætt mig en maður verður að vera stoltur af því sem maður afrekar og vinna svo fyrir fleiri afrekum,“ sagði Sinner.
Tennis Tengdar fréttir Trúir ekki sögunni og segir alþjóðasambandið vera að vernda Sinner Fyrrum besta tenniskona heims, Chris Evert, segir alþjóðasambandið vera að hylma yfir lyfjaskandal Jannik Sinner til að vernda sjálft sig frá neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. Hún telur útskýringu hans, að efnið hafi borist óviljandi í sjúkranuddi, ótrúverðuga. 22. ágúst 2024 07:26 Fagnaði fyrsta risamótstitlinum eftir endurkomu í úrslitunum Jannik Sinner vann opna ástralska risamótið í tennis með sterkum endurkomusigri gegn Rússanum Daniil Medvedev í úrslitaleik mótsins. 28. janúar 2024 17:17 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Enski boltinn Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Fleiri fréttir Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Sjá meira
Trúir ekki sögunni og segir alþjóðasambandið vera að vernda Sinner Fyrrum besta tenniskona heims, Chris Evert, segir alþjóðasambandið vera að hylma yfir lyfjaskandal Jannik Sinner til að vernda sjálft sig frá neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. Hún telur útskýringu hans, að efnið hafi borist óviljandi í sjúkranuddi, ótrúverðuga. 22. ágúst 2024 07:26
Fagnaði fyrsta risamótstitlinum eftir endurkomu í úrslitunum Jannik Sinner vann opna ástralska risamótið í tennis með sterkum endurkomusigri gegn Rússanum Daniil Medvedev í úrslitaleik mótsins. 28. janúar 2024 17:17