Missti pabba sinn og kærasta en vill halda nafninu á lofti með titlum Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2024 07:01 Aryna Sabalenka smellir kossi á verðlaunagripinn, í New York á laugardaginn. Getty/Fatih Aktas Hin hvít-rússneska Aryna Sabalenka hefur nú unnið þrjá risatitla í tennis, eftir að hafa unnið Opna bandaríska mótið í fyrsta sinn um helgina. Hún vill halda nafni fjölskyldu sinnar á lofti með árangri sínum, eftir að hafa misst pabba sinn fyrir fimm árum. Sabalenka, sem er 26 ára, vann Jessicu Pegula í úrslitaleiknum í New York, 7-5 og 7-5, eftir að hafa áður unnið Opna ástralska mótið í tvígang. Faðir hennar heitinn, Sergiy, gat ekki orðið vitni að sigrunum en hann lést úr heilahimnubólgu fyrir fimm árum. „Eftir að ég missti föður minn þá hefur það alltaf verið markmiðið mitt að festa nafn fjölskyldunnar í sessi í sögubókum tennisíþróttarinnar,“ sagði þessi afar kraftmikla tenniskona á blaðamannafundi. Aryna Sabalenka is averaging the fastest forehand speed at the #USOpen... of all women 𝐚𝐧𝐝 men 💪💥 pic.twitter.com/T9o4PhlG5B— Eurosport (@eurosport) September 6, 2024 Pabbi hennar, sem var á sínum tíma íshokkíleikmaður, kynnti hana fyrir tennis þegar hún var barn, fyrir hálfgerða tilviljun: „Pabbi var bara að rúnta með mig í bílinum þegar hann sá tennisvelli. Svo hann fór með mig þangað. Ég kunni strax vel við þetta og naut þess, og þannig byrjaði þetta,“ rifjaði Sabalenka upp. Missti einnig kærasta sinn Hún hefur átt mjög erfitt ár því að kærasti hennar, Konstantin Koltsov, sem var atvinnumaður í íshokkí, svipti sig lífi í mars, 42 ára gamall. Engu að síður hefur Sabalenka átt gott ár á tennisvellinum og hún komst í átta manna úrslit á Opna franska mótinu, áður en hún vann svo í Bandaríkjunum. „Í hvert sinn sem ég sé nafnið mitt á verðlaunagripnum þá er ég svo stolt af sjálfri mér. Ég er líka stolt af fjölskyldunni minni sem gafst aldrei upp á draumnum, og fórnaði öllu til að ég gæti haldið áfram. Þetta hefur því mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Sabalenka. Tennis Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Sabalenka, sem er 26 ára, vann Jessicu Pegula í úrslitaleiknum í New York, 7-5 og 7-5, eftir að hafa áður unnið Opna ástralska mótið í tvígang. Faðir hennar heitinn, Sergiy, gat ekki orðið vitni að sigrunum en hann lést úr heilahimnubólgu fyrir fimm árum. „Eftir að ég missti föður minn þá hefur það alltaf verið markmiðið mitt að festa nafn fjölskyldunnar í sessi í sögubókum tennisíþróttarinnar,“ sagði þessi afar kraftmikla tenniskona á blaðamannafundi. Aryna Sabalenka is averaging the fastest forehand speed at the #USOpen... of all women 𝐚𝐧𝐝 men 💪💥 pic.twitter.com/T9o4PhlG5B— Eurosport (@eurosport) September 6, 2024 Pabbi hennar, sem var á sínum tíma íshokkíleikmaður, kynnti hana fyrir tennis þegar hún var barn, fyrir hálfgerða tilviljun: „Pabbi var bara að rúnta með mig í bílinum þegar hann sá tennisvelli. Svo hann fór með mig þangað. Ég kunni strax vel við þetta og naut þess, og þannig byrjaði þetta,“ rifjaði Sabalenka upp. Missti einnig kærasta sinn Hún hefur átt mjög erfitt ár því að kærasti hennar, Konstantin Koltsov, sem var atvinnumaður í íshokkí, svipti sig lífi í mars, 42 ára gamall. Engu að síður hefur Sabalenka átt gott ár á tennisvellinum og hún komst í átta manna úrslit á Opna franska mótinu, áður en hún vann svo í Bandaríkjunum. „Í hvert sinn sem ég sé nafnið mitt á verðlaunagripnum þá er ég svo stolt af sjálfri mér. Ég er líka stolt af fjölskyldunni minni sem gafst aldrei upp á draumnum, og fórnaði öllu til að ég gæti haldið áfram. Þetta hefur því mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Sabalenka.
Tennis Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Newcastle með manninn sem Arsenal vantar „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira