Þorsteinn Leó gekk í raðir Porto frá Aftureldingu í sumar og skoraði fjögur mörk í þriggja marka sigri á Benfica, lokatölur 27-24. Stiven, sem er á sínu öðru tímabili í Portúgal, skoraði tvö mörk í leiknum. Um var að ræða fyrsta leik beggja liða í deildinni á þessari leiktíð.
Orri Freyr er einnig á sínu öðru tímabili í Portúgal og hann var sjóðandi heitur þegar Sporting vann 13 marka sigur á Vitória á heimavelli. Lokatölur 39-26 en Orri Freyr skoraði sjö af mörkum Sporting í leiknum.
Þetta var annar sigur Sporting í jafn mörgum leikjum og hefur það skorað 80 mörk í leikjunum tveimur.