Hraun gæti náð að Reykjanesbraut á skömmum tíma í næsta gosi Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2024 12:13 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur telur líkur á að hraun nái að Reykjanesbrautinni á nokkrum klukkutímum komi til nýss eldgoss á Reykjanesskaga. Mögulega þurfi að hefja vinnu við að vernda innviði norðan við síðustu gosstöðvar. Sjötta eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni á níu mánuðum lauk í gær. Gosið stóð yfir í tvær vikur en landris er hafið í Svartsengi sem bendir til þess að kvika sé farin að streyma inn í kvikuhólfið á ný. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur atburðarás síðustu mánaða því líklegast ætla að endurtaka sig. Nýtt gos gæti hafist á svæðinu á næstu mánuðum. „Við erum núna að skoða þá mögulega að ef gos byrjar norðan vatnaskila, á svipuðum slóðum og þessu gosi lauk. Í gígunum þar sem þetta gos endaði. Ef við fáum upphafsfasa á þeim slóðum, þá er vegalengdin niður að Reykjanesbraut ekki nema sex kílómetrar,“ segir Þorvaldur. Hraun gæti flætt yfir brautina nokkrum klukkutímum eftir upphaf goss, verði upphafsfasinn jafnkraftmikill og við höfum séð í síðustu gosum. „Þessi sviðsmynd er kannski í augnablikinu ekki sú líklegasta en hún er möguleg. Og á meðan hún er möguleg þá verðum við að skoða hana. Líklegasta sviðsmyndin er að sagan endurtaki sig eins og í fyrri gosum að gosin byrji á þessari stuttu gossprungu suðaustur af Stóra-Skógfelli og síðan færist virknin til norðurs eða suðurs eins og hún hefur gert í fyrri atburðum,“ segir Þorvaldur. Mögulega þurfi að huga að því að vernda innviði norðan við síðustu eldgos. „Við sem erum í innviðahópnum höfum verið að ræða þennan möguleika. Að það verði gos norðan vatnaskila og hraun fari að flæða í áttina að norðurströndinni á Reykjanesskaganum. Við höfum rætt þetta síðan 2021 þannig það er til ýmislegt í pokahorninu hvað varðar mat á hættum og hvaða sviðsmyndir eru líklegastar,“ segir Þorvaldur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Vogar Varnargarðar á Reykjanesskaga Samgöngur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Sjötta eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni á níu mánuðum lauk í gær. Gosið stóð yfir í tvær vikur en landris er hafið í Svartsengi sem bendir til þess að kvika sé farin að streyma inn í kvikuhólfið á ný. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur atburðarás síðustu mánaða því líklegast ætla að endurtaka sig. Nýtt gos gæti hafist á svæðinu á næstu mánuðum. „Við erum núna að skoða þá mögulega að ef gos byrjar norðan vatnaskila, á svipuðum slóðum og þessu gosi lauk. Í gígunum þar sem þetta gos endaði. Ef við fáum upphafsfasa á þeim slóðum, þá er vegalengdin niður að Reykjanesbraut ekki nema sex kílómetrar,“ segir Þorvaldur. Hraun gæti flætt yfir brautina nokkrum klukkutímum eftir upphaf goss, verði upphafsfasinn jafnkraftmikill og við höfum séð í síðustu gosum. „Þessi sviðsmynd er kannski í augnablikinu ekki sú líklegasta en hún er möguleg. Og á meðan hún er möguleg þá verðum við að skoða hana. Líklegasta sviðsmyndin er að sagan endurtaki sig eins og í fyrri gosum að gosin byrji á þessari stuttu gossprungu suðaustur af Stóra-Skógfelli og síðan færist virknin til norðurs eða suðurs eins og hún hefur gert í fyrri atburðum,“ segir Þorvaldur. Mögulega þurfi að huga að því að vernda innviði norðan við síðustu eldgos. „Við sem erum í innviðahópnum höfum verið að ræða þennan möguleika. Að það verði gos norðan vatnaskila og hraun fari að flæða í áttina að norðurströndinni á Reykjanesskaganum. Við höfum rætt þetta síðan 2021 þannig það er til ýmislegt í pokahorninu hvað varðar mat á hættum og hvaða sviðsmyndir eru líklegastar,“ segir Þorvaldur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Vogar Varnargarðar á Reykjanesskaga Samgöngur Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira