Handbolti

Arnór hafði betur gegn Guð­mundi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnór ásamt aðstoðarmanni sínum hjá Holstebro.
Arnór ásamt aðstoðarmanni sínum hjá Holstebro. TTH Holstebro

Holstebro, lið Arnórs Atlasonar, hafði betur gegn Fredericia, liði Guðmundar Þ. Guðmundssonar, í 1. umferð dönsku úrvalsdeild karla í handbolta. Þá byrjar Bjarki Már Elísson tímabilið af krafti í Ungverjalandi.

Holstebro lagði Fredericia með minnsta mun í kvöld, lokatölur 29-28. Hvorki Arnór Viðarsson né Einar Þorsteinn Ólafsson komust á blað hjá tapliðinu.

Holsebro skoraði sigurmarkið aðeins þremur sekúndum fyrir leikslok og byrjar tímabilið því á sigri.

Í Svíþjóð fór Jóhanna Margrét Sigurðardóttir á kostum þegar Kristianstad vann Ekilstuna með 11 marka mun í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar þar í landi. Jóhanna Margrét var markahæst allra á vellinum með 9 mörk. Þá skoraði Berta Rut Harðardóttir tvö mörk fyrir lið Kristianstad.

Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk í gríðarlega sannfærandi fjórtán marka sigri Veszprém á Dabas í 1. umferð ungversku úrvalsdeildarinnar, lokatölur 42-28.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×