Handbolti

Ólafur ekki með FH næstu vikurnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Gústafsson með Ásgeiri Jónssyni formanni handknattleiksdeildar FH.
Ólafur Gústafsson með Ásgeiri Jónssyni formanni handknattleiksdeildar FH. FH Handbolti

Ólafur Gústafsson mun ekki leika með FH í Olís-deild karla í handbolta næstu fjórar til sex vikurnar.

Það er Handbolti.is sem greinir fyrst frá þessum tíðindum en um er að ræða mikið högg fyrir ríkjandi Íslandsmeistarana sem sóttu Ólaf í sumar. Undanfarin fjögur ár lék Ólafur með KA á Akureyri en ákvað að semja við uppeldisfélagið í sumar.

Hinn 35 ára gamli Ólafur hefur einnig spilað fyrir Stjörnuna hér á landi ásamt því að spila sem atvinnumaður fyrir Kolding og Álaborg í Danmörku og Flensburg í Þýskalandi.

Skyttan fór í speglun á hné fyrir skemmstu þar sem kom í ljós að hann yrði frá næstu vikurnar.

FH hóf tímabilið með fjögurra marka sigri á Fram í Olís-deild karla




Fleiri fréttir

Sjá meira


×