Nær dauða en lífi á bráðamóttökunni Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. september 2024 08:09 Líkt og Kristín bendir á er dóttir hennar stálhraust landsliðskona í handbolta og í toppformi en það mun taka hana allnokkrar vikur að komast á sama stað og hún var. Samsett „Mér finnst mikilvægt að deila þessu svo fólk sjái í alvöru hvernig staðan er á heilbrigðiskerfinu okkar“ segir Kristín Guðmundsdóttir handboltakona. Hún gagnrýnir harðlega þær aðstæður sem blöstu við þegar hún leitaði ásamt dóttur sinni á bráðamóttöku Landspítalans á dögunum. Kristín og Embla Steindórsdóttir dóttir hennar eru báðar þekktar innan handboltaheimsins hér á landi; Kristín er þaulreynd fyrrverandi landsliðskona með Val en Embla, sem er 18 ára gömul, gekk til liðs við Stjörnuna á síðasta ári og hefur náð gífurlega góðum árangri. Kristín deildi reynslu þeirra mæðgna í opinni færslu á facebook sem fengið hefur mikil viðbrögð. Grét út tíma á heilsugæslunni Þann 1. ágúst síðastliðinn héldu mæðgurnar Kristín og Embla af stað í sex daga ferð til New York ásamt Telmu, tvíburasystur Emblu sem var á leiðinni í háskólanám í borginni. Að sögn Kristínar byrjuðu veikindi Emblu að láta á sér kræla strax í fluginu á leiðinni út. Veikindin ágerðust næstu daga á meðan mæðgurnar dvöldu í Bandaríkjunum; Embla var með yfir 40 stiga hita, mikinn hósta og svæsna ælupest og var að sögn Kristínar farin að anda „eins og gamalmenni undir lokin.“ Í fluginu á leiðinni heim hafi líðan Emblu verið orðin svo slæm að hún þurfti að dvelja frammi í eldhúsi („galley“) vélarinnar. Mæðgurnar lentu á Íslandi aðfaranótt 7. ágúst og náðu þá loks nokkurra klukkutíma svefni. Það var síðan fyrsta verk Kristínar að hafa samband við heilsugæsluna. „Það er alltaf verið að benda fólki að fara rétta leið, og ekki leita á bráðamóttökuna nema í neyðartilfellum. Og að sjálfsögðu vildi ég fylgja því. Maður vill auðvitað ekki vera að eyða tíma starfsfólks bráðamóttökunnar að óþörfu,“segir Kristín. „Ég hringi svo á heilsugæsluna um ellefu leytið til að fá tíma þar. En eins og staðan er orðin á flestum heilsugæslum þá er aldrei möguleiki að fá tíma samdægurs, nema á vaktinni milli fjögur og sex. En þar er heldur ekki hægt að fá tíma nema panta samdægurs og ef maður gerir það ekki milli átta og níu eru allir tímar farnir.“ Hún kveðst bókstaflega hafa náð að gráta út tíma fyrir dóttur sína, sem hafi nánast verið nær dauða en lífi þessa daga í New York borg. Á meðan mæðgurnar biðu á heilsugæslunni var Embla það máttfarin að sögn Kristínar að hún varð að leggjast á gólfið inni á salerninu. Læknir sem tók á móti Emblu á heilsugæslunni tjáði þeim mæðgum að vafalaust væri um lungabólgu að ræða og að súrefnismettun Emblu væri einungis 88 prósent, sem telst mjög lágt. Gaf hann mæðgunum þau fyrirmæli að fara tafarlaust á bráðamóttöku Landspítalans. Að sögn Kristínar skrifaði læknirinn upp á beiðni um að Embla fengi tafarlaust innlögn við komu á bráðamóttökuna, þar sem hún væri nú þegar búin að fá forskoðun. Öryggisvörður reyndi að hjálpa Mæðgurnar voru komnar á bráðamóttökuna um fimm leytið þennan dag. „Við skráum okkur inn og ég læt konuna fá beiðnina og hún segist skrá beiðnina í kerfið. Við setjumst þarna í hræðilega hörðu og vondu stólana og hittum í leiðinni mæðgur sem við þekkjum. Embla sat í stólnum í sirka þrjátíu til fjörtíu mínútur og gat þá ekki lengur setið og lagðist á gólfið. Henni leið alveg hræðilega illa þarna,“ segir Kristín og bætir við að þegar hún spurst fyrir um hvort dóttir hennar gæti fengið teppi eða kodda eða eitthvað til að gera aðstæðurnar bærilegri hafi lítið verið hægt að gera. Kristín endaði sjálf á því að ná í teppi sem hún var með í bílnum hjá sér og breiða yfir Emblu. Kristín rifjar upp að eini starfsmaðurinn sem hafi sýnt skjólstæðingum bráðamóttökunnar raunverulega umhyggju hafi verið öryggisvörðurinn, sem hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að ganga á milli fólks og spyrja hvort það þyrfti einhverja aðstoð, eins og hjólastól. Að sögn Kristínar var hjúkrunarfræðingur frammi á bráðamóttökunni sem hafði það hlutverk að taka á móti sjúklingum, mæla lífsmörk og forgangsraða tilfellum eftir alvarleika. „Ég spyr hvort að hún sé ekki búin að lesa beiðnina frá lækninum því þar stendur að Embla sé með lungnabólgu og þessa mettun. Hún segir strax að hún „hafi engan tíma í að skoða beiðnir.“ Af hverju í ósköpunum erum við þá að fara fyrst til heimilislæknis ef enginn ætlar að taka mark á þeim?“ spyr Kristín. Að sögn Kristínar var Embla loksins „tekin inn“ eftir að hafa legið á gólfinu á bráðamóttökunni í þrjár klukkustundir - með 39 stiga hita, lungnabólgu, ælupest og súrefnismettun sem var langt undir eðlilegum mörkum. Meðfylgjandi myndskeið tók Kristín af dóttur sinni þar sem hún lá frammi á ganginum á bráðamóttökunni, veikburða og með stöðug hóstaköst. Klippa: Bið á bráðamóttöku „Þegar við komum svo inn fórum við í rúm á ganginum, eins og flestir fá.“ Lyfin gleymdust Kristín lýsir því sem tók við í kjölfarið. Fyrst hafi óreyndum hjúkrunarfræðingi mistekist að setja upp æðalegg hjá Emblu; stakk hana og stakk en fann enga æð. „Embla var svo kvalin og veik að hún bara grét og grét, á meðan stelpan var að reyna þetta. Það endaði með því að stelpan eiginlega flúði og stuttu seinna kom ný sem var reyndari og hún stakk Emblu ekkert fyrr en hún var búin að finna æð. Svo byrjaði allt ferlið upp á nýtt.“ Að sögn Kristínar mætti læknanemi á einum tímapunkti og kvað upp þá niðurstöðu að Embla væri sennilega með lungabólgu og þyrfti að fara í myndatöku. Nákvæmlega sama niðurstaða og kom fram á fyrrnefndri beiðni heilsugæslulæknisins sem skoðaði Emblu fyrr um daginn. „Ég hefði betur farið bara beint á bráðamóttökuna og verið þá komin þangað klukkan ellefu um morguninn í stað þess að vera þarna um kvöldið.“ Að myndatöku lokinni tilkynnti læknaneminn mæðgunum að Embla væri með lungnabólgu í báðum lungum og það þyrfti að leggja hana inn. Hún myndi svo fá lyf og svo önnur lyf í æð sem eru breiðvirkari til að koma í veg fyrir aðrar sýkingar. „Hann sagði okkur síðan að það myndu koma læknar niður til okkar til að leggja hana inn. Embla fær svo þarna vökva í æð, sem ég var margbúin að biðja um því hún var ekki búin að borða eða drekka mikið í sex daga.“ Að sögn Kristínar liðu tæplega þrjár klukkustundir þar til það kom í ljós að gleymst hafði að láta Emblu fá fyrrnefnd lyf sem læknaneminn hafi talað um. Lyfin fékk hún ekki fyrr en um miðnætti. Tæpri klukkustund síðar var þeim mæðgum síðan tjáð að engin rúm væru laus á deildinni, og að Embla þyrfti að sofa frammi á ganginum. „Þarna var staðan þannig að Embla gat varla labbað á klósettið vegna þess að hún náði varla andanum. Ég spurði:„Á ég bara að sofa þá hér á gólfinu?“ Konan sagði þá: „Já, eða bara fara heim,“segir Kristín og bætir við að skiljanlega hafi hún ekki getað hugsað sér að skilja dóttur sína eftir í þessum aðstæðum. Þrettán klukkutímar án súrefnis Stuttu seinna var mæðgunum vísað inn á stóra stofu þar sem fyrir lágu tíu til fimmtán aðrir sjúklingar og lítið sem ekkert næði. „Það var aðeins hægt að draga fyrir, og þau náðu að troða inn lazy boy stól fyrir mig, sem ég var mjög þakklát fyrir. Þarna var einungis gamalt fólk með mjaðmarbrot, brotinn ökla og svo framvegis. Embla lá þarna næstum því ofan í manni sem var alkahólisti og vildi ekki fara að sofa og vissi ekki hvar hann var. Klukkan rúmlega þrjú um nóttina náðum við að sofna í sirka tvo og hálfan tíma, meira en við höfðum sofið í sex daga. Embla vaknaði svo þarna fyrir klukkan sex og þufti að fara á klósettið. Hún var föst í allskonar snúrur sem gáfu henni vökva í æð og hún vildi ekki vekja mig. Hún bað hjúkrunarfræðing að fara með sér á klósettið. Þegar þessi kona labbar með henni fattar hún greinilega að Embla getur nánast ekki andað. Samt var margbúið að skoða súrefnismettunina hennar. Þannig að þegar þær koma aftur í rúmið setur hún Emblu í súrefni. Þarna voru sirka þrettán tímar síðan að við komum á bráðamóttökuna og það hafði engum dottið í hug að hún þyrfti súrefni.“ Barnaspítalinn eins og fimm stjörnu hótel Að sögn Kristínar var það ekki fyrr en í morgunsárið að sérfræðilæknir skoðaði Emblu. „Hann sagði pínu hneykslaður og pirraður við starfsfólkið að svona tilfelli eins og Emblu krefðust einangrunar. Þau virtust nú vita það en enginn gerði neitt. Hann krafðist þess að þau mynda finna stofu fyrir Emblu og setja hana í einangrun.“ Emblu var því næst komið fyrir í stofu sem vanalega er notuð sem skoðunarstofa á bráðamóttökunni og fékk að sögn Kristínar meira næði. Þar dvaldi hún næsta sólarhringinn og í millitíðinni gleymdist að sögn Kristínar aftur að gefa dóttur hennar nauðsynleg lyf í æð. „Ég bað þau vinsamlegast að láta mig vita hvernig allt ætti að vera svo ég gæti fylgst með og ekkert myndi gleymast. Þarna hugsaði ég um allt fólkið sem er ekki með neinn með sér. Ég var þó allavega þarna til að hjálpa Emblu á klósettið, hjálpa henni að borða og þess háttar.“ Að sögn Kristínar komst fyrst hreyfing á málin þegar þær mæðgur voru búnar að dvelja á bráðamóttökunni í tæpa tvo sólarhringa. Þá hafi Már Kristjánsson, framkvæmdastjóri á sviði bráðalyflækninga mætt á stofuna til Emblu. „Hann kynnir sig og segir að hún sé nú að lækka meðalaldurinn of mikið þarna og hvort að það megi ekki bjóða henni að flytja sig á Barnaspítalann, þó að hún sé nú nokkrum mánuðum eldri en barn. Við þáðum það að sjálfsögðu og Embla var flutt með sjúkrabíl á barnaspítala Hringsins.“ Kristín segir að þetta hafi verið eins og að fara „úr ræsinu yfir á fimm stjörnu hótel.“ Þar fengu þær mæðgur stóra og rúmgóða stofu. „Þjónustan var auðvitað upp á tíu, ekkert stress og engin læti og manni leið eins og það væru allir bara að hugsa um Emblu.“ Hún segir dóttur sína hafa fengið margfalt betri umönnun á Barnaspítalanum. Eftirlitið hafi verið margfalt meira. Þar var Embla látin vera með súrefnismettunarmælinn á sér allan sólarhringinn. „Þarna var Embla tengd inn til þeirra alla nóttina og það var alltaf verið að fylgjast með henni. Það var ekkert fylgst svona með henni á bráðamóttökunni.“ Embla er á batavegi þessa dagana.Aðsend Á batavegi Embla lá á spítalanum í alls átta daga, eftir að hafa verið veik í sex daga á undan. Líkt og Kristín bendir á er dóttir hennar stálhraust landsliðskona í handbolta og í toppformi en það muni taka hana allnokkrar vikur að komast á sama stað og hún var. Kristín segist hafa séð sig knúna til að deila upplifun þeirra mæðgna í færslu á facebook því henni hafi blöskrað ástandið á bráðamóttökunni, og sömuleiðis verklag og vinnubrögð. Hún segist óneitanlega hafa leitt hugann að því hvernig hefði farið ef dóttir hennar hefði komið einsömul á bráðamóttökuna. „Hún hafði mig þarna með sér, og ég var alveg frekar hörð. En það eru ekki allir svo heppnir.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Handbolti Helgarviðtal Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Kristín og Embla Steindórsdóttir dóttir hennar eru báðar þekktar innan handboltaheimsins hér á landi; Kristín er þaulreynd fyrrverandi landsliðskona með Val en Embla, sem er 18 ára gömul, gekk til liðs við Stjörnuna á síðasta ári og hefur náð gífurlega góðum árangri. Kristín deildi reynslu þeirra mæðgna í opinni færslu á facebook sem fengið hefur mikil viðbrögð. Grét út tíma á heilsugæslunni Þann 1. ágúst síðastliðinn héldu mæðgurnar Kristín og Embla af stað í sex daga ferð til New York ásamt Telmu, tvíburasystur Emblu sem var á leiðinni í háskólanám í borginni. Að sögn Kristínar byrjuðu veikindi Emblu að láta á sér kræla strax í fluginu á leiðinni út. Veikindin ágerðust næstu daga á meðan mæðgurnar dvöldu í Bandaríkjunum; Embla var með yfir 40 stiga hita, mikinn hósta og svæsna ælupest og var að sögn Kristínar farin að anda „eins og gamalmenni undir lokin.“ Í fluginu á leiðinni heim hafi líðan Emblu verið orðin svo slæm að hún þurfti að dvelja frammi í eldhúsi („galley“) vélarinnar. Mæðgurnar lentu á Íslandi aðfaranótt 7. ágúst og náðu þá loks nokkurra klukkutíma svefni. Það var síðan fyrsta verk Kristínar að hafa samband við heilsugæsluna. „Það er alltaf verið að benda fólki að fara rétta leið, og ekki leita á bráðamóttökuna nema í neyðartilfellum. Og að sjálfsögðu vildi ég fylgja því. Maður vill auðvitað ekki vera að eyða tíma starfsfólks bráðamóttökunnar að óþörfu,“segir Kristín. „Ég hringi svo á heilsugæsluna um ellefu leytið til að fá tíma þar. En eins og staðan er orðin á flestum heilsugæslum þá er aldrei möguleiki að fá tíma samdægurs, nema á vaktinni milli fjögur og sex. En þar er heldur ekki hægt að fá tíma nema panta samdægurs og ef maður gerir það ekki milli átta og níu eru allir tímar farnir.“ Hún kveðst bókstaflega hafa náð að gráta út tíma fyrir dóttur sína, sem hafi nánast verið nær dauða en lífi þessa daga í New York borg. Á meðan mæðgurnar biðu á heilsugæslunni var Embla það máttfarin að sögn Kristínar að hún varð að leggjast á gólfið inni á salerninu. Læknir sem tók á móti Emblu á heilsugæslunni tjáði þeim mæðgum að vafalaust væri um lungabólgu að ræða og að súrefnismettun Emblu væri einungis 88 prósent, sem telst mjög lágt. Gaf hann mæðgunum þau fyrirmæli að fara tafarlaust á bráðamóttöku Landspítalans. Að sögn Kristínar skrifaði læknirinn upp á beiðni um að Embla fengi tafarlaust innlögn við komu á bráðamóttökuna, þar sem hún væri nú þegar búin að fá forskoðun. Öryggisvörður reyndi að hjálpa Mæðgurnar voru komnar á bráðamóttökuna um fimm leytið þennan dag. „Við skráum okkur inn og ég læt konuna fá beiðnina og hún segist skrá beiðnina í kerfið. Við setjumst þarna í hræðilega hörðu og vondu stólana og hittum í leiðinni mæðgur sem við þekkjum. Embla sat í stólnum í sirka þrjátíu til fjörtíu mínútur og gat þá ekki lengur setið og lagðist á gólfið. Henni leið alveg hræðilega illa þarna,“ segir Kristín og bætir við að þegar hún spurst fyrir um hvort dóttir hennar gæti fengið teppi eða kodda eða eitthvað til að gera aðstæðurnar bærilegri hafi lítið verið hægt að gera. Kristín endaði sjálf á því að ná í teppi sem hún var með í bílnum hjá sér og breiða yfir Emblu. Kristín rifjar upp að eini starfsmaðurinn sem hafi sýnt skjólstæðingum bráðamóttökunnar raunverulega umhyggju hafi verið öryggisvörðurinn, sem hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að ganga á milli fólks og spyrja hvort það þyrfti einhverja aðstoð, eins og hjólastól. Að sögn Kristínar var hjúkrunarfræðingur frammi á bráðamóttökunni sem hafði það hlutverk að taka á móti sjúklingum, mæla lífsmörk og forgangsraða tilfellum eftir alvarleika. „Ég spyr hvort að hún sé ekki búin að lesa beiðnina frá lækninum því þar stendur að Embla sé með lungnabólgu og þessa mettun. Hún segir strax að hún „hafi engan tíma í að skoða beiðnir.“ Af hverju í ósköpunum erum við þá að fara fyrst til heimilislæknis ef enginn ætlar að taka mark á þeim?“ spyr Kristín. Að sögn Kristínar var Embla loksins „tekin inn“ eftir að hafa legið á gólfinu á bráðamóttökunni í þrjár klukkustundir - með 39 stiga hita, lungnabólgu, ælupest og súrefnismettun sem var langt undir eðlilegum mörkum. Meðfylgjandi myndskeið tók Kristín af dóttur sinni þar sem hún lá frammi á ganginum á bráðamóttökunni, veikburða og með stöðug hóstaköst. Klippa: Bið á bráðamóttöku „Þegar við komum svo inn fórum við í rúm á ganginum, eins og flestir fá.“ Lyfin gleymdust Kristín lýsir því sem tók við í kjölfarið. Fyrst hafi óreyndum hjúkrunarfræðingi mistekist að setja upp æðalegg hjá Emblu; stakk hana og stakk en fann enga æð. „Embla var svo kvalin og veik að hún bara grét og grét, á meðan stelpan var að reyna þetta. Það endaði með því að stelpan eiginlega flúði og stuttu seinna kom ný sem var reyndari og hún stakk Emblu ekkert fyrr en hún var búin að finna æð. Svo byrjaði allt ferlið upp á nýtt.“ Að sögn Kristínar mætti læknanemi á einum tímapunkti og kvað upp þá niðurstöðu að Embla væri sennilega með lungabólgu og þyrfti að fara í myndatöku. Nákvæmlega sama niðurstaða og kom fram á fyrrnefndri beiðni heilsugæslulæknisins sem skoðaði Emblu fyrr um daginn. „Ég hefði betur farið bara beint á bráðamóttökuna og verið þá komin þangað klukkan ellefu um morguninn í stað þess að vera þarna um kvöldið.“ Að myndatöku lokinni tilkynnti læknaneminn mæðgunum að Embla væri með lungnabólgu í báðum lungum og það þyrfti að leggja hana inn. Hún myndi svo fá lyf og svo önnur lyf í æð sem eru breiðvirkari til að koma í veg fyrir aðrar sýkingar. „Hann sagði okkur síðan að það myndu koma læknar niður til okkar til að leggja hana inn. Embla fær svo þarna vökva í æð, sem ég var margbúin að biðja um því hún var ekki búin að borða eða drekka mikið í sex daga.“ Að sögn Kristínar liðu tæplega þrjár klukkustundir þar til það kom í ljós að gleymst hafði að láta Emblu fá fyrrnefnd lyf sem læknaneminn hafi talað um. Lyfin fékk hún ekki fyrr en um miðnætti. Tæpri klukkustund síðar var þeim mæðgum síðan tjáð að engin rúm væru laus á deildinni, og að Embla þyrfti að sofa frammi á ganginum. „Þarna var staðan þannig að Embla gat varla labbað á klósettið vegna þess að hún náði varla andanum. Ég spurði:„Á ég bara að sofa þá hér á gólfinu?“ Konan sagði þá: „Já, eða bara fara heim,“segir Kristín og bætir við að skiljanlega hafi hún ekki getað hugsað sér að skilja dóttur sína eftir í þessum aðstæðum. Þrettán klukkutímar án súrefnis Stuttu seinna var mæðgunum vísað inn á stóra stofu þar sem fyrir lágu tíu til fimmtán aðrir sjúklingar og lítið sem ekkert næði. „Það var aðeins hægt að draga fyrir, og þau náðu að troða inn lazy boy stól fyrir mig, sem ég var mjög þakklát fyrir. Þarna var einungis gamalt fólk með mjaðmarbrot, brotinn ökla og svo framvegis. Embla lá þarna næstum því ofan í manni sem var alkahólisti og vildi ekki fara að sofa og vissi ekki hvar hann var. Klukkan rúmlega þrjú um nóttina náðum við að sofna í sirka tvo og hálfan tíma, meira en við höfðum sofið í sex daga. Embla vaknaði svo þarna fyrir klukkan sex og þufti að fara á klósettið. Hún var föst í allskonar snúrur sem gáfu henni vökva í æð og hún vildi ekki vekja mig. Hún bað hjúkrunarfræðing að fara með sér á klósettið. Þegar þessi kona labbar með henni fattar hún greinilega að Embla getur nánast ekki andað. Samt var margbúið að skoða súrefnismettunina hennar. Þannig að þegar þær koma aftur í rúmið setur hún Emblu í súrefni. Þarna voru sirka þrettán tímar síðan að við komum á bráðamóttökuna og það hafði engum dottið í hug að hún þyrfti súrefni.“ Barnaspítalinn eins og fimm stjörnu hótel Að sögn Kristínar var það ekki fyrr en í morgunsárið að sérfræðilæknir skoðaði Emblu. „Hann sagði pínu hneykslaður og pirraður við starfsfólkið að svona tilfelli eins og Emblu krefðust einangrunar. Þau virtust nú vita það en enginn gerði neitt. Hann krafðist þess að þau mynda finna stofu fyrir Emblu og setja hana í einangrun.“ Emblu var því næst komið fyrir í stofu sem vanalega er notuð sem skoðunarstofa á bráðamóttökunni og fékk að sögn Kristínar meira næði. Þar dvaldi hún næsta sólarhringinn og í millitíðinni gleymdist að sögn Kristínar aftur að gefa dóttur hennar nauðsynleg lyf í æð. „Ég bað þau vinsamlegast að láta mig vita hvernig allt ætti að vera svo ég gæti fylgst með og ekkert myndi gleymast. Þarna hugsaði ég um allt fólkið sem er ekki með neinn með sér. Ég var þó allavega þarna til að hjálpa Emblu á klósettið, hjálpa henni að borða og þess háttar.“ Að sögn Kristínar komst fyrst hreyfing á málin þegar þær mæðgur voru búnar að dvelja á bráðamóttökunni í tæpa tvo sólarhringa. Þá hafi Már Kristjánsson, framkvæmdastjóri á sviði bráðalyflækninga mætt á stofuna til Emblu. „Hann kynnir sig og segir að hún sé nú að lækka meðalaldurinn of mikið þarna og hvort að það megi ekki bjóða henni að flytja sig á Barnaspítalann, þó að hún sé nú nokkrum mánuðum eldri en barn. Við þáðum það að sjálfsögðu og Embla var flutt með sjúkrabíl á barnaspítala Hringsins.“ Kristín segir að þetta hafi verið eins og að fara „úr ræsinu yfir á fimm stjörnu hótel.“ Þar fengu þær mæðgur stóra og rúmgóða stofu. „Þjónustan var auðvitað upp á tíu, ekkert stress og engin læti og manni leið eins og það væru allir bara að hugsa um Emblu.“ Hún segir dóttur sína hafa fengið margfalt betri umönnun á Barnaspítalanum. Eftirlitið hafi verið margfalt meira. Þar var Embla látin vera með súrefnismettunarmælinn á sér allan sólarhringinn. „Þarna var Embla tengd inn til þeirra alla nóttina og það var alltaf verið að fylgjast með henni. Það var ekkert fylgst svona með henni á bráðamóttökunni.“ Embla er á batavegi þessa dagana.Aðsend Á batavegi Embla lá á spítalanum í alls átta daga, eftir að hafa verið veik í sex daga á undan. Líkt og Kristín bendir á er dóttir hennar stálhraust landsliðskona í handbolta og í toppformi en það muni taka hana allnokkrar vikur að komast á sama stað og hún var. Kristín segist hafa séð sig knúna til að deila upplifun þeirra mæðgna í færslu á facebook því henni hafi blöskrað ástandið á bráðamóttökunni, og sömuleiðis verklag og vinnubrögð. Hún segist óneitanlega hafa leitt hugann að því hvernig hefði farið ef dóttir hennar hefði komið einsömul á bráðamóttökuna. „Hún hafði mig þarna með sér, og ég var alveg frekar hörð. En það eru ekki allir svo heppnir.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Handbolti Helgarviðtal Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira