DD-listi gæti haft góð og slæm áhrif á Sjálfstæðisflokkinn Bjarki Sigurðsson skrifar 6. september 2024 14:35 Ólafur Harðarson er stjórnmálafræðingur og prófessor emeritus við stjórmálafræðideild Háskóla Íslands. Vísir/Einar Stjórnmálafræðingur segir fólk geta túlkað það sem veikleikamerki leyfi Sjálfstæðisflokkurinn framboð DD-lista. Örfá fordæmi eru fyrir viðbótarlistum í íslenskri stjórnmálasögu. Í vikunni var fjallað um bréf sem athafnamaðurinn Bolli í Sautján sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins þar sem hann vildi vita hvort flokkurinn leyfði framboð sjálfstæðisfólks á viðbótarlistum í næstu þingkosningum. Svokallað DD-framboð. Þingmenn DD-listans myndu svo ganga í þingflokk Sjálfstæðisflokksins að loknum kosningum. Ólafur Harðarson stjórnmálafræðingur segir fordæmi vera fyrir viðbótarlistum þó þau séu ekki mörg. „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá hefur það komið fyrir í nokkur skipti að óskað hefur verið eftir DD-lista. Sigurbjörg Bjarnadóttir óskaði eftir því 1978 og Jón Sólnes sömuleiðis 1978 eða 1979, svo sennilega Eggert Haukdal í eitt eða tvö skipti. En í öll þessi skipti þá neitaði flokkurinn þessum sjálfstæðismönnum um að bjóða fram DD-lista þannig það eru engin fordæmi um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi heimilað þetta,“ segir Ólafur. Hann segir viðbótarlista geta bætt stöðu Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að jöfnunarsætum. Hins vegar telji ýmsir það veikleikamerki að leyfa tvo lista. „Miðað við fordæmin þá held ég að það sé langlíklegast að flokkurinn muni ekki leyfa þetta. En það er auðvitað hugsanlegt og rökin væru þá fyrst og fremst að þá reiknast atkvæði DD-listans til flokksins þegar jöfnunarsætum er úthlutað og það getur skipt máli. Getur skipt máli upp á heilan þingmann,“ segir Ólafur. Hann segir augljóst að þeir sem vilji DD-lista séu óánægðir með núverandi forystu flokksins. Flokkurinn mælist með fjórtán til sautján prósent í nýjustu skoðanakönnunum. „Þetta er enn eitt dæmið um óánægju ýmissa flokksmanna með bæði gengi flokksins og núverandi flokksforystu,“ segir Ólafur. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Í vikunni var fjallað um bréf sem athafnamaðurinn Bolli í Sautján sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins þar sem hann vildi vita hvort flokkurinn leyfði framboð sjálfstæðisfólks á viðbótarlistum í næstu þingkosningum. Svokallað DD-framboð. Þingmenn DD-listans myndu svo ganga í þingflokk Sjálfstæðisflokksins að loknum kosningum. Ólafur Harðarson stjórnmálafræðingur segir fordæmi vera fyrir viðbótarlistum þó þau séu ekki mörg. „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá hefur það komið fyrir í nokkur skipti að óskað hefur verið eftir DD-lista. Sigurbjörg Bjarnadóttir óskaði eftir því 1978 og Jón Sólnes sömuleiðis 1978 eða 1979, svo sennilega Eggert Haukdal í eitt eða tvö skipti. En í öll þessi skipti þá neitaði flokkurinn þessum sjálfstæðismönnum um að bjóða fram DD-lista þannig það eru engin fordæmi um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi heimilað þetta,“ segir Ólafur. Hann segir viðbótarlista geta bætt stöðu Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að jöfnunarsætum. Hins vegar telji ýmsir það veikleikamerki að leyfa tvo lista. „Miðað við fordæmin þá held ég að það sé langlíklegast að flokkurinn muni ekki leyfa þetta. En það er auðvitað hugsanlegt og rökin væru þá fyrst og fremst að þá reiknast atkvæði DD-listans til flokksins þegar jöfnunarsætum er úthlutað og það getur skipt máli. Getur skipt máli upp á heilan þingmann,“ segir Ólafur. Hann segir augljóst að þeir sem vilji DD-lista séu óánægðir með núverandi forystu flokksins. Flokkurinn mælist með fjórtán til sautján prósent í nýjustu skoðanakönnunum. „Þetta er enn eitt dæmið um óánægju ýmissa flokksmanna með bæði gengi flokksins og núverandi flokksforystu,“ segir Ólafur.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira