Skinkan langódýrust í Prís Lovísa Arnardóttir skrifar 6. september 2024 12:01 Prís opnaði 17. ágúst og er enn ódýrasta matvöruverslunin. Vísir/Vilhelm Prís er enn ódýrasta matvöruverslunin tæpum fjórum vikum eftir opnun. Það er niðurstaða nýjasta verðlagseftirlits ASÍ. Frá upphafi ágústmánaðar hafa fjórar stærstu matvöruverslanir landsins lækkað verð sín. Verðlag á matvöru lækkaði um 0,5 prósent á milli júlí og ágúst. Fjórar stærstu matvörukeðjur landsins lækkuðu verð sín frá ágústbyrjun og til ágústloka á þeim vörum sem voru til skoðunar í verðlagseftirliti ASÍ. Bónus lækkaði verð á 19 prósent vara, Krónan og Nettó um níu prósent og Hagkaup um þrjú prósent. Ekki er um afmarkaða lækkun að ræða samkvæmt tilkynningu. Vörur í öllum flokkum allra fjögurra verslana hafi verið lækkaðar. Verð voru skoðuð dagana fram að 11. ágúst og dagana fram að 29. ágúst. Í tilkynningu ASÍ um verðlagseftirlitið segir að þó svo að Bónus hafi lækkað verð á flestum vörum hafi meðalverð þar lækkað minnst af þessum fjórum verslunum, eða um 0,3. Nettó hefur lækkað mest, eða um 0,8. Þó er bent á að á tímabilinu hafi heilsudagar verslunarkeðjunnar farið fram. Í tilkynningu ASÍ segir að þetta skýrist að hluta af krónu-fyrir-krónu verðstríði við Prís í til dæmis mjólkur- og kjötvörum. Prís opnaði í miðjum síðasta mánuði og kemur fram að frá þeim tíma og til 5. september hafi verð þar lækkað á 264 vörum og hækkað á sex vörum. Prís er því enn ódýrasta matvöruverslunin í samanburði verðlagseftirlitsins. Fjórða hver vara fimm prósentum ódýrari Af þeim 340 vörum sem finna mátti í Bónus, Krónunni og Prís þann 5. september voru 97 prósent á lægsta verðinu í Prís. Í Bónus voru sjö prósent á lægsta verðinu og í Krónunni ein vara – Kjarnafæðis-bratwurst sem kostaði 612 krónur, eins og í Bónus. Í Prís kostaði varan 613 krónur og í Nettó 614 krónur. ASÍ segir muninn þó ekki alltaf hafa verið svo tæpan. Fjórða hver vara hafi verið yfir fimm prósentum ódýrari í Prís en í Bónus og tíunda hver vara tíu prósentum ódýrari. Ein var var á hálfvirði miðað við Bónus, það var Goða skinkubunki. Í tilkynningu ASÍ til verðlagseftirlitsins segir að verðlag á matvöru hafi lækkað um 0,5 prósent á milli júlí og ágúst. Nánar um verðlagseftirlitið hér. Matvöruverslun Verðlag Neytendur Tengdar fréttir „Prísáhrif“ í verðbólgutölum Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. 29. ágúst 2024 12:24 Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Formaður Neytendasamtakanna segir útlit fyrir að lágvöruverðsverslanir hér á landi hafi haft með sér þögult samkomulag um verð. Hann fagnar aukinni samkeppni með tilkomu nýrrar verslunar, sem ætti að draga vöruverð niður um allt land. 22. ágúst 2024 20:32 Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Lágvöruverðsverslunin Prís hefur hrist upp í markaðnum og mælist oftast með lægra vöruverð en Bónus. Af um 280 vörum sem Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í dag voru um 200 ódýrari í Prís. 22. ágúst 2024 17:09 Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Fjórar stærstu matvörukeðjur landsins lækkuðu verð sín frá ágústbyrjun og til ágústloka á þeim vörum sem voru til skoðunar í verðlagseftirliti ASÍ. Bónus lækkaði verð á 19 prósent vara, Krónan og Nettó um níu prósent og Hagkaup um þrjú prósent. Ekki er um afmarkaða lækkun að ræða samkvæmt tilkynningu. Vörur í öllum flokkum allra fjögurra verslana hafi verið lækkaðar. Verð voru skoðuð dagana fram að 11. ágúst og dagana fram að 29. ágúst. Í tilkynningu ASÍ um verðlagseftirlitið segir að þó svo að Bónus hafi lækkað verð á flestum vörum hafi meðalverð þar lækkað minnst af þessum fjórum verslunum, eða um 0,3. Nettó hefur lækkað mest, eða um 0,8. Þó er bent á að á tímabilinu hafi heilsudagar verslunarkeðjunnar farið fram. Í tilkynningu ASÍ segir að þetta skýrist að hluta af krónu-fyrir-krónu verðstríði við Prís í til dæmis mjólkur- og kjötvörum. Prís opnaði í miðjum síðasta mánuði og kemur fram að frá þeim tíma og til 5. september hafi verð þar lækkað á 264 vörum og hækkað á sex vörum. Prís er því enn ódýrasta matvöruverslunin í samanburði verðlagseftirlitsins. Fjórða hver vara fimm prósentum ódýrari Af þeim 340 vörum sem finna mátti í Bónus, Krónunni og Prís þann 5. september voru 97 prósent á lægsta verðinu í Prís. Í Bónus voru sjö prósent á lægsta verðinu og í Krónunni ein vara – Kjarnafæðis-bratwurst sem kostaði 612 krónur, eins og í Bónus. Í Prís kostaði varan 613 krónur og í Nettó 614 krónur. ASÍ segir muninn þó ekki alltaf hafa verið svo tæpan. Fjórða hver vara hafi verið yfir fimm prósentum ódýrari í Prís en í Bónus og tíunda hver vara tíu prósentum ódýrari. Ein var var á hálfvirði miðað við Bónus, það var Goða skinkubunki. Í tilkynningu ASÍ til verðlagseftirlitsins segir að verðlag á matvöru hafi lækkað um 0,5 prósent á milli júlí og ágúst. Nánar um verðlagseftirlitið hér.
Matvöruverslun Verðlag Neytendur Tengdar fréttir „Prísáhrif“ í verðbólgutölum Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. 29. ágúst 2024 12:24 Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Formaður Neytendasamtakanna segir útlit fyrir að lágvöruverðsverslanir hér á landi hafi haft með sér þögult samkomulag um verð. Hann fagnar aukinni samkeppni með tilkomu nýrrar verslunar, sem ætti að draga vöruverð niður um allt land. 22. ágúst 2024 20:32 Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Lágvöruverðsverslunin Prís hefur hrist upp í markaðnum og mælist oftast með lægra vöruverð en Bónus. Af um 280 vörum sem Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í dag voru um 200 ódýrari í Prís. 22. ágúst 2024 17:09 Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
„Prísáhrif“ í verðbólgutölum Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. 29. ágúst 2024 12:24
Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Formaður Neytendasamtakanna segir útlit fyrir að lágvöruverðsverslanir hér á landi hafi haft með sér þögult samkomulag um verð. Hann fagnar aukinni samkeppni með tilkomu nýrrar verslunar, sem ætti að draga vöruverð niður um allt land. 22. ágúst 2024 20:32
Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Lágvöruverðsverslunin Prís hefur hrist upp í markaðnum og mælist oftast með lægra vöruverð en Bónus. Af um 280 vörum sem Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í dag voru um 200 ódýrari í Prís. 22. ágúst 2024 17:09