Matmálstímar hafa forvarnargildi Fjalar Freyr Einarsson skrifar 6. september 2024 08:32 Í starfi mínu sem atferlisráðgjafi hef ég kynnst fjölmörgum börnum sem sýna margskonar áhættuhegðun, svo sem ofbeldi, neyslu áfengis og ólöglegra efna. Þessi börn koma frá fjölbreyttum fjölskyldum, bæði efnameiri og efnaminni fjölskyldum, vel menntuðum og minna menntuðum. Það er eitt athyglisvert atriði sem flestar þeirra eiga sameiginlegt, en það er að fjölskyldan hefur sjaldan sjaldan átt sameiginlegar matmálsstundir við kvöldverðarborðið í gegnum tíðina. Það kann að virðast smávægilegt, en rannsóknir hafa sýnt fram á að það að borða saman sem fjölskylda hefur margþættan ávinning. Þegar börn þurfa að vera komin heim á ákveðnum tíma til að taka þátt í sameiginlegum matmálstíma skapast ákveðin regla og agi í lífi þeirra. Þessi venja kennir börnum að virða reglur og rútínu, sem er mikilvægt í daglegu lífi þeirra. Næring er einnig stór þáttur í þessu samhengi. Börn sem borða reglulega með fjölskyldu sinni eru líklegri til að fá hollari máltíðir, sem stuðlar ekki aðeins að betri líkamlegri heilsu, heldur einnig andlegri vellíðan. Matartíminn er ómetanlegur tími til að styrkja fjölskyldutengsl. Þegar fjölskyldumeðlimir ræða saman um það sem á daga þeirra hefur drifið styrkjast böndin á milli þeirra. Foreldrar fá tækifæri til að kynnast börnum sínum betur, þekkja vonir þeirra og þrár, sigra og vonbrigði. Rannsóknir hafa sýnt að fjölskyldumáltíðir geta ekki aðeins stuðlað að betri andlegri heilsu og auknu trausti á milli fjölskyldumeðlima, heldur einnig dregið úr áhættuhegðun meðal unglinga, svo sem áfengis- og vímuefnaneyslu, ofbeldi og slakri frammistöðu í skóla. Fyrir stúlkur virðast þessi verndandi áhrif vera sérstaklega sterk, en fjölskyldumáltíðir hafa verið tengdar við minni líkur á vímuefnanotkun og átröskun hjá þeim. Þessar niðurstöður undirstrika hversu mikilvægur matartíminn er, ekki aðeins sem tími til næringar, heldur einnig sem lykilþáttur í félagslegum og andlegum þroska barna og unglinga. Ennfremur er matartíminn oft eina stund dagsins þar sem fjölskyldan getur verið saman án truflana frá skjánum. Börn (og einnig foreldrar) eru oft mjög bundin við símann, jafnvel í kennslustundum, sem getur haft neikvæð áhrif á samskiptafærni þeirra. Með því að leggja símana til hliðar og einbeita sér að samtalinu við matarborðið er verið að styrkja tengslin innan fjölskyldunnar. Þetta umhverfi hvetur börn til að tjáningar og eykur einnig málskilning, sem stuðlar að auknum málþroska og betri hæfni þeirra til að tjá sig í framtíðinni. Ekki veitir af, þegar alltof stór hluti ungmenna útskrifast úr grunnskóla án þess að hafa nægan málskilning til að skilja textann sem það les eða heyrir. Slík samskipti geta einnig stuðlað að betri andlegri heilsu og auknu trausti innan fjölskyldunnar, sem er ómetanlegt fyrir velferð barna. Á heildina litið skiptir það máli að fjölskyldan borði saman, ekki aðeins til að efla heilsu og aga, heldur einnig til að styrkja samband og samskipti innan fjölskyldunnar. Með því að gefa þessu rými í daglegu lífi geta foreldrar lagt sitt af mörkum til að draga úr áhættuhegðun barna sinna og byggja upp sterkari og heilbrigðari fjölskyldueiningar. Höfundur er atferlisráðgjafi hjá Sigur.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Í starfi mínu sem atferlisráðgjafi hef ég kynnst fjölmörgum börnum sem sýna margskonar áhættuhegðun, svo sem ofbeldi, neyslu áfengis og ólöglegra efna. Þessi börn koma frá fjölbreyttum fjölskyldum, bæði efnameiri og efnaminni fjölskyldum, vel menntuðum og minna menntuðum. Það er eitt athyglisvert atriði sem flestar þeirra eiga sameiginlegt, en það er að fjölskyldan hefur sjaldan sjaldan átt sameiginlegar matmálsstundir við kvöldverðarborðið í gegnum tíðina. Það kann að virðast smávægilegt, en rannsóknir hafa sýnt fram á að það að borða saman sem fjölskylda hefur margþættan ávinning. Þegar börn þurfa að vera komin heim á ákveðnum tíma til að taka þátt í sameiginlegum matmálstíma skapast ákveðin regla og agi í lífi þeirra. Þessi venja kennir börnum að virða reglur og rútínu, sem er mikilvægt í daglegu lífi þeirra. Næring er einnig stór þáttur í þessu samhengi. Börn sem borða reglulega með fjölskyldu sinni eru líklegri til að fá hollari máltíðir, sem stuðlar ekki aðeins að betri líkamlegri heilsu, heldur einnig andlegri vellíðan. Matartíminn er ómetanlegur tími til að styrkja fjölskyldutengsl. Þegar fjölskyldumeðlimir ræða saman um það sem á daga þeirra hefur drifið styrkjast böndin á milli þeirra. Foreldrar fá tækifæri til að kynnast börnum sínum betur, þekkja vonir þeirra og þrár, sigra og vonbrigði. Rannsóknir hafa sýnt að fjölskyldumáltíðir geta ekki aðeins stuðlað að betri andlegri heilsu og auknu trausti á milli fjölskyldumeðlima, heldur einnig dregið úr áhættuhegðun meðal unglinga, svo sem áfengis- og vímuefnaneyslu, ofbeldi og slakri frammistöðu í skóla. Fyrir stúlkur virðast þessi verndandi áhrif vera sérstaklega sterk, en fjölskyldumáltíðir hafa verið tengdar við minni líkur á vímuefnanotkun og átröskun hjá þeim. Þessar niðurstöður undirstrika hversu mikilvægur matartíminn er, ekki aðeins sem tími til næringar, heldur einnig sem lykilþáttur í félagslegum og andlegum þroska barna og unglinga. Ennfremur er matartíminn oft eina stund dagsins þar sem fjölskyldan getur verið saman án truflana frá skjánum. Börn (og einnig foreldrar) eru oft mjög bundin við símann, jafnvel í kennslustundum, sem getur haft neikvæð áhrif á samskiptafærni þeirra. Með því að leggja símana til hliðar og einbeita sér að samtalinu við matarborðið er verið að styrkja tengslin innan fjölskyldunnar. Þetta umhverfi hvetur börn til að tjáningar og eykur einnig málskilning, sem stuðlar að auknum málþroska og betri hæfni þeirra til að tjá sig í framtíðinni. Ekki veitir af, þegar alltof stór hluti ungmenna útskrifast úr grunnskóla án þess að hafa nægan málskilning til að skilja textann sem það les eða heyrir. Slík samskipti geta einnig stuðlað að betri andlegri heilsu og auknu trausti innan fjölskyldunnar, sem er ómetanlegt fyrir velferð barna. Á heildina litið skiptir það máli að fjölskyldan borði saman, ekki aðeins til að efla heilsu og aga, heldur einnig til að styrkja samband og samskipti innan fjölskyldunnar. Með því að gefa þessu rými í daglegu lífi geta foreldrar lagt sitt af mörkum til að draga úr áhættuhegðun barna sinna og byggja upp sterkari og heilbrigðari fjölskyldueiningar. Höfundur er atferlisráðgjafi hjá Sigur.is.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun