Átta réðust á einn og höfðu af honum gleraugun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2024 06:24 Lögregla sinnti fjölbreyttum verkefnum á vaktinni í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti meðal annars fimm útköllum vegna líkamsárása á vaktinni i gærkvöldi og nótt og þremur vegna heimilisofbeldis. Ekki er gerð grein fyrir öllum málunum í tilkynningu lögreglu yfir verkefni næturinnar og sérstaklega tekið fram að lögregla veiti ekki upplýsingar um sérstaklega viðkvæm mál á þessu stigi. Hins vegar eru nokkur mál rakin, meðal annars útkall sem barst vegna manns sem hafði slegið annan mann í andlitið með golfkylfu, nánar tiltekið 5-tré. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu og kylfan haldlögð. Árásarþoli hlaut minniháttar áverka á andliti en sagðist ekki nenna að fara á slysadeild. Lögregla var einnig kölluð til vegna ógnandi manns í bílakjallara en sá reyndist hafa brotið framrúðu í bifreið og rænt fjármunum af tilkynnanda með því að hóta honum barsmíðum með flösku. Maðurinn var handtekinn og á honum fundust ætluð fíkniefni og ætlað þýfi. Annar maður sem tók þátt í ráninu og hafði í hótunum með eggvopni var farinn þegar lögreglu bar að og hefur ekki fundist. Lögregla sinnti einnig útkalli þar sem aðstoðar var óskað vegna ráns en þar voru átta sagðir hafa ráðist að einum og tekið af honum gleraugun. Árásarþoli sagði mennina hafa kýlt sig í höfuðið, dregið sig niður í jörðina og sparkað í hnakka og bak. Flestir sem komu að málum eru óþekktir og allir eru ófundnir. Málið er í rannsókn. Ein eftirför var farin í gær þegar ökumaður freistaði þess að komast undan lögreglu. Stöðvaði hann loks bifreið sína en hljóp í burtu í gegnum garða við íbúðarhús. Lögreglumenn náðu manninum og yfirbuguðu . Hann reyndist ölvaður og undir áhrifum kókaíns og þá fundust fíkniefni í bifreiðinni. Lögreglumál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Ekki er gerð grein fyrir öllum málunum í tilkynningu lögreglu yfir verkefni næturinnar og sérstaklega tekið fram að lögregla veiti ekki upplýsingar um sérstaklega viðkvæm mál á þessu stigi. Hins vegar eru nokkur mál rakin, meðal annars útkall sem barst vegna manns sem hafði slegið annan mann í andlitið með golfkylfu, nánar tiltekið 5-tré. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu og kylfan haldlögð. Árásarþoli hlaut minniháttar áverka á andliti en sagðist ekki nenna að fara á slysadeild. Lögregla var einnig kölluð til vegna ógnandi manns í bílakjallara en sá reyndist hafa brotið framrúðu í bifreið og rænt fjármunum af tilkynnanda með því að hóta honum barsmíðum með flösku. Maðurinn var handtekinn og á honum fundust ætluð fíkniefni og ætlað þýfi. Annar maður sem tók þátt í ráninu og hafði í hótunum með eggvopni var farinn þegar lögreglu bar að og hefur ekki fundist. Lögregla sinnti einnig útkalli þar sem aðstoðar var óskað vegna ráns en þar voru átta sagðir hafa ráðist að einum og tekið af honum gleraugun. Árásarþoli sagði mennina hafa kýlt sig í höfuðið, dregið sig niður í jörðina og sparkað í hnakka og bak. Flestir sem komu að málum eru óþekktir og allir eru ófundnir. Málið er í rannsókn. Ein eftirför var farin í gær þegar ökumaður freistaði þess að komast undan lögreglu. Stöðvaði hann loks bifreið sína en hljóp í burtu í gegnum garða við íbúðarhús. Lögreglumenn náðu manninum og yfirbuguðu . Hann reyndist ölvaður og undir áhrifum kókaíns og þá fundust fíkniefni í bifreiðinni.
Lögreglumál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira