Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað samfélagið Heimir Már Pétursson skrifar 5. september 2024 12:16 Fyrirhugað er að reisa 26 vildmyllur í Búrfellslundi sem gefi 120 megavött. Landsvirkjun segir mikla þörf á aukinni orku í samfélaginu og hefur verið með Búrfellslund í undirbúningi í rúman áratug. Landsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að kæra virkjunarleyfi sem Orkustofnun gaf nýlega út fyrir Búrfellslund vindorkugarðinn til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Vindorkugarðurinn á ekki að rísa í landi sveitarfélagsins en meirihluti sveitarstjórnar telur hann hafa áhrif á framtíðar skipulagsmöguleika þess. Sveitarstjórnin vísar til tillagna sem Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra greindi frá í febrúar á þessu ári, sem gætu tryggt efnahagslegan ávinning nærumhverfis sveitarfélaga af orkuvinnslu, sem ekki hafi gengið eftir. Áður en ný lög hefðu verið samþykkt væri ekki hægt að halda lengra. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir Skeiða- og Gnúpverjahrepp ekkert hafa með framkvæmdaleyfi Búrfellslundar að gera, en vilji fá hlutdeild í fasteignagjöldum virkjunarinnar.Stöð 2/Egill Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að samkvæmt gildandi lögum þurfi ekki að sækja um framkvæmdaleyfi til Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Enda ætti Búrfellslundur að rísa á framkvæmdasvæði Landsvirkjunar á milli Búrfellsvirkjunar Sultartangavirkjunar í Rangárþingi ytra. „Við höfum nú í rúman áratug verið að undirbúa þessa virkjun. Í flóknu samráðsferli, í gegnum rammaáætlun, umhverfismat, skipulagsvinnu og síðan í gegnum endanlegt virkjanaleyfi og framkvæmdaleyfi. Svo erum við að fá á lokastigum ný viðhorf frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem okkur finnst sérstakt,“ segir Hörður. Sveitarfélagið hafi ítrekað fengið tækifæri til að koma athugasemdum á framfæri en ekki nýtt þau fyrr en nú á lookametrunum í lögu undirbúningsferli. Samkvæmt gildandi lögum fari fasteignagjöldin af væntanlegri virkjun til Rangárþings ytra og hann telji allar líkur á að þar verði samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi. „Þannig að þetta snýst að mínu mati fyrst og fremst um að Skeiða- og Gnúpverjahreppur telur að þeir eigi að fá hlut af fasteignagjöldunum. Það er bara ekki hluti af veitingu framkvæmdaleyfis,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Fyrirtækið uppfylli allar forsendur fyrir framkvæmdaleyfi. Búrfellslundur væri nauðsynleg viðbót við orkuframleiðslu í landinu enda skortur á orku miðað við þarfir samfélagsins. Landsvikjun áformi að hefja undirbúningsframkvæmdir í vetur þannig að vindorkuverið komist í gagnið í lok árs 2026. „Ef við náum ekki undirbúningsframkvæmdunum núna í vetur mun verkefnið að minnsta kosti frestast um ár. Jafnvel um tvö ár. Það mun hafa mjög neikvæð áhrif á samfélagið,“ segir Hörður Arnarson. Könnun Maskínu sem birt var í dag.Maskína Samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem birt var í morgun finnst 65 prósentum Íslendinga skipta miklu máli að afla aukinnar orku á Íslandi. Þá eru 50 prósent hlynnt fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. Í sömu könnun kemur einnig fram að 76 prósent Íslendinga finnist það skipta miklu máli að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila. Landsvirkjun Vindorka Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Orkumál Efnahagsmál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 5. september 2024 10:39 Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43 Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ 29. ágúst 2024 08:55 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að kæra virkjunarleyfi sem Orkustofnun gaf nýlega út fyrir Búrfellslund vindorkugarðinn til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Vindorkugarðurinn á ekki að rísa í landi sveitarfélagsins en meirihluti sveitarstjórnar telur hann hafa áhrif á framtíðar skipulagsmöguleika þess. Sveitarstjórnin vísar til tillagna sem Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra greindi frá í febrúar á þessu ári, sem gætu tryggt efnahagslegan ávinning nærumhverfis sveitarfélaga af orkuvinnslu, sem ekki hafi gengið eftir. Áður en ný lög hefðu verið samþykkt væri ekki hægt að halda lengra. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir Skeiða- og Gnúpverjahrepp ekkert hafa með framkvæmdaleyfi Búrfellslundar að gera, en vilji fá hlutdeild í fasteignagjöldum virkjunarinnar.Stöð 2/Egill Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að samkvæmt gildandi lögum þurfi ekki að sækja um framkvæmdaleyfi til Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Enda ætti Búrfellslundur að rísa á framkvæmdasvæði Landsvirkjunar á milli Búrfellsvirkjunar Sultartangavirkjunar í Rangárþingi ytra. „Við höfum nú í rúman áratug verið að undirbúa þessa virkjun. Í flóknu samráðsferli, í gegnum rammaáætlun, umhverfismat, skipulagsvinnu og síðan í gegnum endanlegt virkjanaleyfi og framkvæmdaleyfi. Svo erum við að fá á lokastigum ný viðhorf frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem okkur finnst sérstakt,“ segir Hörður. Sveitarfélagið hafi ítrekað fengið tækifæri til að koma athugasemdum á framfæri en ekki nýtt þau fyrr en nú á lookametrunum í lögu undirbúningsferli. Samkvæmt gildandi lögum fari fasteignagjöldin af væntanlegri virkjun til Rangárþings ytra og hann telji allar líkur á að þar verði samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi. „Þannig að þetta snýst að mínu mati fyrst og fremst um að Skeiða- og Gnúpverjahreppur telur að þeir eigi að fá hlut af fasteignagjöldunum. Það er bara ekki hluti af veitingu framkvæmdaleyfis,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Fyrirtækið uppfylli allar forsendur fyrir framkvæmdaleyfi. Búrfellslundur væri nauðsynleg viðbót við orkuframleiðslu í landinu enda skortur á orku miðað við þarfir samfélagsins. Landsvikjun áformi að hefja undirbúningsframkvæmdir í vetur þannig að vindorkuverið komist í gagnið í lok árs 2026. „Ef við náum ekki undirbúningsframkvæmdunum núna í vetur mun verkefnið að minnsta kosti frestast um ár. Jafnvel um tvö ár. Það mun hafa mjög neikvæð áhrif á samfélagið,“ segir Hörður Arnarson. Könnun Maskínu sem birt var í dag.Maskína Samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem birt var í morgun finnst 65 prósentum Íslendinga skipta miklu máli að afla aukinnar orku á Íslandi. Þá eru 50 prósent hlynnt fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. Í sömu könnun kemur einnig fram að 76 prósent Íslendinga finnist það skipta miklu máli að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila.
Landsvirkjun Vindorka Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Orkumál Efnahagsmál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 5. september 2024 10:39 Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43 Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ 29. ágúst 2024 08:55 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira
Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 5. september 2024 10:39
Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43
Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ 29. ágúst 2024 08:55