Tómas hættir hjá Símanum og Höddi tekur við enska boltanum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. september 2024 12:00 Tómas Þór er hættur hjá Símanum. Vísir/Mummi Lú Tómas Þór Þórðarson, sem hefur síðustu fimm ár stýrt umfjöllun Símans sport um enska boltann, er hættur. Hörður Magnússon tekur við ritstjórnartaumunum, en þetta er síðasta tímabilið í enska boltanum sem Síminn sýnir í bili. Síminn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þess efnis að Tómas væri hættur hjá félaginu. Þar kemur fram að Hörður muni samhliða ritstjórnarstörfunum lýsa fjölda leikja, en hann er einn þekktasti og reynslumesti knattspyrnulýsandi landsins. Stoltur af fimm ára starfi Haft er eftir Tómasi að ekki sé um léttvæga ákvörðun að ræða. „Ég er afskaplega stoltur af mínum fimm árum hjá Símanum þar sem ég hef unnið með frábæru fólki og fengið einstakt tækifæri til að byggja eitthvað upp frá grunni. Þetta hefur verið einstakur tími sem nú tekur enda. Ég óska mínu fólki alls hins besta í framtíðinni og þakka kærlega fyrir mig,“ segir Tómas. Þá er haft eftir Herði að sé spenntur fyrir verkefninu, og hann muni strax gera ákveðnar breytingar. „Ég tek við keflinu úr góðum höndum og er gífurlega spenntur að snúa aftur í enska boltann, besta sjónvarpsefni í heimi. Með nýjum manni í brúnni koma nýjungar, ný andlit og ný tímasetning en Völlurinn verður framvegis á mánudagskvöldum. Ný tímasetning mun gera okkur kleift að gera enn betur og kryfja málin til mergjar. Sömuleiðis er ég fullur tilhlökkunar að setjast niður við hljóðnemann og lýsa stórleikjum enska boltans beint heim í stofu,“ er Haft eftir Herði. Þá segir Birkir Ágústsson, dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar hjá Símanum, að innanhúss sé fólk spennt að fá Hörð í hópinn. „Við trúum því að áhorfendur muni taka vel í þær áherslubreytingar sem hann færir okkur enda Hörður hokinn af reynslu þegar kemur að bæði dagskrárgerð sem og lýsingu leikja. Ástríða hans og áhugi á fótbolta mun skila sér hratt og vel á skjáinn. Að sama skapi þökkum við Tómasi Þór kærlega fyrir óeigingjarnt starf síðustu ár og frábært samstarf og óskum honum alls hins besta í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Um er að ræða síðasta veturinn sem Síminn sýnir enska boltann í bili, en í júní var tilkynnt að Sýn hefði tryggt sér sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni frá og með næsta tímabili og til 2027/28. Fréttin var uppfærð eftir að fréttastofu barst tilkynning frá Símanum. Enski boltinn Fjölmiðlar Vistaskipti Síminn Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Síminn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þess efnis að Tómas væri hættur hjá félaginu. Þar kemur fram að Hörður muni samhliða ritstjórnarstörfunum lýsa fjölda leikja, en hann er einn þekktasti og reynslumesti knattspyrnulýsandi landsins. Stoltur af fimm ára starfi Haft er eftir Tómasi að ekki sé um léttvæga ákvörðun að ræða. „Ég er afskaplega stoltur af mínum fimm árum hjá Símanum þar sem ég hef unnið með frábæru fólki og fengið einstakt tækifæri til að byggja eitthvað upp frá grunni. Þetta hefur verið einstakur tími sem nú tekur enda. Ég óska mínu fólki alls hins besta í framtíðinni og þakka kærlega fyrir mig,“ segir Tómas. Þá er haft eftir Herði að sé spenntur fyrir verkefninu, og hann muni strax gera ákveðnar breytingar. „Ég tek við keflinu úr góðum höndum og er gífurlega spenntur að snúa aftur í enska boltann, besta sjónvarpsefni í heimi. Með nýjum manni í brúnni koma nýjungar, ný andlit og ný tímasetning en Völlurinn verður framvegis á mánudagskvöldum. Ný tímasetning mun gera okkur kleift að gera enn betur og kryfja málin til mergjar. Sömuleiðis er ég fullur tilhlökkunar að setjast niður við hljóðnemann og lýsa stórleikjum enska boltans beint heim í stofu,“ er Haft eftir Herði. Þá segir Birkir Ágústsson, dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar hjá Símanum, að innanhúss sé fólk spennt að fá Hörð í hópinn. „Við trúum því að áhorfendur muni taka vel í þær áherslubreytingar sem hann færir okkur enda Hörður hokinn af reynslu þegar kemur að bæði dagskrárgerð sem og lýsingu leikja. Ástríða hans og áhugi á fótbolta mun skila sér hratt og vel á skjáinn. Að sama skapi þökkum við Tómasi Þór kærlega fyrir óeigingjarnt starf síðustu ár og frábært samstarf og óskum honum alls hins besta í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Um er að ræða síðasta veturinn sem Síminn sýnir enska boltann í bili, en í júní var tilkynnt að Sýn hefði tryggt sér sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni frá og með næsta tímabili og til 2027/28. Fréttin var uppfærð eftir að fréttastofu barst tilkynning frá Símanum.
Enski boltinn Fjölmiðlar Vistaskipti Síminn Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira